Skip to main content

Safnafræði - Örnám

Safnafræði - Örnám

Félagsvísindasvið

Safnafræði

Örnám á framhaldsstigi – 30 einingar

Örnám á framhaldsstigi í safnafræði er stutt en gagnlegt nám sem veitir nemendum hagnýta þekkingu á safnastarfi. Safnafræði er fræðigrein sem tekur til allra þátta safnastarfs og er bæði fjölbreytt og yfirgripsmikil. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Gagnrýnin sýn á praktík og kenningar í safnafræði (SAF105F)

Í námskeiðinu verður tekist á við gagnrýnar spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum. Saga safna verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Fjallað verður m.a. um hagnýtingu kenninga í safnastarfi, siðferði, ritskoðun, hnattvæðingu, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur og inngildingu, svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina. Námskeiðið hefst í byrjun október og endar í lok nóvember.

X

Lesnámskeið í MA- námi (SAF006F)

Nemandi leitar til umsjónarkennara námskeiðsins og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni.

Markmið lesnámskeiða er að nemendur hafi möguleika á að afla sérhæfðari þekkingar á ýmsum sviðum safnafræði. Kennari og nemendur ákveða lesefnið í sameiningu og nemendur gera skriflega grein fyrir þekkingu sinni í lok námskeiðsins.

X

Praktík og kenningar í safnafræði (SAF104F)

Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, gesti, markaðsmál og félagsleg áhrif safna. Námskeiðið er kennt sem netnám og byggir námsmat á fjölbreyttum verkefnum sem unnin eru í námskeiðinu. Námskeiðið er kennt við upphaf haustannar og lýkur í lok september.

X

Skóli margbreytileikans og hið óvenjulega samfélag (INT002M)

Námskeiðið er inngangsnámskeið um inngildandi menntun og skóla án aðgreiningar. Söguleg dæmi um sérkennslu eru skoðuð og sett í samhengi við kenningar og sjónarmið frá fötlunarfræði, hugtök um brennimerkingu og öðrun, lýðræði og félagslegt réttlæti. Námskeiðið veitir nemendum skilning á því hvernig vinna má með margbreytilegum hópum í námi og kennslu, og hvernig kennarar og skólar geta unnið með nemendum sem hafa sérstakar þarfir og fjölskyldum þeirra í almennum skólum.

X

Hvað gerir safnafólk? Innsýn í dagleg störf á safni (SAF207F)

Í þessu námskeiði fá nemendur að kynnast þeim faglegu áskorunum sem felast í daglegum störfum á safni, nánar til tekið á Hönnunarsafni Íslands. Markmiðið er að kynna nemendur fyrir væntingum almennings, stjórnsýslu safna (safnaráði) og eigendum þeirra og með hvaða hætti söfn reyna að mæta þeim. Nemendur verða kynntir fyrir því hvað felst í faglegu starfi safna almennt, og stöðu og tilgangi hönnunarsafna í því ljósi. Markmiðið er að veita nemendum hagnýta innsýn inn í safnastarf, og greina það með hliðsjón fræðilegs lesefnis og faglegra reglugerða, starfshefða, og siðareglna ICOM. Fyrst eru haldnir fyrirlestrar á netinu, og svo í lok janúar mæta nemendur í hálfs dags staðlotu á Hönnunarsafni Íslands (mætingarskylda) og velja einn dag einu sinni yfir misserið (á tímabili ákveðið af kennara og starfsmönnum Hönnunarsafns Íslands) á starfsdag í safninu, þar sem tveir og tveir vinna saman með starfsmanni safnsins í heilan dag. Námsmat byggir á mætingu í staðlotu og í starfsdag og skriflegu verkefni þar sem reynsla þeirra af Hönnunarsafni Íslands er sett í samhengi við fræðilegt lesefni.

X

Samfélagslegar áskoranir og söfn (SAF202M)

Námskeiðið skoðar á gagnrýninn hátt áhrif samtímans á söfn og starfshætti þeirra. Leitast verður við að gefa góðan skilning á því hvernig söfn standa frammi fyrir og leitast oft við að takast á við ýmsar samfélagslegar áskoranir, þar á meðal fjölbreytni, jöfnuð, þátttöku, félagslegt réttlæti og sjálfbærni. Í námskeiðinu verður fræðilegur grunnur samfélagsmála safna skoðaður og dæmi þar að lútandi. Áherslur verða meðal annars á að skoða hlutverk safna sem talsmenn jaðarsettra hópa, mikilvægi samvinnu og samsköpunar og aðferðir til að takast á við loftslagsbreytingar innan safnastarfs, svo eitthvað sé nefnt. Umræður og verkefni skora á nemendur að hugsa gagnrýnið um hlutverk safna í samfélaginu. Í lok námskeiðsins verða nemendur búnir góðri færni og þekkingu til að takast á við félagsleg hlutverk safna í ört breytilegum heimi. Námskeiðið verður kennt frá lokum febrúar til loka mars.

X

Faglegt starf: Stjórnskipulag, söfnun og miðlun (SAF208F)

 Í safnalögum 141/2011 kemur fjölbreytilegt hlutverk safna skýrt fram, þau eiga að varðveita menningar-og náttúruarf þjóðarinnar og tryggja að honum verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Söfn sinna eftirfarandi störfum:

  • Söfnun – uppbygging safnkosts, meðferð og aðbúnaður safngripa
  • Varðveisla og skráning safnakosts – forvörslumál, húsnæðismál, öryggismál og skráningarmál safngripa
  • Miðlun á söfnum - þróun og möguleikar, og að endingu rannsóknir - rannsóknir á safnkosti, rannsóknir sem útskýra safnkost, faglegar rannsóknir
  • Mat á starfsemi safna, bæði út frá safngestinum og einnig sjálfsmat (aðferðir og úrvinnsla), sem og stjórnunarlegum þáttum í safnastarfi

Skýr fagleg viðmið, reglur og eftirlit þurfa að vera til staðar til þess að tryggja að söfn sinni hlutverki sínu á faglegan hátt, í þágu samfélagsins. Í þessu námskeiði verða tilvik úr íslensku safnastarfi greind með tilliti til faglegs starfs (e. best practices), fræðilegs efnis, lagaumhverfis safna, siðareglna ICOM, og með aðkomu sérfræðinga helstu safnastofnana landsins, sem miðla af reynslu sinni með raunverulegum dæmum úr störfum sínum á söfnum innanlands og erlendis.

Námskeiðið ætti að henta öllum þeim sem hyggjast starfa á sviði menningarmála og eru í menningartengdu námi, svo sem fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleira. Námskeiðið er kennt frá upphafi misseris í janúar og fram í febrúar. Nemendur kynnast stjórnskipulagi safna (þar með talið safnaráði, safnalögum og siðareglum ICOM), hverju er safnað á söfnum og hvernig því er miðlað.

Í námskeiðinu verða haldnir fyrirlestrar á netinu, byggðir á kennslubókinni Faglegt starf safna: Tilvik og álitamál (2018) og ein staðlota haldin í viku 6 (1 dagur), þar sem nemendur fara í vettvangsferðir á söfn og fá fyrirlestra frá sérfræðingum starfandi á söfnum. Skyldumæting er í staðlotu. Námsmat byggir á verkefnavinnu yfir misserið, mætingu í staðlotu og stuttu skriflegu verkefni þar sem viðfangsefni staðlotu er sett í samhengi við fræðilegt lesefni.

X

Inngangur að sýningarstjórnun (SAF019F)

Fjallað verður um helstu atriði sýningargerðar og störf sýningarhöfundar, sýningarstjóra og sýningarhönnuðar. Mismunandi aðferðir við sýningastjórnun verða skoðaðar með gagnrýnum hætti og hugmyndafræðilegur grunnur sýninga kannaður. Áhersla verður lögð á frásagnarafbrigði sýninga, handritsgerð og miðlunarleiðir. Einnig verður lögð áhersla á að skoða og greina sýningar listasafna, menningarminjasafna og náttúruminjasafna og kanna með gagnrýnu hugarfari hvernig ólíkar leiðir miðla upplýsingum og upplifunum. Hugað verður að innlendum og erlendum dæmum.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF201M)

Í þessu námskeiði verða margþætt tengsl safna og þeirra samfélaga sem þau þjóna skoðuð. Kannað verður hvernig söfn eru ekki aðeins vörslumenn menningararfs heldur einnig virkir þátttakendur í mótun menningarlegra frásagna og samfélagslegra sjálfsmynda. Með því að skoða sögulegt samhengi, fræðilega umgjörð og hagnýtar dæmisögur fá nemendur innsýn í það mikilvæga hlutverk sem söfn gegna við að sýna og stundum ögra samfélagslegum gildum. Í námskeiðinu verður farið yfir efni eins og söfn sem hvati til samfélagsbreytinga, mikilvægi inngildingar og aðgengis, og áhrif stafrænnar tækni á samfélagsþátttöku. Með umræðum, dæmum og praktískum verkefnum munu nemendur kanna hvernig söfn geta á áhrifaríkan hátt virkjað fólk og stuðlað að réttlátara samfélagi. Í lok námskeiðsins munu nemendur hafa tileinkað sér góðan skilning á því hvernig söfn geta brugðist við þörfum og gildum fólks í þeim samfélögum sem þau þjóna.

X

Faglegt starf: Varðveisla, skráning og rannsóknir (SAF209F)

Í safnalögum 141/2011 kemur fjölbreytilegt hlutverk safna skýrt fram, þau eiga að varðveita menningar-og náttúruarf þjóðarinnar og tryggja að honum verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Söfn sinna eftirfarandi störfum:

  • Söfnun – uppbygging safnkosts, meðferð og aðbúnaður safngripa
  • Varðveisla og skráning safnakosts – forvörslumál, húsnæðismál, öryggismál og skráningarmál safngripa
  • Miðlun á söfnum - þróun og möguleikar, og að endingu rannsóknir - rannsóknir á safnkosti, rannsóknir sem útskýra safnkost, faglegar rannsóknir
  • Mat á starfsemi safna, bæði út frá safngestinum og einnig sjálfsmat (aðferðir og úrvinnsla), sem og stjórnunarlegum þáttum í safnastarfi.

Skýr fagleg viðmið, reglur og eftirlit þurfa að vera til staðar til þess að tryggja að söfn sinni hlutverki sínu á faglegan hátt, í þágu samfélagsins. Í þessu námskeiði verða tilvik úr íslensku safnastarfi greind með tilliti til faglegs starfs (e. best practices), fræðilegs efnis, lagaumhverfis safna, siðareglna ICOM, og með aðkomu sérfræðinga helstu safnastofnanna landsins, sem miðla af reynslu sinni með raunverulegum dæmum úr störfum sínum á söfnum innanlands og erlendis.

Námskeiðið ætti að henta öllum þeim sem hyggjast starfa á sviði menningarmála og eru í menningartengdu námi, svo sem fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleira. Námskeiðið er kennt frá síðari hluta febrúar, fram til apríl þegar vormisseri lýkur. Nemendur kynnast hvaða faglegu áskoranir felast í varðveislu gripa (til dæmis vegna slakrar varðveisluaðstæðna í geymslum, samtímasöfnun og fleira), skráningu safnkosts og safnarannsóknum.

Í námskeiðinu verða haldnir fyrirlestrar á netinu, byggðir á kennslubókinni Faglegt starf safna: Tilvik og álitamál (2018) og ein staðlota haldin í viku 6 (1 dagur), þar sem nemendur fara í vettvangsferðir á söfn og fá fyrirlestra frá sérfræðingum starfandi á söfnum. Skyldumæting er í staðlotu. Námsmat byggir á verkefnavinnu yfir misserið, mætingu í staðlotu og stuttu skriflegu verkefni þar sem viðfangsefni staðlotu er sett í samhengi við fræðilegt lesefni.

X

Lesnámskeið í MA- námi (SAF010F)

Nemandi leitar til umsjónarkennara námskeiðsins og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni.

Markmið lesnámskeiða er að nemendur hafi möguleika á að afla sérhæfðari þekkingar á ýmsum sviðum safnafræði. Kennari og nemendur ákveða lesefnið í sameiningu og nemendur gera skriflega grein fyrir þekkingu sinni í lok námskeiðsins.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Gagnrýnin sýn á praktík og kenningar í safnafræði (SAF105F)

Í námskeiðinu verður tekist á við gagnrýnar spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum. Saga safna verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Fjallað verður m.a. um hagnýtingu kenninga í safnastarfi, siðferði, ritskoðun, hnattvæðingu, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur og inngildingu, svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina. Námskeiðið hefst í byrjun október og endar í lok nóvember.

X

Praktík og kenningar í safnafræði (SAF104F)

Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, gesti, markaðsmál og félagsleg áhrif safna. Námskeiðið er kennt sem netnám og byggir námsmat á fjölbreyttum verkefnum sem unnin eru í námskeiðinu. Námskeiðið er kennt við upphaf haustannar og lýkur í lok september.

X

Skóli margbreytileikans og hið óvenjulega samfélag (INT002M)

Námskeiðið er inngangsnámskeið um inngildandi menntun og skóla án aðgreiningar. Söguleg dæmi um sérkennslu eru skoðuð og sett í samhengi við kenningar og sjónarmið frá fötlunarfræði, hugtök um brennimerkingu og öðrun, lýðræði og félagslegt réttlæti. Námskeiðið veitir nemendum skilning á því hvernig vinna má með margbreytilegum hópum í námi og kennslu, og hvernig kennarar og skólar geta unnið með nemendum sem hafa sérstakar þarfir og fjölskyldum þeirra í almennum skólum.

X

Faglegt starf: Stjórnskipulag, söfnun og miðlun (SAF208F)

 Í safnalögum 141/2011 kemur fjölbreytilegt hlutverk safna skýrt fram, þau eiga að varðveita menningar-og náttúruarf þjóðarinnar og tryggja að honum verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Söfn sinna eftirfarandi störfum:

  • Söfnun – uppbygging safnkosts, meðferð og aðbúnaður safngripa
  • Varðveisla og skráning safnakosts – forvörslumál, húsnæðismál, öryggismál og skráningarmál safngripa
  • Miðlun á söfnum - þróun og möguleikar, og að endingu rannsóknir - rannsóknir á safnkosti, rannsóknir sem útskýra safnkost, faglegar rannsóknir
  • Mat á starfsemi safna, bæði út frá safngestinum og einnig sjálfsmat (aðferðir og úrvinnsla), sem og stjórnunarlegum þáttum í safnastarfi

Skýr fagleg viðmið, reglur og eftirlit þurfa að vera til staðar til þess að tryggja að söfn sinni hlutverki sínu á faglegan hátt, í þágu samfélagsins. Í þessu námskeiði verða tilvik úr íslensku safnastarfi greind með tilliti til faglegs starfs (e. best practices), fræðilegs efnis, lagaumhverfis safna, siðareglna ICOM, og með aðkomu sérfræðinga helstu safnastofnana landsins, sem miðla af reynslu sinni með raunverulegum dæmum úr störfum sínum á söfnum innanlands og erlendis.

Námskeiðið ætti að henta öllum þeim sem hyggjast starfa á sviði menningarmála og eru í menningartengdu námi, svo sem fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleira. Námskeiðið er kennt frá upphafi misseris í janúar og fram í febrúar. Nemendur kynnast stjórnskipulagi safna (þar með talið safnaráði, safnalögum og siðareglum ICOM), hverju er safnað á söfnum og hvernig því er miðlað.

Í námskeiðinu verða haldnir fyrirlestrar á netinu, byggðir á kennslubókinni Faglegt starf safna: Tilvik og álitamál (2018) og ein staðlota haldin í viku 6 (1 dagur), þar sem nemendur fara í vettvangsferðir á söfn og fá fyrirlestra frá sérfræðingum starfandi á söfnum. Skyldumæting er í staðlotu. Námsmat byggir á verkefnavinnu yfir misserið, mætingu í staðlotu og stuttu skriflegu verkefni þar sem viðfangsefni staðlotu er sett í samhengi við fræðilegt lesefni.

X

Faglegt starf: Varðveisla, skráning og rannsóknir (SAF209F)

Í safnalögum 141/2011 kemur fjölbreytilegt hlutverk safna skýrt fram, þau eiga að varðveita menningar-og náttúruarf þjóðarinnar og tryggja að honum verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Söfn sinna eftirfarandi störfum:

  • Söfnun – uppbygging safnkosts, meðferð og aðbúnaður safngripa
  • Varðveisla og skráning safnakosts – forvörslumál, húsnæðismál, öryggismál og skráningarmál safngripa
  • Miðlun á söfnum - þróun og möguleikar, og að endingu rannsóknir - rannsóknir á safnkosti, rannsóknir sem útskýra safnkost, faglegar rannsóknir
  • Mat á starfsemi safna, bæði út frá safngestinum og einnig sjálfsmat (aðferðir og úrvinnsla), sem og stjórnunarlegum þáttum í safnastarfi.

Skýr fagleg viðmið, reglur og eftirlit þurfa að vera til staðar til þess að tryggja að söfn sinni hlutverki sínu á faglegan hátt, í þágu samfélagsins. Í þessu námskeiði verða tilvik úr íslensku safnastarfi greind með tilliti til faglegs starfs (e. best practices), fræðilegs efnis, lagaumhverfis safna, siðareglna ICOM, og með aðkomu sérfræðinga helstu safnastofnanna landsins, sem miðla af reynslu sinni með raunverulegum dæmum úr störfum sínum á söfnum innanlands og erlendis.

Námskeiðið ætti að henta öllum þeim sem hyggjast starfa á sviði menningarmála og eru í menningartengdu námi, svo sem fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleira. Námskeiðið er kennt frá síðari hluta febrúar, fram til apríl þegar vormisseri lýkur. Nemendur kynnast hvaða faglegu áskoranir felast í varðveislu gripa (til dæmis vegna slakrar varðveisluaðstæðna í geymslum, samtímasöfnun og fleira), skráningu safnkosts og safnarannsóknum.

Í námskeiðinu verða haldnir fyrirlestrar á netinu, byggðir á kennslubókinni Faglegt starf safna: Tilvik og álitamál (2018) og ein staðlota haldin í viku 6 (1 dagur), þar sem nemendur fara í vettvangsferðir á söfn og fá fyrirlestra frá sérfræðingum starfandi á söfnum. Skyldumæting er í staðlotu. Námsmat byggir á verkefnavinnu yfir misserið, mætingu í staðlotu og stuttu skriflegu verkefni þar sem viðfangsefni staðlotu er sett í samhengi við fræðilegt lesefni.

X

Samfélagslegar áskoranir og söfn (SAF202M)

Námskeiðið skoðar á gagnrýninn hátt áhrif samtímans á söfn og starfshætti þeirra. Leitast verður við að gefa góðan skilning á því hvernig söfn standa frammi fyrir og leitast oft við að takast á við ýmsar samfélagslegar áskoranir, þar á meðal fjölbreytni, jöfnuð, þátttöku, félagslegt réttlæti og sjálfbærni. Í námskeiðinu verður fræðilegur grunnur samfélagsmála safna skoðaður og dæmi þar að lútandi. Áherslur verða meðal annars á að skoða hlutverk safna sem talsmenn jaðarsettra hópa, mikilvægi samvinnu og samsköpunar og aðferðir til að takast á við loftslagsbreytingar innan safnastarfs, svo eitthvað sé nefnt. Umræður og verkefni skora á nemendur að hugsa gagnrýnið um hlutverk safna í samfélaginu. Í lok námskeiðsins verða nemendur búnir góðri færni og þekkingu til að takast á við félagsleg hlutverk safna í ört breytilegum heimi. Námskeiðið verður kennt frá lokum febrúar til loka mars.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF201M)

Í þessu námskeiði verða margþætt tengsl safna og þeirra samfélaga sem þau þjóna skoðuð. Kannað verður hvernig söfn eru ekki aðeins vörslumenn menningararfs heldur einnig virkir þátttakendur í mótun menningarlegra frásagna og samfélagslegra sjálfsmynda. Með því að skoða sögulegt samhengi, fræðilega umgjörð og hagnýtar dæmisögur fá nemendur innsýn í það mikilvæga hlutverk sem söfn gegna við að sýna og stundum ögra samfélagslegum gildum. Í námskeiðinu verður farið yfir efni eins og söfn sem hvati til samfélagsbreytinga, mikilvægi inngildingar og aðgengis, og áhrif stafrænnar tækni á samfélagsþátttöku. Með umræðum, dæmum og praktískum verkefnum munu nemendur kanna hvernig söfn geta á áhrifaríkan hátt virkjað fólk og stuðlað að réttlátara samfélagi. Í lok námskeiðsins munu nemendur hafa tileinkað sér góðan skilning á því hvernig söfn geta brugðist við þörfum og gildum fólks í þeim samfélögum sem þau þjóna.

X

Hvað gerir safnafólk? Innsýn í dagleg störf á safni (SAF207F)

Í þessu námskeiði fá nemendur að kynnast þeim faglegu áskorunum sem felast í daglegum störfum á safni, nánar til tekið á Hönnunarsafni Íslands. Markmiðið er að kynna nemendur fyrir væntingum almennings, stjórnsýslu safna (safnaráði) og eigendum þeirra og með hvaða hætti söfn reyna að mæta þeim. Nemendur verða kynntir fyrir því hvað felst í faglegu starfi safna almennt, og stöðu og tilgangi hönnunarsafna í því ljósi. Markmiðið er að veita nemendum hagnýta innsýn inn í safnastarf, og greina það með hliðsjón fræðilegs lesefnis og faglegra reglugerða, starfshefða, og siðareglna ICOM. Fyrst eru haldnir fyrirlestrar á netinu, og svo í lok janúar mæta nemendur í hálfs dags staðlotu á Hönnunarsafni Íslands (mætingarskylda) og velja einn dag einu sinni yfir misserið (á tímabili ákveðið af kennara og starfsmönnum Hönnunarsafns Íslands) á starfsdag í safninu, þar sem tveir og tveir vinna saman með starfsmanni safnsins í heilan dag. Námsmat byggir á mætingu í staðlotu og í starfsdag og skriflegu verkefni þar sem reynsla þeirra af Hönnunarsafni Íslands er sett í samhengi við fræðilegt lesefni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað- og/eða ZOOM-lotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Praktík og kenningar í safnafræði (SAF104F)

Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, gesti, markaðsmál og félagsleg áhrif safna. Námskeiðið er kennt sem netnám og byggir námsmat á fjölbreyttum verkefnum sem unnin eru í námskeiðinu. Námskeiðið er kennt við upphaf haustannar og lýkur í lok september.

X

Gagnrýnin sýn á praktík og kenningar í safnafræði (SAF105F)

Í námskeiðinu verður tekist á við gagnrýnar spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum. Saga safna verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Fjallað verður m.a. um hagnýtingu kenninga í safnastarfi, siðferði, ritskoðun, hnattvæðingu, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur og inngildingu, svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina. Námskeiðið hefst í byrjun október og endar í lok nóvember.

X

Þýðingar og þýðingatækni (ÞÝÐ028F)

Þetta námskeið er helgað þeirri tækni og tólum sem þýðendur og aðrir geta notað til við störf sín. Nemendur kynnast mikilvægi þýðingaminna, hvernig menn og vélar nota minnin, og hvernig má samtvinna texta og búa til máltæknigögn og orðabækur. Notkun orðabóka á netinu, gagnabanka og annarra hjálpargagna. Málstefna og íðorðafræði. Fjallað um starfsumhverfi þýðandans og farið yfir atriði sem geta hjálpað einyrkja að fá verkefni og lifa af í gigg-hagkerfinu. Nýtt verður verður reynsla þeirra í hópnum sem hafa starfsreynslu fyrir. Nemendur vinna verkefni í tímum sem undirbúa þá fyrir heimaverkefnin.

X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni út frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum. Áherslan í námskeiðinu miðar að því að nemendur stefni að kennslu í yngri bekkjum grunnskóla eða leikskóla.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Lífshlaupið, sjálf og samfélag (FFR302M)

Aðstæður og reynsla fatlaðs fólks er miðlæg í umfjöllun námskeiðsins, þar sem áhersla er á lífshlaupið og þau meginsvið sem snerta daglegt líf, svo sem fjölskyldulíf, menntun, atvinnu og búsetu. Rýnt verður í íslenskar og erlendar rannsóknir um líf og aðstæður fatlaðs fólk og þau fjölmörgu öfl sem móta sjálfsmynd og sjálfsskilning fatlaðra barna, ungmenna og fullorðins fólks. Fræðileg umfjöllun námskeiðsins er tengd við lagasetningar, stefnumótun, þjónustu, velferðarkerfi og félagslegar aðstæður fatlaðs fólks. 

X

Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræði (FFR102F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á þróun hugmynda og kenninga um fötlun og fái innsýn í fræðilega umfjöllun og rannsóknir á því sviði. Lögð er áhersla á þróun fötlunarfræða sem þverfræðilegrar og gagnrýnnar fræðigreinar með náin tengsl við réttindabaráttu fatlaðs fólks. Fjallað verður um margbreytileg félagsleg og menningarleg sjónarhorn og kenningar fræðigreinarinnar. Sérstök áhersla verður á þá hugmyndafræði sem legið hefur til grundvallar stefnumótunar og þjónustu við fatlað fólk undanfarna áratugi, þ.e.; 1) hugmyndafræði um “eðlilegt líf” normaliseringu, 2) hugmyndafræði um “sjálfstætt líf” independent living og 3) mannréttindasjónarmið. Jafnframt verður fjallað um tengsl hugmyndafræðinnar við daglegt líf fatlaðs fólks. 

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ107F)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

Menntun allra í fjölmenningarsamfélagi: Kenningar og rannsóknir (MAL104F)

Hugmyndir um menntun allra, fjölmenningarmenntun og sérkennslu eru mikilvægir þættir í skilvirkum skólum með fjölbreyttum nemendahópum.

Megintilgangur námskeiðsins er að gefa nemendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á rannsóknum og kenningum á sviði menntunar allra og fjölmenningarfræða á Íslandi og í öðrum löndum.

Fjallað verður um rannsóknir og kenningar er varða jaðarsetningu barna og ungmenna í skólakerfinu út frá hugmyndum um jafnræði, jafnrétti og mannréttindi. Ennfremur verður fjallað um menntun allra og fjölmenningarlega menntun í sögulegu og alþjóðlegu samhengi, stöðu minnihlutahópa og stöðu flóttafólks.

Hugtakið samtvinnun (e. intersectionality) dregur athygli að því að þegar breytur eins og kynþáttur, tungumál, trú, þjóðerni, fötlun, kynhneigð mætast, hafa þær margfeldisáhrif á stöðu nemenda.

X

Sjálfið mætir samfélaginu: Félagssálfræði hversdagslífsins (FÉL701F)

Hversdagslíf okkar getur sýnst leiðinlega venjubundið og fyrirsjáanlegt. Félagssálfræðin sýnir þó að um er að ræða spennandi og fjölbreytilegt fyrirbæri sem hvílir á flóknu samspili einstaklingsbundinna þátta og samfélagslegra formgerða. Í þessu námskeiði verða kenningar og rannsóknir félagssálfræðinga nýttar til að varpa ljósi á það sem dylst að baki glitri hins sjálfgefna. Farið verður frá því sem öllum er opinbert til þess sem við dyljum og felum, skoðað það sem auglýsendur, sölufólk og áhrifavaldar gera til að sveigja okkur og beygja og skoðað að hve miklu leyti breytur á borð við kyn, stétt og þjóðerni stjórna því hvað við sjáum, hvernig við sjáum og hvernig framkoma okkar og viðbrögð við áreiti hversdaglífsins eru.

Lagt er upp með að nemendur vinni fjölbreytileg smærri verkefni í tengslum við umfjöllunarefni námskeiðsins, ýmist einir eða í hóp. Þó svo félagssálfræði nýti bæði eigindlegar og megindlegar aðferðir verður áherslan á eigindlegar aðferðir í verkefnum nemenda svo sem myndgreining, samtalsgreining og þátttökuathuganir.

X

Skóli margbreytileikans og hið óvenjulega samfélag (INT002M)

Námskeiðið er inngangsnámskeið um inngildandi menntun og skóla án aðgreiningar. Söguleg dæmi um sérkennslu eru skoðuð og sett í samhengi við kenningar og sjónarmið frá fötlunarfræði, hugtök um brennimerkingu og öðrun, lýðræði og félagslegt réttlæti. Námskeiðið veitir nemendum skilning á því hvernig vinna má með margbreytilegum hópum í námi og kennslu, og hvernig kennarar og skólar geta unnið með nemendum sem hafa sérstakar þarfir og fjölskyldum þeirra í almennum skólum.

X

Upplýsingafræði og miðlun í samfélagi margbreytileikans (UPP109F)

Í námskeiðinu verður fjallað um sígild viðfangsefni og kynntir helstu straumar og stefnur á sviði upplýsingafræði.  Áhersla verður lögð á að fjalla um fræðilegar skilgreiningar, kenningar og líkön varðandi upplýsingahegðun og upplýsinga- og miðlalæsi, sem og áhrifaþætti við öflun og miðlun upplýsinga og þekkingar. Fjallað verður um eðli og einkenni upplýsinga og þekkingar. Gerð verður grein fyrir þróun rannsókna á sviðinu og hugsanlegri hagnýtingu slíkra rannsókna á starfsvettvangi. Fjallað verður um skilgreiningar og kenningar um upplýsinga- og miðlalæsi. Einnig verður fjallað um upplýsingahegðun út frá mismunandi samfélagshópum og gerð grein fyrir hugtökum og kenningalegri nálgun á því sviði, svo sem upplýsingaþörf , upplýsingasvæði, hindranir við upplýsingaöflun, upplýsingafátækt, hliðvarsla, lögmálið um minnsta fyrirhöfn og mismunandi form upplýsingaleitar.

X

Skóli margbreytileikans og hið óvenjulega samfélag (INT002M)

Námskeiðið er inngangsnámskeið um inngildandi menntun og skóla án aðgreiningar. Söguleg dæmi um sérkennslu eru skoðuð og sett í samhengi við kenningar og sjónarmið frá fötlunarfræði, hugtök um brennimerkingu og öðrun, lýðræði og félagslegt réttlæti. Námskeiðið veitir nemendum skilning á því hvernig vinna má með margbreytilegum hópum í námi og kennslu, og hvernig kennarar og skólar geta unnið með nemendum sem hafa sérstakar þarfir og fjölskyldum þeirra í almennum skólum.

X

Kennslufræði og skipulag stoðþjónustu (MAL204F)

Tilgangur námskeiðsins er að undirbúa þátttakendur til að leiða og skipuleggja stoðþjónustu í samstarfi við fagaðila innan og utan skóla. Að þátttakendur séu undirbúinir undir að starfa samkvæmt lögum og reglugerðum er snúa að skólastarfi. Sérstaklega ber að nefna lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) sem leggja þá ábyrgð á starfsfólk skóla að fylgjast með velferð og farsæld barna og fjölskyldna og meta þörf fyrir þjónustu, að bregðast við þörfum barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur og að hafa samráð með það að markmiði að þjónusta sé samfelld í þágu velferðar barna og foreldra.

Í lok námskeiðsins eiga þátttakendur að geta metið, undirbúið og skipulagt stuðning fyrir einstaklinga og hópa og fylgt þeirri framkvæmd eftir á markvissan hátt. Þátttakendur eiga að vera færir um að leiða og skipuleggja samstarf við foreldra, fagaðila innan og utan skóla og aðra sem koma að málefnum barna og ungmenna og þekkja hlutverk tengiliða skv. fyrrgreindum lögum um farsæld.

Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Nemendur vinna vettvangstengd verkefni. Kennt er í staðlotum, nokkrum síðdegistímum og á vefnum (Canvas).

X

Fötlun og menning (FFR102M)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er að rýna í stöðu og ímynd fatlaðs fólks og birtingarmyndir fötlunar í (dægur)menningu og listum. Fjallað verður um ímyndir og hlutverk fatlaðs fólks í sögulegu samhengi, dægurmenningu, fjölmiðlum, bókmenntum, listum og almennri orðræðu. Sérstök áhersla verður lögð á (list)menningu fatlaðs fólks, sjálfskilning, kvenleika og karlmennsku. Rýnt verður í fötlun sem einn lið í fjölbreytileika samfélaga og staðsetningu fatlaðs fólks í menningu og sögu.

X

Þekkingarmiðlun (UPP223F)

Fjallað verður um hlutverk safna og annarra skipulagsheilda varðandi miðlun upplýsinga og þekkingar í nútíma samfélagi. Áhersla verður lögð á uppbyggingu og skipulag upplýsingaþjónustu, einkum rafræna þjónustu, sem og þróun og nýsköpun í beitingu upplýsingatækni. Kynnt verða grunnatriði varðandi upplýsingaviðtöl og viðtalstækni. Fjallað verður um lagasetningu, siðfræðilega hlið upplýsingaþjónustu og starfsreglur fyrir mismunandi safnategundir. Jafnframt verður fallað um aðferðir við mat á gæðum upplýsingaþjónustu.

Vinsamlega athugið að námskeiðið er kennt annað hvert ár. Næsta námskeið er á vormisseri 2026 , 2028, 2030 og svo framvegis.

X

Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)

Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta  (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og kenningum um áhugahvöt til náms (motivation in education).
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Safnafræði á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.