Skip to main content

Reikningsskil og endurskoðun

Reikningsskil og endurskoðun

Félagsvísindasvið

Reikningsskil og endurskoðun

MS gráða – 120 einingar

Meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun er ætlað að mæta mikilli þörf á sérþekkingu á reikningsskila- og endurskoðunarsviði.

Námið hentar mjög vel þeim einstaklingum sem hafa hug á því að vinna við fjármál, innra eftirlit, innri endurskoðun, reikningshald, reikningsskil og/ eða ytri endurskoðun í fyrirtækjum eða stofnunum þar sem sérþekking á sviði reikningsskila og endurskoðunar er skilyrði fyrir starfi.

Mögulegt er að stunda námið í fjarnámi. Athugið að námið er einnig í boði sem 90 eininga nám án ritgerðar frá og með hausti 2023.

Skipulag náms

X

Endurskoðun og umhverfi (VIÐ160F)

Þrjár af höfuðkenningum siðfræðinnar, þ.e. kenningar Aristótelesar, Immanuels Kant og Johns Stuart Mill og nemendum kynnt grundvallaratriði gagnrýnnar hugsunar.  
Skoðað verður samband löggjafar og siðferðis sem og hvað einkennir fagmennsku. Þá verður fjallað um ítarlega um siðareglur endurskoðenda og hvernig þær spila saman við lög um endurskoðendur og tengjast samfélaginu.  
Yfirlit yfir leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja, bæði hér á landi og erlendis, og hlutverk endurskoðunar í þeim. Farið verður yfir hverjir teljast vera „varðhundar" almennings og hvernig þeir hafa sinnt hlutverki sínu undanfarin ár.  
Lagaleg umhverfi endurskoðenda m.t.t. alþjóðlegu reikningsskilastaðla og alþjóðlegu endurskoðunar staðla. Einnig verður eftirlit með IFRS kynnt og tilgangur ESMA sem og framkvæmd eftirlits hér á landi sem er i umsjón Ársreikningaskrá.  

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Júlía Kristjánsdóttir
Reikningsskil og endurskoðun, MS

Ég útskrifaðist af fjármála- og reikninshaldslínu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og fór í beinu framhaldi af því í meistaranámið í reikninsskilum og endurskoðun. Ég er að vinna með náminu á endurskoðunarskrifstofu og er frábært hvað námið tengir vel saman starf og fræði. Meiri hlutinn af okkur sem erum saman í náminu vinnum á endurskoðunarskrifstofum en einnig eru nemendur sem starfa við annað. Nemendahópurinn er þéttur þar sem við tengjumst bæði í gegnum nám og starf. Námið býður upp á marga möguleika fyrir framtíðina en í endurskoðun og reikninsskilum eru kenndar ýmsar hliðar fjármála enda mikilvægt að hafa góða þekkingu á fjármálum og ársreikningum við endurskoðun. Námið er fjölbreytt og hentar öllum þeim sem stefna á að starfa við fjármálastörf í framtíðinni. Námið er krefjandi og fer kennsla fram á kvöldin og því möguleiki að stunda vinnu samhliða náminu. Umfram allt skerpir námið gagnrýna hugsun og veitir tækifæri á að kynnast fjölbreyttum hliðum fjármála.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.