Skip to main content

Kynjafræði

Kynjafræði

Félagsvísindasvið

Kynjafræði

MA – 120 einingar

Meistaranám í kynjafræði er þverfræðilegt og hagnýtt 120 eininga nám. Námið er skipulagt þannig að hægt sé að stunda það með vinnu og í mörgum námskeiðum er jafnframt boðið upp á fjarnám.
Kynjafræði snýst um margbreytileika mannlífsins. Nánast allt í veröldinni hefur kynjafræðilegar hliðar og fátt er kynjafræðinni óviðkomandi. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Málstofa meistaranema í kynjafræði -fyrri hluti (KYN107F)

Markmið námskeiðsins er að skapa samfélag meistaranema í kynjafræði sem fá tækifæri til að ræða meistaraverkefni sín og meistaraverkefni samnemenda undir handleiðslu kennara.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar
Þorsteinn Einarsson
Ragnheiður Davíðsdóttir
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
MA í kynjafræði

Ég skráði mig í MA í kynjafræði haustið 2013 eftir að hafa verið grunnskólakennari í nokkur ár. Jafnrétti er ein af grunnstoðum menntunar en þó upplifði ég að almennt væri skortur á þekkingu og færni til að jafnréttismálum væri vel sinnt í skólakerfinu. Mig langaði því að dýpka þekkingu mína og finna leiðir til að miðla henni til annarra í skóla- og frístundastarfi.  
Það er óhætt að segja að kynjafræðinámið stóðst allar mínar væntingar og meira til. Námið er bæði fjölbreytt og skemmtilegt og það krefur nemendur um að líta inn á við og rýna tilveru sína á nýjan hátt. Helsti kostur kynjafræðinámsins er samþætting á fræðilegri þekkingu og hagnýtingu. Hver og einn getur aðlagað innihald námsins að sínum vettvangi, því sjónarhorn kynjafræðinnar má máta við öll viðfangsefni daglegs lífs. Í starfi mínu sem verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur nýti ég verkfærin sem ég öðlaðist í náminu á hverjum einasta degi í þágu barna og unglinga borgarinnar. 

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.