Skip to main content

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf

Félagsvísindasvið

Náms- og starfsráðgjöf

MA – 120 einingar

Náms– og starfsráðgjafar veita fólki á öllum aldri ráðgjöf og stuðning við að finna sína leið og ná árangri. Þeir starfa á fjölbreyttum og vaxandi starfsvettvangi sem er í stöðugri mótun. Ráðgjöfin miðar að því að efla sjálfsþekkingu og aðstoða fólk við að bera kennsl á og virkja styrkleika sína og áhugasvið, takast á við breytingar og hindranir og taka ígrundaðar ákvarðanir um nám- og störf.

Flest námskeið eru kennd í staðnámi en nemendur utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um að taka þátt í kennslustundum í streymi. Tvisvar á misseri eru staðlotur með skyldumætingu. 

Skipulag náms

X

Ráðgjafarkenningar (NSR007F)

Í námskeiðinu er farið yfir helstu ráðgjafarkenningar og hvernig hægt er að nýta þær til  að greina samskipti og viðfangsefni í ráðgjöf. Hugmyndasaga ráðgjafarkenninga er rakin frá sálgreiningu til síðnútíma. Einnig er fjallað um sögu náms- og starfsráðgjafar á Íslandi. Rýnt verður í áhrif fjölmenningar og kynferðis á kenningasmíð og ráðgjöf.  Nemendur vinna verkefni sem miða að því að móta og greina eigin ráðgjafarstíl.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Regína Bergdís Erlingsdóttir
Anna Lóa Ólafsdóttir
Jóhann Aðalsteinn Árnason
Inga Berg Gísladóttir
Ketil Jósefsson
Regína Bergdís Erlingsdóttir
Meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf

Námið hefur verið skemmtilegt og áhugavert. Kennslan hefur verið mjög góð og haldið er vel utan um nemendur. Frábær reynsla úti á vettvangi fylgir náminu og býður það upp á fjölbreytta atvinnumöguleika sem og skemmtilegan starfsvettvang í framtíðinni.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Fylgstu með Félagsvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.