Skip to main content

Upplýsingafræði, MIS

Upplýsingafræði, MIS

Félagsvísindasvið

Upplýsingafræði

MIS gráða – 120 einingar

Famhaldsnám í upplýsingafræði tekur á þróun og nýsköpun á sviði langtímavarðveislu gagna og vinnur að lausnum varðandi aðgengi að gögnum og miðlun upplýsinga og þekkingar.
MIS nám er fyrir þau sem ekki hafa grunn í upplýsingafræði. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Upplýsinga- og skjalastjórn hjá skipulagsheildum (UPP105F)

Fjallað verður um sögu og þróun upplýsinga- og skjalastjórnar og kynnt til sögunnar ýmis félög og samtök á sviðinu í Evrópu, Ameríku og Ástralíu. Fjallað er um lög, reglugerðir og reglur um upplýsingar, skjöl og skjalasöfn og farið í aðferðir, tilgang og markmið upplýsinga- og skjalastjórnar. Framkvæmd skjalakönnunar og hönnun skjalaflokkunarkerfis verður kennd og fjallað um gerð skjalavistunaráætlunar. Fjallað verður um gæðastaðal um skjalastjórn ISO 15489, skjalakerfi, öryggisáætlanir fyrir skjöl, frágang eldri skjala. Lögð verður áhersla á skipulag gagna óháð formi. Sýnt verður fram á hvernig hægt er að nota ýmis konar hugbúnað við skipulagningu gagna, skráningu, vistun og endurheimt. Farið verður í þarfagreiningu og innleiðingu á upplýsinga- og skjalastjórn. Nemendur þurfa að geta hannað flokkunarkerfi fyrir upplýsingar og skjöl og kortlagt upplýsingar og skjöl í skipulagsheildum. Farið verður í heimsóknir á ólík skjalasöfn og unnið á vinnustofu um gerð málalykla. Nemendur vinna hópverkefni og einstaklingsverkefni á misserinu.

X

Internetið og upplýsingaleitir (UPP215F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á mikilvægi aðgangs að þekkingu og upplýsingum og þeir kynnist og geti beitt aðferðum við að meta þekkingar- og upplýsingalindir, einkum á rafrænu formi. Fjallað verður um notkun internetsins við upplýsingaleit og til samskipta t.d. með samfélagsmiðlum og farið í leitartækni og leitarvélar á internetinu. Enn fremur verður fjallað um  mismunandi tegundir rafrænna heimildalinda á ólíkum fræðasviðum og gerð grein fyrir leitaraðferðum. Nemendur munu öðlast reynslu í rafrænni upplýsingaleit og þjálfun í að leiðbeina öðrum við leitir.

X

Starfsemi bókasafna: Stjórnun, stefnumótun og þróun í faglegu starfi (UPP113F)

Fjallað verður stuttlega um sögulega þróun bókasafna- og upplýsingamála á Íslandi og bókasafnskerfi landsins og safnategundir innan þess kynnt. Fjallað um stjórnun, þróun og innleiðingu breytinga í starfsemi safna. Starfsvettvangur bókasafna verður kynntur, fjallað um hlutverk og starfsemi mismunandi tegunda safna samkvæmt lögum,  reglugerðum, alþjóðlegum yfirlýsingum, fagleg viðhorf, siðfræði og félagsmál stéttarinnar. Einnig verður fallað um helstu viðfangsefni í starfsemi og rekstri mismunandi safnategunda sem og þróun og nýsköpun á fræðasviðinu. Farið verður í gerð aðfangastefnu hjá mismunandi tegundum safna og upplýsingastofnana, uppbyggingu og viðhald safnkosts á mismunandi formi. Áhersla verður lögð á efnisval, innkaup og umsýslu rafrænna gagna, svo sem séráskriftir háskólabókasafna og sérfræðibókasafna, Landsaðgang og Rafbókasafnið.

X

Upplýsingafræði og miðlun í samfélagi margbreytileikans (UPP109F)

Í námskeiðinu verður fjallað um sígild viðfangsefni og kynntir helstu straumar og stefnur á sviði upplýsingafræði.  Áhersla verður lögð á að fjalla um fræðilegar skilgreiningar, kenningar og líkön varðandi upplýsingahegðun og upplýsinga- og miðlalæsi, sem og áhrifaþætti við öflun og miðlun upplýsinga og þekkingar. Fjallað verður um eðli og einkenni upplýsinga og þekkingar. Gerð verður grein fyrir þróun rannsókna á sviðinu og hugsanlegri hagnýtingu slíkra rannsókna á starfsvettvangi. Fjallað verður um skilgreiningar og kenningar um upplýsinga- og miðlalæsi. Einnig verður fjallað um upplýsingahegðun út frá mismunandi samfélagshópum og gerð grein fyrir hugtökum og kenningalegri nálgun á því sviði, svo sem upplýsingaþörf , upplýsingasvæði, hindranir við upplýsingaöflun, upplýsingafátækt, hliðvarsla, lögmálið um minnsta fyrirhöfn og mismunandi form upplýsingaleitar.

X

Skipulagning þekkingar (UPP112F)

Fjallað verður um aðferðir við skipulagningu þekkingar. Farið verður í hugmyndafræði og kenningarlega þekkingu varðandi bókfræðilegrar skráningar, skráningarreglur, lýsigagnastaðla og skráningarsnið. Einnig verður fjallað um alþjóðlega skráningarsamvinnu og samvinnu innanlands við skráningu í samskrá íslenskra bókasafna. Kynntar verða helstu nýjungar  á sviði skráningar í alþjóðlegu samhengi. Einnig verður fjallað um mismunandi aðferðir við efnisgreiningu og þann fræðilega grunn sem lyklun viðfanga byggir á, markmið lyklunar og lyklunarmál. Kynntir verða staðlar á sviði lyklunar, s.s. ÍST 90 og ÍST 5963. Nemendur kynnast gerð sértækra kerfisbundinna efnisorðalykla og vinna verkefni á því sviði. Fjallað verður um helstu aðferðir við efnisorðagjöf og nemendur fá tækifæri til þess að lykla með aðstoð kerfisbundinnar efnisorðaskrár. Einnig verður fjallað um alþjóðleg samvinnuverkefni um skipulagningu þekkingar og nafnmyndastjórnun á merkingarvefnum (semantic web).

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

X

Mannauðsstjórnun ríkis og sveitarfélaga (OSS102F)

Fjallað er um mannauðsstjórnun hjá hinu opinbera. Farið er yfir lög og reglur sem gilda um réttarsamband opinberra starfsmanna við vinnuveitendur, samskipti á vinnumarkaði og uppbyggingu launakerfis opinberra starfsmanna. Rætt er um helstu tæki og tól við mannauðsstjórnun svo sem mannauðskerfi, aðferðir við val á starfsmönnum, notkun starfs- og árangursmats, starfsmannasamtöl og mótun og eftirfylgni með starfsmannastefnum. Fjallað verður um sálfræðilega samninginn, ýmis vandamál sem upp geta komið á vinnustað og vinnuvernd og öryggismál.

X

Lesnámskeið í MA-námi (UPP501F)

10 eininga lesnámskeið sem nemendur taka annað hvort haust, vor eða sumar í samráði við umsjónarkennara sérhæfingarinnar.

Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimildaritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við leiðbeinanda í meistaraverkefni. Nemandinn hefur samband við leiðbeinanda varðandi það að taka lesnámskeiðið og um fyrirkomulag þess.

X

Gæðastjórnun (IÐN101M)

Markmið: Nemendur fái skilning á uppruna og þróun gæðastjórnunar og hvernig fyrirtæki og stofnanir geta byggt upp stjórnkerfi á grundvelli alþjóðlegs gæðastjórnunarstaðals. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um gæðahugtakið, innri og ytri viðskiptavini, gæðabrag, umbótaferli, liðsvinnu, gæðakostnað og gæðahringhrás og samhengi gæðastjórnunar og hönnunar og notkun tölfræði í gæðastjórnun. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um ISO9001 gæðastaðalinn og nemendur fást við hann í hópvinnu með því að skoða kröfur hans í samhengi við starfandi fyrirtæki.

X

Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn (HMM120F)

Starf vefstjórans hefur tekið miklum breytingum með stöðugri tækniþróun og áherslu á stafrænar lausnir. Leitast verður við að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans. Rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði vefmiðlunar, nemendur kynnast nauðsynlegum tækjum og tólum og við fáum til okkar góða gesti sem hafa fjölbreytta starfsreynslu sem vefstjórar, vefritstjórar og á sviði stafrænnar miðlunar.

Starf vefritstjóra er iðulega samofið almennri vefstjórn. Nemendur fá góða innsýn í ritstjórn vefja og skrifum fyrir stafræna miðla. Fjallað verður um helstu þætti sem vefstjóri / vefritstjóri þarf að hafa vald á, svo sem upplýsingaarkitektúr, skrifum fyrir vef, framsetningu myndefnis, grundvallaratriði í vefhönnun, aðgengismál, nytsemi, öryggismál, vefmælingar, vefumsjónarkerfi, grunntækni vefviðmótsins, helstu hugtök og skilgreiningar í tækni vefsins og netsins.

Nemendur setja upp eigin vef og nota til þess vefumsjónarkerfi að eigin vali, t.d WordPress eða Wix, sem bæði eru til í ókeypis útgáfum, og er hluta verkefna skilað þar. Þannig öðlast nemendur þjálfun í að setja upp einfaldan vef og byggja upp leiðakerfi. Athygli er sérstaklega vakin á því að í námskeiðinu er ekki kennsla á vefumsjónarkerfi. Þeim sem ekki hafa reynslu af notkun þeirra fyrir er bent á að á YouTube má finna fjölda myndbanda þar sem hægt er að læra á kerfin, allt frá grunnatriðum og upp í mun flóknari þætti en ætlast er til að í þessu námskeiði.

X

Söfn á Íslandi (UPP003F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.

Námskeiðið er ætlað íslenskum og erlendum stúdentum.

X

Söfn erlendis (UPP004F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til þjóðbókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.
X

Opinber stjórnsýsla (OSS111F)

Á þessu kynningar- og inngangsnámskeiði fá nemendur heildaryfirsýn yfir skipulag og þróun opinberrar stjórnsýslu. Fjallað er um megineinkenni opinberrar stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal grundvöll hennar og helstu mótunarþætti. Í námskeiðinu er farið yfir grundvallarhugtök stjórnsýslufræðanna. Kynntar eru helstu kenningar um skipulagsheildir, valddreifingu og ákvörðunartöku í opinberri stjórnsýslu og lýst þróun stjórnsýslufræðinnar sem fræðigreinar. Athyglinni er sérstaklega beint að tengslum milli opinberrar stjórnsýslu og stjórnmála og áhrifum þeirra tengsla á uppbyggingu, starfshætti og stefnumótun. Áhersla er lögð á greiningu og skilning á því hvað skilur að einkarekstur annars vegar og opinberan rekstur og þjónustu hins vegar.

Athugið að námskeiðið er aðeins kennt með fjarnámssniði. 

2x40 mínútna fyrirlestrar sendir út á netinu og 1x40 mínútna fyrirspurnar- og umræðutími á netinu (Zoom-fundir) á viku.

X

Vettvangsnám I (UPP008F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Kennsla: Bókasafns- og upplýsingafræðingar, menntaðir skjalastjórar og skjalaverðir, leiðbeinendur, á viðkomandi safni.

Markmið: Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála.
Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti og við verður komið.

Námsmat: Nemandi dvelur á safni eina vinnuviku, 40 klst., og vinnur að þeim verkefnum sem upplýsingafræðingur, menntaður skjalastjóri eða skjalavörður, leiðbeinandi hans á safninu, leggur fyrir. Nemandi ákveður í samráði við viðkomandi leiðbeinanda hvernig tímaskiptingu er háttað, þ.e. hvort tímanum er dreift á eina eða tvær vikur eða jafnvel lengur. Nemandi skilar skriflegri skýrslu (2500-3000 orð) um vettvangsnámið til umsjónarkennara tveimur vikum eftir að vettvangsnámi lýkur. Upplýsingar um skilafrest er að finna á kennsluvef námskeiðsins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir lagaumhverfi þess safns þar sem námið var stundað, helstu þáttum í starfsemi þess ásamt þeim starfsþáttum sem neminn fékk sérstaka leiðsögn um. Ennfremur er gert ráð fyrir að neminn fjalli um reynslu sína af vettvangsnáminu, hvað hafi staðið upp úr, hvað hafi komið á óvart og hvernig námið hafi helst nýst viðkomandi nemanda. Skýrslan á að vera undirrituð af bókasafns- og upplýsingafræðingi, skjalastjóra eða skjalaverði á viðkomandi safni. Einkunnagjöf er "staðið" eða "fall".

X

Hagnýtt verkefni (UPP010F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP011F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP005F)

Umsjón: Fastir kennarar við námsbraut í upplýsingafræði.

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda.

Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. 

(2 ECTS) er um 50-60 stundir.

(5 ECTS) er um 125-150 stundir

(10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Samskipti manns og tölvu (TÖL502M)

Kennt að jafnaði annað hvert ár.

Markmið námskeiðsins er að leyfa nemendum að kafa dýpra í einstaka afmarkaða þætti í samskiptum manns og tölvu heldur en gert er námskeiðinu Viðmótsforritun HBV201G sem er inngangsnámskeið í faginu.   Þættirnir eru hönnun notendaviðmóta með frumgerðum, forritun snjalltækja og viðtaka notenda á hugbúnaðinum.  Lögð verður áhersla á mismunandi tækni og tól til að gera frumgerðir. Áhersla er á hönnun notendaviðmóta og útfærsla þeirra í snjallsíma eða spjaldtölva (native).  Þróunarferli miðast allt við að tryggja aðgengileika búnaðarins og viðtöku notenda. Nemendur vinna að litlum einstaklingsverkefnum en einnig að stærri verkefnum í hópum. 

X

Starfsumhverfi og stjórnun sveitarfélaga (OSS119F)

Sveitarfélögin mynda annan meginstofn íslenskrar stjórnsýslu. Markmið námskeiðsins er að nemendur geri sér grein fyrir starfsumhverfi þeirra og fái innsýn í stjórnun og vinnuferla á þessu mikilvæga stjórnsýslustigi. Í námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir stjórnskipulega stöðu og hlutverk sveitarfélaga, lagareglur sem lúta að störfum sveitarstjórna og helstu verkefnum sveitarfélaganna. Fjallað verður um kosti þessi að skipta ríkjum í sveitarfélög, með hliðsjón af kenningum um lýðræði, hagkvæmni og valddreifingu. Farið verður yfir hvað felst í hlutverki sveitarfélaga annars vegar sem lýðræðislegra stjórnvalda og hins vegar sem þjónustuveitenda. Stuttlega verður einnig vikið að samskiptum ríkis og sveitarfélaga, þ. á m. að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tekjustofnum sveitarfélaga.

X

Vettvangsnám II (UPP009F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti
og við verður komið.

X

Vefstjórnun og upplýsingaarkitektúr (UPP110F)

Markmið námskeiðisins er að kynna nemendur fyrir upplýsingaarkitektúr ásamt nokkrum grunnþáttum vefstjórnunar. Í námskeiðinu verður farið nokkuð ítarlega í upplýsingaarkitektúr svo sem uppbyggingu veftrés, leiðakerfi, nafnakerfi, út frá hegðun og þörfum notenda. Einnig verður farið lauslega í aðra þætti vefstjórnunar eins og þarfagreiningu, notendaprófanir og aðgengi að vefjum.

X

Persónuvernd og upplýsingaöryggi (UPP220F)

Á námskeiðinu er fjallað um nýlegar áskoranir upplýsingafræðinga á sviði persónuverndar. Gerð verður grein fyrir mikilvægum breytingum á löggjöf um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga ásamt reglugerð (e. General Data Protection Regulations – GDPR) sem tóku gildi í maí 2018. Farið verður í þær breytingar sem lögin hafa haft í för með sér fyrir fyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Mikilvæg hugtök og verkefni sem fylgja nýju lögum verða rædd, s.s. ólík hlutverk ábyrgðaraðila og vinnsluaðila, meðalhóf, réttinn til að gleymast, upplýst samþykki, persónugreinanleg gögn, áhættumat og gerð samninga við vinnsluaðila. Þá verður fjallað sérstaklega um hlutverk persónuverndarfulltrúa hjá fyrirtækjum og stofnunum.  Fjallað verður um upplýsingaöryggi m.t.t. nýrra persónuverndarlaga, notkun samfélagsmiðla og skýjaþjónusta og upplýsingaöryggisstefnu. Nemendur þurfa að þekkja og skilja lög, reglur og kenningar sem tengjast persónuvernd, upplýsingaöryggi og rafrænum vörsluútgáfum. Nemendur þurfa að hafa þekkingu á gerð vinnsluskráa um persónugreinanleg gögn og gerð áhættumats um meðferð persónuupplýsinga auk verklýsinga og vinnuleiðbeininga. Unnin verða hagnýt verkefni í nánu samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir.

Vinsamlega athugið að námskeiðið er kennt annað hvert ár. Næsta námskeið er á vormisseri 2026, 2028, 2030 og svo framvegis.

X

Hagnýting upplýsingatækni (UPP221F)

Á námskeiðinu er fjallað um ýmsa hagnýta þætti upplýsingatækni sem nýtast við stefnumótun og ákvarðanatöku á sviði upplýsinga- og skjalastjórnar. Fjallað er um hugtök og skilgreiningar tengd forritun, hönnun og byggingu upplýsingakerfa. Fjallað er um öryggi gagna, langtímavarðveislu rafrænna gagna, innbyggða persónuvernd og stafræna þróun. Farið er í gagnasafnsfræði, uppbyggingu og skipulag gagnagrunna, og SQL-fyrirspurnamálið.
Lögð er áhersla á að nemendur auki færni sína í skráningu og úrvinnslu gagna í mismunandi upplýsingakerfum og gagnagrunnum. Farið verður yfir undirbúning og vinnslu rafrænna vörsluútgáfa frá ólíkum sjónarhornum, þ.e. fyrirtæki/stofnunar, Þjóðskjalasafns Íslands og hugbúnaðarframleiðanda auk verklýsinga og vinnuleiðbeininga fyrir rafræn skil til Þjóðskjalasafns eða héraðsskjalasafns. Nemendur fá innsýn í skilgreiningar, aðferðir og áherslur upplýsingatækni til þess að geta tekið markvissar ákvarðanir um val á kerfum, átt árangursríkt samtal og skilvirka samvinnu við aðra sérfræðinga í stjórnun upplýsinga og lagt sitt af mörkum til þess að kerfin, sem notuð eru til upplýsinga- og skjalastjórnar, séu notendavæn, örugg og aðgengileg þeim sem mega nota þau. Áhersla er lögð á að leysa hagnýt verkefni í samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir.

Vinsamlega athugið að námskeiðið er kennt annað hvert ár. Næsta námskeið er á vormisseri 2026, 2028, 2030 og svo framvegis.

X

Stjórnun þekkingar og gæða (UPP222F)

Fjallað verður um notkun skjalakerfa, hópvinnukerfa, innra nets og samfélagsmiðla á vinnustað til að miðla og dreifa gögnum, upplýsingum og þekkingu. Nemendur þurfa að þekkja og skilja kenningar og líkön í þekkingarstjórnun svo og tengsl mannauðsstjórnunar og þekkingarstjórnunar við upplýsingastjórnun. Nemendur fá kynningu á upplýsingakerfi sem er sérhannað til þess að halda utan um upplýsingar, skjöl, skjalastjórn og afgreiðslu mála. Farið verður í rekstraröryggi upplýsingakerfa, lagalegt umhverfi þeirra svo og skipulagningu upplýsinga. Farið verður í gæðamál og gæðastjórnun og fjallað um ólíka staðla s.s. ISO 9000 stjórnunarstaðal, ISO 14000 umhverfisstaðal, ISO 27001 staðal um upplýsingaöryggi og ÍST 85 jafnlaunastaðal. Nemendur þurfa að hafa þekkingu á gerð gæðahandbóka, gæðaskráa, verklagsreglna og vinnulýsinga í gæðakerfum og vera færir um að meta gæði þessara gagna. Fjallað er um stafræna þróun á Íslandi á vinnustofu í samstarfi við Stafrænt Ísland. Fjallað verður um ýmsar aðferðir til þess að markaðssetja stjórnendum og öðru starfsfólki skipulagsheilda hugmyndina um nútíma upplýsingastjórnun.

X

Þekkingarmiðlun (UPP223F)

Fjallað verður um hlutverk safna og annarra skipulagsheilda varðandi miðlun upplýsinga og þekkingar í nútíma samfélagi. Áhersla verður lögð á uppbyggingu og skipulag upplýsingaþjónustu, einkum rafræna þjónustu, sem og þróun og nýsköpun í beitingu upplýsingatækni. Kynnt verða grunnatriði varðandi upplýsingaviðtöl og viðtalstækni. Fjallað verður um lagasetningu, siðfræðilega hlið upplýsingaþjónustu og starfsreglur fyrir mismunandi safnategundir. Jafnframt verður fallað um aðferðir við mat á gæðum upplýsingaþjónustu.

Vinsamlega athugið að námskeiðið er kennt annað hvert ár. Næsta námskeið er á vormisseri 2026 , 2028, 2030 og svo framvegis.

X

Vefstjórnun og samfélagsmiðlar (UPP219F)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendur fyrir notkun samfélagsmiðla í tengslum við vefstjórnun. Fjallað verður um helstu tegundir samfélagsmiðla og hvernig þeir nýtast við þekkingarmiðlun og samskipti við mismunandi hópa. Einnig verður farið í skipulagning og stjórnun samfélagsmiðla á vef.

X

Innflytjendur og flóttafólk – Stuðningur bókasafna við aðlögun (UPP225F)

 Í þessu námskeiði verður fjallað um hlutverk bókasafna við að auðvelda samþættingu og félagslega aðlögun flóttafólks og innflytjenda að samfélaginu. Kynntar verða kenningar á sviði málaflokksins, auk alþjóðlegra, innlendra og staðbundinna stefnumótana og laga sem hafa áhrif á þjónustu bókasafna við flóttafólk og innflytjendur. Jafnframt verður fjallað um hagnýt dæmi um það hvernig bókasöfn hafa nálgast viðfangsefnið og veitt þjónustu sem tekur mið af þörfum flóttafólks og innflytjenda. Nálgunin í námskeiðinu er þverfræðileg þar sem byggt verður á þekkingu úr upplýsingafræði, mannfræði, fólksflutningafræði og félagsfræði. Tilgangurinn með því að skoða viðfangsefnið út frá víðu sjónarhorni er að leitast við að draga fram hvernig mismunandi tegundir bókasafna geta lagt sitt af mörkum með aðlögunaraðgerðum, veitt nauðsynlega þjónustu og stutt bæði staðbundnar og landsbundnar stefnur sem miða að aðlögun innflytjenda og flóttafólks. Markmiðið er að nemendur öðlist djúpan skilning á þeim margþættu hlutverkum sem bókasöfn gegna í samþættingarferlinu, séu í stakk búin til að greina og þróa bókasafnsþjónustu sem styður á áhrifaríkan hátt við velferð fjölbreyttra hópa innflytjenda og flóttafólks. Fyrirlestrar verða á ensku og byggir námsmat á verkefnum sem vinna má á íslensku, öðru Norðurlandamáli eða ensku.

X

Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana (OSS204F)

Fjallað verður um íslensk stjórnvöld, íslenska stjórnsýslukerfið, reglur sem gilda um samskipti og yfirstjórn innan stjórnsýslukerfisins, um meðferð stjórnsýslumála og upplýsingarétt almennings. Aðalháerslan er á meðferð stjórnsýslumála og þýðingu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í því sambandi. 

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Lesnámskeið í MA-námi (UPP501F)

10 eininga lesnámskeið sem nemendur taka annað hvort haust, vor eða sumar í samráði við umsjónarkennara sérhæfingarinnar.

Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimildaritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við leiðbeinanda í meistaraverkefni. Nemandinn hefur samband við leiðbeinanda varðandi það að taka lesnámskeiðið og um fyrirkomulag þess.

X

Skipulag og stjórnun stofnana (OSS202F)

Fjallað er um helstu kenningar um skipulagsheildi (organizational theory) og atferli innan skipulagsheilda (organizational behavior). Áhersla er á skipulag og stjórnun opinberra stofnana og fyrirtækja. Markmið áfangans er að veita nemendum innsýn í fræðilega umfjöllun um viðfangsefnin ásamt hagnýtingu tiltekinna stjórnunaraðferða.

X

Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana (OSS204F)

Fjallað verður um íslensk stjórnvöld, íslenska stjórnsýslukerfið, reglur sem gilda um samskipti og yfirstjórn innan stjórnsýslukerfisins, um meðferð stjórnsýslumála og upplýsingarétt almennings. Aðalháerslan er á meðferð stjórnsýslumála og þýðingu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í því sambandi. 

X

Söfn erlendis (UPP004F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til þjóðbókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.
X

Söfn á Íslandi (UPP003F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.

Námskeiðið er ætlað íslenskum og erlendum stúdentum.

X

Vettvangsnám I (UPP008F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Kennsla: Bókasafns- og upplýsingafræðingar, menntaðir skjalastjórar og skjalaverðir, leiðbeinendur, á viðkomandi safni.

Markmið: Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála.
Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti og við verður komið.

Námsmat: Nemandi dvelur á safni eina vinnuviku, 40 klst., og vinnur að þeim verkefnum sem upplýsingafræðingur, menntaður skjalastjóri eða skjalavörður, leiðbeinandi hans á safninu, leggur fyrir. Nemandi ákveður í samráði við viðkomandi leiðbeinanda hvernig tímaskiptingu er háttað, þ.e. hvort tímanum er dreift á eina eða tvær vikur eða jafnvel lengur. Nemandi skilar skriflegri skýrslu (2500-3000 orð) um vettvangsnámið til umsjónarkennara tveimur vikum eftir að vettvangsnámi lýkur. Upplýsingar um skilafrest er að finna á kennsluvef námskeiðsins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir lagaumhverfi þess safns þar sem námið var stundað, helstu þáttum í starfsemi þess ásamt þeim starfsþáttum sem neminn fékk sérstaka leiðsögn um. Ennfremur er gert ráð fyrir að neminn fjalli um reynslu sína af vettvangsnáminu, hvað hafi staðið upp úr, hvað hafi komið á óvart og hvernig námið hafi helst nýst viðkomandi nemanda. Skýrslan á að vera undirrituð af bókasafns- og upplýsingafræðingi, skjalastjóra eða skjalaverði á viðkomandi safni. Einkunnagjöf er "staðið" eða "fall".

X

Stefnumótun stofnana (OSS201F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum hagnýta þjálfun við gerð stefnumótandi áætlunar (strategic planning). Nemendur vinna slíka áætlun fyrir stofnun sem þeir velja. Byggt er á aðferðafræði John M. Brysons.  Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við stöðumat, mótun stefnumiða og gerð stefnuáætlunar.  Fjallað verður um gerð árangursmælikvarða á grundvelli stefnumiða.  Fjallað er um fræðilegan bakgrunn aðferðarinnar.

X

Vettvangsnám II (UPP009F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti
og við verður komið.

X

Hagnýtt verkefni (UPP011F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP010F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

X

Hagnýtt verkefni (UPP005F)

Umsjón: Fastir kennarar við námsbraut í upplýsingafræði.

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda.

Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. 

(2 ECTS) er um 50-60 stundir.

(5 ECTS) er um 125-150 stundir

(10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Málstofa í ritun meistararitgerða í mannfræði og upplýsingafræði (UPP208F)

Námskeiðinu er ætlað að aðstoða nemendur við ritun meistararitgerða. Fjallað er um hvað felst í ritun meistararitgerða og nemendum gefið tækifæri til að fjalla um ritgerðarefni sitt. Tilgangurinn með málstofunni er að skapa „rými“ (rafrænt og á staðnum) til að vinna að meistararitgerð með stuðningi frá kennurum og samnemendum. Nemendur eru mislangt komnir og efnistökin ólík en eiga það sameiginlegt að stunda eigin rannsókn. Skrif meistararitgerðar felur í sér bæði fræðilega og greinandi vinnu og þá er gott að vera í samfloti við aðra sem eru í sama ferli.

Í málstofunni vinnur hver og einn að eigin verkefni í takt við hugmyndafræðina „Shut up and write!“ Þetta er leið sem felur í sér að kennari er með stuttan inngang og síðan vinna nemendur sjálfstætt að eigin verkefni í tímanum. Í seinni hluta málstofu kynna nemendur eigin verkefni. Miðað er við hver kynning ásamt umræðum taki um 20 mínútur.

Kennsla fer fram aðra hverja viku, í alls 7 skipti.

Einkunn: Staðið/Fall

X

Söfn á Íslandi (UPP003F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.

Námskeiðið er ætlað íslenskum og erlendum stúdentum.

X

Vettvangsnám II (UPP009F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti
og við verður komið.

X

Vettvangsnám I (UPP008F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Kennsla: Bókasafns- og upplýsingafræðingar, menntaðir skjalastjórar og skjalaverðir, leiðbeinendur, á viðkomandi safni.

Markmið: Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála.
Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti og við verður komið.

Námsmat: Nemandi dvelur á safni eina vinnuviku, 40 klst., og vinnur að þeim verkefnum sem upplýsingafræðingur, menntaður skjalastjóri eða skjalavörður, leiðbeinandi hans á safninu, leggur fyrir. Nemandi ákveður í samráði við viðkomandi leiðbeinanda hvernig tímaskiptingu er háttað, þ.e. hvort tímanum er dreift á eina eða tvær vikur eða jafnvel lengur. Nemandi skilar skriflegri skýrslu (2500-3000 orð) um vettvangsnámið til umsjónarkennara tveimur vikum eftir að vettvangsnámi lýkur. Upplýsingar um skilafrest er að finna á kennsluvef námskeiðsins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir lagaumhverfi þess safns þar sem námið var stundað, helstu þáttum í starfsemi þess ásamt þeim starfsþáttum sem neminn fékk sérstaka leiðsögn um. Ennfremur er gert ráð fyrir að neminn fjalli um reynslu sína af vettvangsnáminu, hvað hafi staðið upp úr, hvað hafi komið á óvart og hvernig námið hafi helst nýst viðkomandi nemanda. Skýrslan á að vera undirrituð af bókasafns- og upplýsingafræðingi, skjalastjóra eða skjalaverði á viðkomandi safni. Einkunnagjöf er "staðið" eða "fall".

X

Söfn erlendis (UPP004F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til þjóðbókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.
X

Lesnámskeið í MA-námi (UPP501F)

10 eininga lesnámskeið sem nemendur taka annað hvort haust, vor eða sumar í samráði við umsjónarkennara sérhæfingarinnar.

Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimildaritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við leiðbeinanda í meistaraverkefni. Nemandinn hefur samband við leiðbeinanda varðandi það að taka lesnámskeiðið og um fyrirkomulag þess.

X

Hagnýtt verkefni (UPP005F)

Umsjón: Fastir kennarar við námsbraut í upplýsingafræði.

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda.

Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. 

(2 ECTS) er um 50-60 stundir.

(5 ECTS) er um 125-150 stundir

(10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP010F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

X

Hagnýtt verkefni (UPP011F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

MIS-ritgerð í upplýsingafræði (UPP442L, UPP442L, UPP442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

MIS ritgerð er 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami aðili. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 30.000–40.000 orð, 40 eininga ritgerð er í kringum 25.000–30.000 orð og 30 eininga ritgerð á bilinu 20.000–25.000 orð.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Námsbraut tilnefnir prófdómara og er tilnefningin staðfest af deildarráði.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MIS-ritgerð í upplýsingafræði (UPP442L, UPP442L, UPP442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

MIS ritgerð er 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami aðili. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 30.000–40.000 orð, 40 eininga ritgerð er í kringum 25.000–30.000 orð og 30 eininga ritgerð á bilinu 20.000–25.000 orð.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Námsbraut tilnefnir prófdómara og er tilnefningin staðfest af deildarráði.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MIS-ritgerð í upplýsingafræði (UPP442L, UPP442L, UPP442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

MIS ritgerð er 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami aðili. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 30.000–40.000 orð, 40 eininga ritgerð er í kringum 25.000–30.000 orð og 30 eininga ritgerð á bilinu 20.000–25.000 orð.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Námsbraut tilnefnir prófdómara og er tilnefningin staðfest af deildarráði.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Upplýsinga- og skjalastjórn hjá skipulagsheildum (UPP105F)

Fjallað verður um sögu og þróun upplýsinga- og skjalastjórnar og kynnt til sögunnar ýmis félög og samtök á sviðinu í Evrópu, Ameríku og Ástralíu. Fjallað er um lög, reglugerðir og reglur um upplýsingar, skjöl og skjalasöfn og farið í aðferðir, tilgang og markmið upplýsinga- og skjalastjórnar. Framkvæmd skjalakönnunar og hönnun skjalaflokkunarkerfis verður kennd og fjallað um gerð skjalavistunaráætlunar. Fjallað verður um gæðastaðal um skjalastjórn ISO 15489, skjalakerfi, öryggisáætlanir fyrir skjöl, frágang eldri skjala. Lögð verður áhersla á skipulag gagna óháð formi. Sýnt verður fram á hvernig hægt er að nota ýmis konar hugbúnað við skipulagningu gagna, skráningu, vistun og endurheimt. Farið verður í þarfagreiningu og innleiðingu á upplýsinga- og skjalastjórn. Nemendur þurfa að geta hannað flokkunarkerfi fyrir upplýsingar og skjöl og kortlagt upplýsingar og skjöl í skipulagsheildum. Farið verður í heimsóknir á ólík skjalasöfn og unnið á vinnustofu um gerð málalykla. Nemendur vinna hópverkefni og einstaklingsverkefni á misserinu.

X

Internetið og upplýsingaleitir (UPP215F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á mikilvægi aðgangs að þekkingu og upplýsingum og þeir kynnist og geti beitt aðferðum við að meta þekkingar- og upplýsingalindir, einkum á rafrænu formi. Fjallað verður um notkun internetsins við upplýsingaleit og til samskipta t.d. með samfélagsmiðlum og farið í leitartækni og leitarvélar á internetinu. Enn fremur verður fjallað um  mismunandi tegundir rafrænna heimildalinda á ólíkum fræðasviðum og gerð grein fyrir leitaraðferðum. Nemendur munu öðlast reynslu í rafrænni upplýsingaleit og þjálfun í að leiðbeina öðrum við leitir.

X

Starfsemi bókasafna: Stjórnun, stefnumótun og þróun í faglegu starfi (UPP113F)

Fjallað verður stuttlega um sögulega þróun bókasafna- og upplýsingamála á Íslandi og bókasafnskerfi landsins og safnategundir innan þess kynnt. Fjallað um stjórnun, þróun og innleiðingu breytinga í starfsemi safna. Starfsvettvangur bókasafna verður kynntur, fjallað um hlutverk og starfsemi mismunandi tegunda safna samkvæmt lögum,  reglugerðum, alþjóðlegum yfirlýsingum, fagleg viðhorf, siðfræði og félagsmál stéttarinnar. Einnig verður fallað um helstu viðfangsefni í starfsemi og rekstri mismunandi safnategunda sem og þróun og nýsköpun á fræðasviðinu. Farið verður í gerð aðfangastefnu hjá mismunandi tegundum safna og upplýsingastofnana, uppbyggingu og viðhald safnkosts á mismunandi formi. Áhersla verður lögð á efnisval, innkaup og umsýslu rafrænna gagna, svo sem séráskriftir háskólabókasafna og sérfræðibókasafna, Landsaðgang og Rafbókasafnið.

X

Upplýsingafræði og miðlun í samfélagi margbreytileikans (UPP109F)

Í námskeiðinu verður fjallað um sígild viðfangsefni og kynntir helstu straumar og stefnur á sviði upplýsingafræði.  Áhersla verður lögð á að fjalla um fræðilegar skilgreiningar, kenningar og líkön varðandi upplýsingahegðun og upplýsinga- og miðlalæsi, sem og áhrifaþætti við öflun og miðlun upplýsinga og þekkingar. Fjallað verður um eðli og einkenni upplýsinga og þekkingar. Gerð verður grein fyrir þróun rannsókna á sviðinu og hugsanlegri hagnýtingu slíkra rannsókna á starfsvettvangi. Fjallað verður um skilgreiningar og kenningar um upplýsinga- og miðlalæsi. Einnig verður fjallað um upplýsingahegðun út frá mismunandi samfélagshópum og gerð grein fyrir hugtökum og kenningalegri nálgun á því sviði, svo sem upplýsingaþörf , upplýsingasvæði, hindranir við upplýsingaöflun, upplýsingafátækt, hliðvarsla, lögmálið um minnsta fyrirhöfn og mismunandi form upplýsingaleitar.

X

Skipulagning þekkingar (UPP112F)

Fjallað verður um aðferðir við skipulagningu þekkingar. Farið verður í hugmyndafræði og kenningarlega þekkingu varðandi bókfræðilegrar skráningar, skráningarreglur, lýsigagnastaðla og skráningarsnið. Einnig verður fjallað um alþjóðlega skráningarsamvinnu og samvinnu innanlands við skráningu í samskrá íslenskra bókasafna. Kynntar verða helstu nýjungar  á sviði skráningar í alþjóðlegu samhengi. Einnig verður fjallað um mismunandi aðferðir við efnisgreiningu og þann fræðilega grunn sem lyklun viðfanga byggir á, markmið lyklunar og lyklunarmál. Kynntir verða staðlar á sviði lyklunar, s.s. ÍST 90 og ÍST 5963. Nemendur kynnast gerð sértækra kerfisbundinna efnisorðalykla og vinna verkefni á því sviði. Fjallað verður um helstu aðferðir við efnisorðagjöf og nemendur fá tækifæri til þess að lykla með aðstoð kerfisbundinnar efnisorðaskrár. Einnig verður fjallað um alþjóðleg samvinnuverkefni um skipulagningu þekkingar og nafnmyndastjórnun á merkingarvefnum (semantic web).

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn (HMM120F)

Starf vefstjórans hefur tekið miklum breytingum með stöðugri tækniþróun og áherslu á stafrænar lausnir. Leitast verður við að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans. Rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði vefmiðlunar, nemendur kynnast nauðsynlegum tækjum og tólum og við fáum til okkar góða gesti sem hafa fjölbreytta starfsreynslu sem vefstjórar, vefritstjórar og á sviði stafrænnar miðlunar.

Starf vefritstjóra er iðulega samofið almennri vefstjórn. Nemendur fá góða innsýn í ritstjórn vefja og skrifum fyrir stafræna miðla. Fjallað verður um helstu þætti sem vefstjóri / vefritstjóri þarf að hafa vald á, svo sem upplýsingaarkitektúr, skrifum fyrir vef, framsetningu myndefnis, grundvallaratriði í vefhönnun, aðgengismál, nytsemi, öryggismál, vefmælingar, vefumsjónarkerfi, grunntækni vefviðmótsins, helstu hugtök og skilgreiningar í tækni vefsins og netsins.

Nemendur setja upp eigin vef og nota til þess vefumsjónarkerfi að eigin vali, t.d WordPress eða Wix, sem bæði eru til í ókeypis útgáfum, og er hluta verkefna skilað þar. Þannig öðlast nemendur þjálfun í að setja upp einfaldan vef og byggja upp leiðakerfi. Athygli er sérstaklega vakin á því að í námskeiðinu er ekki kennsla á vefumsjónarkerfi. Þeim sem ekki hafa reynslu af notkun þeirra fyrir er bent á að á YouTube má finna fjölda myndbanda þar sem hægt er að læra á kerfin, allt frá grunnatriðum og upp í mun flóknari þætti en ætlast er til að í þessu námskeiði.

X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

X

Lesnámskeið í MA-námi (UPP501F)

10 eininga lesnámskeið sem nemendur taka annað hvort haust, vor eða sumar í samráði við umsjónarkennara sérhæfingarinnar.

Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimildaritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við leiðbeinanda í meistaraverkefni. Nemandinn hefur samband við leiðbeinanda varðandi það að taka lesnámskeiðið og um fyrirkomulag þess.

X

Gæðastjórnun (IÐN101M)

Markmið: Nemendur fái skilning á uppruna og þróun gæðastjórnunar og hvernig fyrirtæki og stofnanir geta byggt upp stjórnkerfi á grundvelli alþjóðlegs gæðastjórnunarstaðals. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um gæðahugtakið, innri og ytri viðskiptavini, gæðabrag, umbótaferli, liðsvinnu, gæðakostnað og gæðahringhrás og samhengi gæðastjórnunar og hönnunar og notkun tölfræði í gæðastjórnun. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um ISO9001 gæðastaðalinn og nemendur fást við hann í hópvinnu með því að skoða kröfur hans í samhengi við starfandi fyrirtæki.

X

Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn (HMM120F)

Starf vefstjórans hefur tekið miklum breytingum með stöðugri tækniþróun og áherslu á stafrænar lausnir. Leitast verður við að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans. Rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði vefmiðlunar, nemendur kynnast nauðsynlegum tækjum og tólum og við fáum til okkar góða gesti sem hafa fjölbreytta starfsreynslu sem vefstjórar, vefritstjórar og á sviði stafrænnar miðlunar.

Starf vefritstjóra er iðulega samofið almennri vefstjórn. Nemendur fá góða innsýn í ritstjórn vefja og skrifum fyrir stafræna miðla. Fjallað verður um helstu þætti sem vefstjóri / vefritstjóri þarf að hafa vald á, svo sem upplýsingaarkitektúr, skrifum fyrir vef, framsetningu myndefnis, grundvallaratriði í vefhönnun, aðgengismál, nytsemi, öryggismál, vefmælingar, vefumsjónarkerfi, grunntækni vefviðmótsins, helstu hugtök og skilgreiningar í tækni vefsins og netsins.

Nemendur setja upp eigin vef og nota til þess vefumsjónarkerfi að eigin vali, t.d WordPress eða Wix, sem bæði eru til í ókeypis útgáfum, og er hluta verkefna skilað þar. Þannig öðlast nemendur þjálfun í að setja upp einfaldan vef og byggja upp leiðakerfi. Athygli er sérstaklega vakin á því að í námskeiðinu er ekki kennsla á vefumsjónarkerfi. Þeim sem ekki hafa reynslu af notkun þeirra fyrir er bent á að á YouTube má finna fjölda myndbanda þar sem hægt er að læra á kerfin, allt frá grunnatriðum og upp í mun flóknari þætti en ætlast er til að í þessu námskeiði.

X

Söfn á Íslandi (UPP003F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.

Námskeiðið er ætlað íslenskum og erlendum stúdentum.

X

Söfn erlendis (UPP004F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til þjóðbókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.
X

Opinber stjórnsýsla (OSS111F)

Á þessu kynningar- og inngangsnámskeiði fá nemendur heildaryfirsýn yfir skipulag og þróun opinberrar stjórnsýslu. Fjallað er um megineinkenni opinberrar stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal grundvöll hennar og helstu mótunarþætti. Í námskeiðinu er farið yfir grundvallarhugtök stjórnsýslufræðanna. Kynntar eru helstu kenningar um skipulagsheildir, valddreifingu og ákvörðunartöku í opinberri stjórnsýslu og lýst þróun stjórnsýslufræðinnar sem fræðigreinar. Athyglinni er sérstaklega beint að tengslum milli opinberrar stjórnsýslu og stjórnmála og áhrifum þeirra tengsla á uppbyggingu, starfshætti og stefnumótun. Áhersla er lögð á greiningu og skilning á því hvað skilur að einkarekstur annars vegar og opinberan rekstur og þjónustu hins vegar.

Athugið að námskeiðið er aðeins kennt með fjarnámssniði. 

2x40 mínútna fyrirlestrar sendir út á netinu og 1x40 mínútna fyrirspurnar- og umræðutími á netinu (Zoom-fundir) á viku.

X

Vettvangsnám I (UPP008F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Kennsla: Bókasafns- og upplýsingafræðingar, menntaðir skjalastjórar og skjalaverðir, leiðbeinendur, á viðkomandi safni.

Markmið: Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála.
Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti og við verður komið.

Námsmat: Nemandi dvelur á safni eina vinnuviku, 40 klst., og vinnur að þeim verkefnum sem upplýsingafræðingur, menntaður skjalastjóri eða skjalavörður, leiðbeinandi hans á safninu, leggur fyrir. Nemandi ákveður í samráði við viðkomandi leiðbeinanda hvernig tímaskiptingu er háttað, þ.e. hvort tímanum er dreift á eina eða tvær vikur eða jafnvel lengur. Nemandi skilar skriflegri skýrslu (2500-3000 orð) um vettvangsnámið til umsjónarkennara tveimur vikum eftir að vettvangsnámi lýkur. Upplýsingar um skilafrest er að finna á kennsluvef námskeiðsins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir lagaumhverfi þess safns þar sem námið var stundað, helstu þáttum í starfsemi þess ásamt þeim starfsþáttum sem neminn fékk sérstaka leiðsögn um. Ennfremur er gert ráð fyrir að neminn fjalli um reynslu sína af vettvangsnáminu, hvað hafi staðið upp úr, hvað hafi komið á óvart og hvernig námið hafi helst nýst viðkomandi nemanda. Skýrslan á að vera undirrituð af bókasafns- og upplýsingafræðingi, skjalastjóra eða skjalaverði á viðkomandi safni. Einkunnagjöf er "staðið" eða "fall".

X

Hagnýtt verkefni (UPP010F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP011F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP005F)

Umsjón: Fastir kennarar við námsbraut í upplýsingafræði.

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda.

Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. 

(2 ECTS) er um 50-60 stundir.

(5 ECTS) er um 125-150 stundir

(10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Samskipti manns og tölvu (TÖL502M)

Kennt að jafnaði annað hvert ár.

Markmið námskeiðsins er að leyfa nemendum að kafa dýpra í einstaka afmarkaða þætti í samskiptum manns og tölvu heldur en gert er námskeiðinu Viðmótsforritun HBV201G sem er inngangsnámskeið í faginu.   Þættirnir eru hönnun notendaviðmóta með frumgerðum, forritun snjalltækja og viðtaka notenda á hugbúnaðinum.  Lögð verður áhersla á mismunandi tækni og tól til að gera frumgerðir. Áhersla er á hönnun notendaviðmóta og útfærsla þeirra í snjallsíma eða spjaldtölva (native).  Þróunarferli miðast allt við að tryggja aðgengileika búnaðarins og viðtöku notenda. Nemendur vinna að litlum einstaklingsverkefnum en einnig að stærri verkefnum í hópum. 

X

Starfsumhverfi og stjórnun sveitarfélaga (OSS119F)

Sveitarfélögin mynda annan meginstofn íslenskrar stjórnsýslu. Markmið námskeiðsins er að nemendur geri sér grein fyrir starfsumhverfi þeirra og fái innsýn í stjórnun og vinnuferla á þessu mikilvæga stjórnsýslustigi. Í námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir stjórnskipulega stöðu og hlutverk sveitarfélaga, lagareglur sem lúta að störfum sveitarstjórna og helstu verkefnum sveitarfélaganna. Fjallað verður um kosti þessi að skipta ríkjum í sveitarfélög, með hliðsjón af kenningum um lýðræði, hagkvæmni og valddreifingu. Farið verður yfir hvað felst í hlutverki sveitarfélaga annars vegar sem lýðræðislegra stjórnvalda og hins vegar sem þjónustuveitenda. Stuttlega verður einnig vikið að samskiptum ríkis og sveitarfélaga, þ. á m. að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tekjustofnum sveitarfélaga.

X

Vettvangsnám II (UPP009F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti
og við verður komið.

X

Vefstjórnun og samfélagsmiðlar (UPP219F)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendur fyrir notkun samfélagsmiðla í tengslum við vefstjórnun. Fjallað verður um helstu tegundir samfélagsmiðla og hvernig þeir nýtast við þekkingarmiðlun og samskipti við mismunandi hópa. Einnig verður farið í skipulagning og stjórnun samfélagsmiðla á vef.

X

Þekkingarmiðlun (UPP223F)

Fjallað verður um hlutverk safna og annarra skipulagsheilda varðandi miðlun upplýsinga og þekkingar í nútíma samfélagi. Áhersla verður lögð á uppbyggingu og skipulag upplýsingaþjónustu, einkum rafræna þjónustu, sem og þróun og nýsköpun í beitingu upplýsingatækni. Kynnt verða grunnatriði varðandi upplýsingaviðtöl og viðtalstækni. Fjallað verður um lagasetningu, siðfræðilega hlið upplýsingaþjónustu og starfsreglur fyrir mismunandi safnategundir. Jafnframt verður fallað um aðferðir við mat á gæðum upplýsingaþjónustu.

Vinsamlega athugið að námskeiðið er kennt annað hvert ár. Næsta námskeið er á vormisseri 2026 , 2028, 2030 og svo framvegis.

X

Notkun upplýsingatækni í faglegu starfi - Samspil gagna og upplýsingakerfa (UPP224F)

Í námskeiðinu verður fjallað um notkun upplýsingatækni í faglegu starfi safna þar sem áhersla verður lögð á samspil upplýsingakerfa og gagna. Námskeiðið gefur yfirlit yfir helstu upplýsingakerfi sem notuð eru og gagnagrunna sem tengjast þeim. Sem dæmi má nefna bókasafnskerfið Ölmu, rannsóknagagnasafnið Iris, Sarp, nokkra gagnagrunna Lbs-Hbs, erlent áskriftarefni, sem og hvernig þessir gagnagrunnar birtast notendum (eða eru leitarbærir). Einnig verður gerð grein fyrir þróun og nýsköpunarvinnu í sambandi við kerfin og helstu einkennum þeirra. Komið verður inn á stefnumótun og ákvarðanatöku við val á upplýsingakerfum eftir tegundum gagnagrunna. Jafnframt verður farið í það hvernig mismunandi kerfi nýtast við skipulagningu, varðveislu, stjórnun og miðlun ólíkra tegunda gagna.

X

Vefstjórnun og upplýsingaarkitektúr (UPP110F)

Markmið námskeiðisins er að kynna nemendur fyrir upplýsingaarkitektúr ásamt nokkrum grunnþáttum vefstjórnunar. Í námskeiðinu verður farið nokkuð ítarlega í upplýsingaarkitektúr svo sem uppbyggingu veftrés, leiðakerfi, nafnakerfi, út frá hegðun og þörfum notenda. Einnig verður farið lauslega í aðra þætti vefstjórnunar eins og þarfagreiningu, notendaprófanir og aðgengi að vefjum.

X

Persónuvernd og upplýsingaöryggi (UPP220F)

Á námskeiðinu er fjallað um nýlegar áskoranir upplýsingafræðinga á sviði persónuverndar. Gerð verður grein fyrir mikilvægum breytingum á löggjöf um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga ásamt reglugerð (e. General Data Protection Regulations – GDPR) sem tóku gildi í maí 2018. Farið verður í þær breytingar sem lögin hafa haft í för með sér fyrir fyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Mikilvæg hugtök og verkefni sem fylgja nýju lögum verða rædd, s.s. ólík hlutverk ábyrgðaraðila og vinnsluaðila, meðalhóf, réttinn til að gleymast, upplýst samþykki, persónugreinanleg gögn, áhættumat og gerð samninga við vinnsluaðila. Þá verður fjallað sérstaklega um hlutverk persónuverndarfulltrúa hjá fyrirtækjum og stofnunum.  Fjallað verður um upplýsingaöryggi m.t.t. nýrra persónuverndarlaga, notkun samfélagsmiðla og skýjaþjónusta og upplýsingaöryggisstefnu. Nemendur þurfa að þekkja og skilja lög, reglur og kenningar sem tengjast persónuvernd, upplýsingaöryggi og rafrænum vörsluútgáfum. Nemendur þurfa að hafa þekkingu á gerð vinnsluskráa um persónugreinanleg gögn og gerð áhættumats um meðferð persónuupplýsinga auk verklýsinga og vinnuleiðbeininga. Unnin verða hagnýt verkefni í nánu samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir.

Vinsamlega athugið að námskeiðið er kennt annað hvert ár. Næsta námskeið er á vormisseri 2026, 2028, 2030 og svo framvegis.

X

Innflytjendur og flóttafólk – Stuðningur bókasafna við aðlögun (UPP225F)

 Í þessu námskeiði verður fjallað um hlutverk bókasafna við að auðvelda samþættingu og félagslega aðlögun flóttafólks og innflytjenda að samfélaginu. Kynntar verða kenningar á sviði málaflokksins, auk alþjóðlegra, innlendra og staðbundinna stefnumótana og laga sem hafa áhrif á þjónustu bókasafna við flóttafólk og innflytjendur. Jafnframt verður fjallað um hagnýt dæmi um það hvernig bókasöfn hafa nálgast viðfangsefnið og veitt þjónustu sem tekur mið af þörfum flóttafólks og innflytjenda. Nálgunin í námskeiðinu er þverfræðileg þar sem byggt verður á þekkingu úr upplýsingafræði, mannfræði, fólksflutningafræði og félagsfræði. Tilgangurinn með því að skoða viðfangsefnið út frá víðu sjónarhorni er að leitast við að draga fram hvernig mismunandi tegundir bókasafna geta lagt sitt af mörkum með aðlögunaraðgerðum, veitt nauðsynlega þjónustu og stutt bæði staðbundnar og landsbundnar stefnur sem miða að aðlögun innflytjenda og flóttafólks. Markmiðið er að nemendur öðlist djúpan skilning á þeim margþættu hlutverkum sem bókasöfn gegna í samþættingarferlinu, séu í stakk búin til að greina og þróa bókasafnsþjónustu sem styður á áhrifaríkan hátt við velferð fjölbreyttra hópa innflytjenda og flóttafólks. Fyrirlestrar verða á ensku og byggir námsmat á verkefnum sem vinna má á íslensku, öðru Norðurlandamáli eða ensku.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir II (FMÞ201F)

Fjallað er þá fjölbreytni sem er að finna í  eigindlegum rannsóknum. Rýnt er í fimm mismunandi rannsóknarhefðir, þ.e. tilviksathuganir, frásögurannsóknir, etnógrafíu, fyrirbærafræði og grundaða kenningu. Nemendur öðlast aukna færni í að afla rannsóknargagna á vettvangi og beita mismunandi greiningaraðferðum á eigindleg gögn. Þeir fá jafnframt þjálfun í framsetningu niðurstaðna í tengslum við fræðiskrif. Þá fá nemendur tækifæri til að ígrunda eigin rannsóknir og sjálfa sig sem eigindlega rannsakendur.

X

Menningarminjar, söfn og sýningar: Gersemar, áður aldrei kunnar (HMM201F)

Í námskeiðinu verður sett upp sýning tengd erlendum leiðöngrum til Íslands um miðja 19. öld, einkum leiðangra Pauls Gaimard 1835-1836 og Napóleons prins 20 árum síðar og er nemendum ætlað að móta sýninguna í samstarfi við leiðbeinendur. Sýningin verður opnuð í Borgarsögusafni við lok annar.

Í námskeiðinu verður einnig fjallað um ýmsar tegundir sýninga, rætt um ólíka hugmyndafræði á bak við þær og mismunandi vettvang þeirra. Jafnframt er hugað að helstu þáttum í starfsemi safna, leiðir þeirra til að miðla efni og aðferðafræðina sem byggt er á. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópvinnu. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Lesnámskeið í MA-námi (UPP501F)

10 eininga lesnámskeið sem nemendur taka annað hvort haust, vor eða sumar í samráði við umsjónarkennara sérhæfingarinnar.

Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimildaritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við leiðbeinanda í meistaraverkefni. Nemandinn hefur samband við leiðbeinanda varðandi það að taka lesnámskeiðið og um fyrirkomulag þess.

X

Skipulag og stjórnun stofnana (OSS202F)

Fjallað er um helstu kenningar um skipulagsheildi (organizational theory) og atferli innan skipulagsheilda (organizational behavior). Áhersla er á skipulag og stjórnun opinberra stofnana og fyrirtækja. Markmið áfangans er að veita nemendum innsýn í fræðilega umfjöllun um viðfangsefnin ásamt hagnýtingu tiltekinna stjórnunaraðferða.

X

Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana (OSS204F)

Fjallað verður um íslensk stjórnvöld, íslenska stjórnsýslukerfið, reglur sem gilda um samskipti og yfirstjórn innan stjórnsýslukerfisins, um meðferð stjórnsýslumála og upplýsingarétt almennings. Aðalháerslan er á meðferð stjórnsýslumála og þýðingu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í því sambandi. 

X

Söfn erlendis (UPP004F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til þjóðbókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.
X

Söfn á Íslandi (UPP003F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.

Námskeiðið er ætlað íslenskum og erlendum stúdentum.

X

Vettvangsnám I (UPP008F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Kennsla: Bókasafns- og upplýsingafræðingar, menntaðir skjalastjórar og skjalaverðir, leiðbeinendur, á viðkomandi safni.

Markmið: Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála.
Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti og við verður komið.

Námsmat: Nemandi dvelur á safni eina vinnuviku, 40 klst., og vinnur að þeim verkefnum sem upplýsingafræðingur, menntaður skjalastjóri eða skjalavörður, leiðbeinandi hans á safninu, leggur fyrir. Nemandi ákveður í samráði við viðkomandi leiðbeinanda hvernig tímaskiptingu er háttað, þ.e. hvort tímanum er dreift á eina eða tvær vikur eða jafnvel lengur. Nemandi skilar skriflegri skýrslu (2500-3000 orð) um vettvangsnámið til umsjónarkennara tveimur vikum eftir að vettvangsnámi lýkur. Upplýsingar um skilafrest er að finna á kennsluvef námskeiðsins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir lagaumhverfi þess safns þar sem námið var stundað, helstu þáttum í starfsemi þess ásamt þeim starfsþáttum sem neminn fékk sérstaka leiðsögn um. Ennfremur er gert ráð fyrir að neminn fjalli um reynslu sína af vettvangsnáminu, hvað hafi staðið upp úr, hvað hafi komið á óvart og hvernig námið hafi helst nýst viðkomandi nemanda. Skýrslan á að vera undirrituð af bókasafns- og upplýsingafræðingi, skjalastjóra eða skjalaverði á viðkomandi safni. Einkunnagjöf er "staðið" eða "fall".

X

Stefnumótun stofnana (OSS201F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum hagnýta þjálfun við gerð stefnumótandi áætlunar (strategic planning). Nemendur vinna slíka áætlun fyrir stofnun sem þeir velja. Byggt er á aðferðafræði John M. Brysons.  Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við stöðumat, mótun stefnumiða og gerð stefnuáætlunar.  Fjallað verður um gerð árangursmælikvarða á grundvelli stefnumiða.  Fjallað er um fræðilegan bakgrunn aðferðarinnar.

X

Vettvangsnám II (UPP009F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti
og við verður komið.

X

Hagnýtt verkefni (UPP011F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP010F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

X

Hagnýtt verkefni (UPP005F)

Umsjón: Fastir kennarar við námsbraut í upplýsingafræði.

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda.

Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. 

(2 ECTS) er um 50-60 stundir.

(5 ECTS) er um 125-150 stundir

(10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Málstofa í ritun meistararitgerða í mannfræði og upplýsingafræði (UPP208F)

Námskeiðinu er ætlað að aðstoða nemendur við ritun meistararitgerða. Fjallað er um hvað felst í ritun meistararitgerða og nemendum gefið tækifæri til að fjalla um ritgerðarefni sitt. Tilgangurinn með málstofunni er að skapa „rými“ (rafrænt og á staðnum) til að vinna að meistararitgerð með stuðningi frá kennurum og samnemendum. Nemendur eru mislangt komnir og efnistökin ólík en eiga það sameiginlegt að stunda eigin rannsókn. Skrif meistararitgerðar felur í sér bæði fræðilega og greinandi vinnu og þá er gott að vera í samfloti við aðra sem eru í sama ferli.

Í málstofunni vinnur hver og einn að eigin verkefni í takt við hugmyndafræðina „Shut up and write!“ Þetta er leið sem felur í sér að kennari er með stuttan inngang og síðan vinna nemendur sjálfstætt að eigin verkefni í tímanum. Í seinni hluta málstofu kynna nemendur eigin verkefni. Miðað er við hver kynning ásamt umræðum taki um 20 mínútur.

Kennsla fer fram aðra hverja viku, í alls 7 skipti.

Einkunn: Staðið/Fall

X

Söfn á Íslandi (UPP003F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.

Námskeiðið er ætlað íslenskum og erlendum stúdentum.

X

Vettvangsnám II (UPP009F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti
og við verður komið.

X

Vettvangsnám I (UPP008F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Kennsla: Bókasafns- og upplýsingafræðingar, menntaðir skjalastjórar og skjalaverðir, leiðbeinendur, á viðkomandi safni.

Markmið: Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála.
Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti og við verður komið.

Námsmat: Nemandi dvelur á safni eina vinnuviku, 40 klst., og vinnur að þeim verkefnum sem upplýsingafræðingur, menntaður skjalastjóri eða skjalavörður, leiðbeinandi hans á safninu, leggur fyrir. Nemandi ákveður í samráði við viðkomandi leiðbeinanda hvernig tímaskiptingu er háttað, þ.e. hvort tímanum er dreift á eina eða tvær vikur eða jafnvel lengur. Nemandi skilar skriflegri skýrslu (2500-3000 orð) um vettvangsnámið til umsjónarkennara tveimur vikum eftir að vettvangsnámi lýkur. Upplýsingar um skilafrest er að finna á kennsluvef námskeiðsins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir lagaumhverfi þess safns þar sem námið var stundað, helstu þáttum í starfsemi þess ásamt þeim starfsþáttum sem neminn fékk sérstaka leiðsögn um. Ennfremur er gert ráð fyrir að neminn fjalli um reynslu sína af vettvangsnáminu, hvað hafi staðið upp úr, hvað hafi komið á óvart og hvernig námið hafi helst nýst viðkomandi nemanda. Skýrslan á að vera undirrituð af bókasafns- og upplýsingafræðingi, skjalastjóra eða skjalaverði á viðkomandi safni. Einkunnagjöf er "staðið" eða "fall".

X

Söfn erlendis (UPP004F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til þjóðbókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.
X

Lesnámskeið í MA-námi (UPP501F)

10 eininga lesnámskeið sem nemendur taka annað hvort haust, vor eða sumar í samráði við umsjónarkennara sérhæfingarinnar.

Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimildaritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við leiðbeinanda í meistaraverkefni. Nemandinn hefur samband við leiðbeinanda varðandi það að taka lesnámskeiðið og um fyrirkomulag þess.

X

Hagnýtt verkefni (UPP005F)

Umsjón: Fastir kennarar við námsbraut í upplýsingafræði.

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda.

Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. 

(2 ECTS) er um 50-60 stundir.

(5 ECTS) er um 125-150 stundir

(10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP010F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

X

Hagnýtt verkefni (UPP011F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

MIS-ritgerð í upplýsingafræði (UPP442L, UPP442L, UPP442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

MIS ritgerð er 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami aðili. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 30.000–40.000 orð, 40 eininga ritgerð er í kringum 25.000–30.000 orð og 30 eininga ritgerð á bilinu 20.000–25.000 orð.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Námsbraut tilnefnir prófdómara og er tilnefningin staðfest af deildarráði.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MIS-ritgerð í upplýsingafræði (UPP442L, UPP442L, UPP442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

MIS ritgerð er 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami aðili. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 30.000–40.000 orð, 40 eininga ritgerð er í kringum 25.000–30.000 orð og 30 eininga ritgerð á bilinu 20.000–25.000 orð.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Námsbraut tilnefnir prófdómara og er tilnefningin staðfest af deildarráði.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MIS-ritgerð í upplýsingafræði (UPP442L, UPP442L, UPP442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

MIS ritgerð er 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami aðili. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 30.000–40.000 orð, 40 eininga ritgerð er í kringum 25.000–30.000 orð og 30 eininga ritgerð á bilinu 20.000–25.000 orð.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Námsbraut tilnefnir prófdómara og er tilnefningin staðfest af deildarráði.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Upplýsinga- og skjalastjórn hjá skipulagsheildum (UPP105F)

Fjallað verður um sögu og þróun upplýsinga- og skjalastjórnar og kynnt til sögunnar ýmis félög og samtök á sviðinu í Evrópu, Ameríku og Ástralíu. Fjallað er um lög, reglugerðir og reglur um upplýsingar, skjöl og skjalasöfn og farið í aðferðir, tilgang og markmið upplýsinga- og skjalastjórnar. Framkvæmd skjalakönnunar og hönnun skjalaflokkunarkerfis verður kennd og fjallað um gerð skjalavistunaráætlunar. Fjallað verður um gæðastaðal um skjalastjórn ISO 15489, skjalakerfi, öryggisáætlanir fyrir skjöl, frágang eldri skjala. Lögð verður áhersla á skipulag gagna óháð formi. Sýnt verður fram á hvernig hægt er að nota ýmis konar hugbúnað við skipulagningu gagna, skráningu, vistun og endurheimt. Farið verður í þarfagreiningu og innleiðingu á upplýsinga- og skjalastjórn. Nemendur þurfa að geta hannað flokkunarkerfi fyrir upplýsingar og skjöl og kortlagt upplýsingar og skjöl í skipulagsheildum. Farið verður í heimsóknir á ólík skjalasöfn og unnið á vinnustofu um gerð málalykla. Nemendur vinna hópverkefni og einstaklingsverkefni á misserinu.

X

Internetið og upplýsingaleitir (UPP215F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á mikilvægi aðgangs að þekkingu og upplýsingum og þeir kynnist og geti beitt aðferðum við að meta þekkingar- og upplýsingalindir, einkum á rafrænu formi. Fjallað verður um notkun internetsins við upplýsingaleit og til samskipta t.d. með samfélagsmiðlum og farið í leitartækni og leitarvélar á internetinu. Enn fremur verður fjallað um  mismunandi tegundir rafrænna heimildalinda á ólíkum fræðasviðum og gerð grein fyrir leitaraðferðum. Nemendur munu öðlast reynslu í rafrænni upplýsingaleit og þjálfun í að leiðbeina öðrum við leitir.

X

Starfsemi bókasafna: Stjórnun, stefnumótun og þróun í faglegu starfi (UPP113F)

Fjallað verður stuttlega um sögulega þróun bókasafna- og upplýsingamála á Íslandi og bókasafnskerfi landsins og safnategundir innan þess kynnt. Fjallað um stjórnun, þróun og innleiðingu breytinga í starfsemi safna. Starfsvettvangur bókasafna verður kynntur, fjallað um hlutverk og starfsemi mismunandi tegunda safna samkvæmt lögum,  reglugerðum, alþjóðlegum yfirlýsingum, fagleg viðhorf, siðfræði og félagsmál stéttarinnar. Einnig verður fallað um helstu viðfangsefni í starfsemi og rekstri mismunandi safnategunda sem og þróun og nýsköpun á fræðasviðinu. Farið verður í gerð aðfangastefnu hjá mismunandi tegundum safna og upplýsingastofnana, uppbyggingu og viðhald safnkosts á mismunandi formi. Áhersla verður lögð á efnisval, innkaup og umsýslu rafrænna gagna, svo sem séráskriftir háskólabókasafna og sérfræðibókasafna, Landsaðgang og Rafbókasafnið.

X

Upplýsingafræði og miðlun í samfélagi margbreytileikans (UPP109F)

Í námskeiðinu verður fjallað um sígild viðfangsefni og kynntir helstu straumar og stefnur á sviði upplýsingafræði.  Áhersla verður lögð á að fjalla um fræðilegar skilgreiningar, kenningar og líkön varðandi upplýsingahegðun og upplýsinga- og miðlalæsi, sem og áhrifaþætti við öflun og miðlun upplýsinga og þekkingar. Fjallað verður um eðli og einkenni upplýsinga og þekkingar. Gerð verður grein fyrir þróun rannsókna á sviðinu og hugsanlegri hagnýtingu slíkra rannsókna á starfsvettvangi. Fjallað verður um skilgreiningar og kenningar um upplýsinga- og miðlalæsi. Einnig verður fjallað um upplýsingahegðun út frá mismunandi samfélagshópum og gerð grein fyrir hugtökum og kenningalegri nálgun á því sviði, svo sem upplýsingaþörf , upplýsingasvæði, hindranir við upplýsingaöflun, upplýsingafátækt, hliðvarsla, lögmálið um minnsta fyrirhöfn og mismunandi form upplýsingaleitar.

X

Skipulagning þekkingar (UPP112F)

Fjallað verður um aðferðir við skipulagningu þekkingar. Farið verður í hugmyndafræði og kenningarlega þekkingu varðandi bókfræðilegrar skráningar, skráningarreglur, lýsigagnastaðla og skráningarsnið. Einnig verður fjallað um alþjóðlega skráningarsamvinnu og samvinnu innanlands við skráningu í samskrá íslenskra bókasafna. Kynntar verða helstu nýjungar  á sviði skráningar í alþjóðlegu samhengi. Einnig verður fjallað um mismunandi aðferðir við efnisgreiningu og þann fræðilega grunn sem lyklun viðfanga byggir á, markmið lyklunar og lyklunarmál. Kynntir verða staðlar á sviði lyklunar, s.s. ÍST 90 og ÍST 5963. Nemendur kynnast gerð sértækra kerfisbundinna efnisorðalykla og vinna verkefni á því sviði. Fjallað verður um helstu aðferðir við efnisorðagjöf og nemendur fá tækifæri til þess að lykla með aðstoð kerfisbundinnar efnisorðaskrár. Einnig verður fjallað um alþjóðleg samvinnuverkefni um skipulagningu þekkingar og nafnmyndastjórnun á merkingarvefnum (semantic web).

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Opinber stjórnsýsla (OSS111F)

Á þessu kynningar- og inngangsnámskeiði fá nemendur heildaryfirsýn yfir skipulag og þróun opinberrar stjórnsýslu. Fjallað er um megineinkenni opinberrar stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal grundvöll hennar og helstu mótunarþætti. Í námskeiðinu er farið yfir grundvallarhugtök stjórnsýslufræðanna. Kynntar eru helstu kenningar um skipulagsheildir, valddreifingu og ákvörðunartöku í opinberri stjórnsýslu og lýst þróun stjórnsýslufræðinnar sem fræðigreinar. Athyglinni er sérstaklega beint að tengslum milli opinberrar stjórnsýslu og stjórnmála og áhrifum þeirra tengsla á uppbyggingu, starfshætti og stefnumótun. Áhersla er lögð á greiningu og skilning á því hvað skilur að einkarekstur annars vegar og opinberan rekstur og þjónustu hins vegar.

Athugið að námskeiðið er aðeins kennt með fjarnámssniði. 

2x40 mínútna fyrirlestrar sendir út á netinu og 1x40 mínútna fyrirspurnar- og umræðutími á netinu (Zoom-fundir) á viku.

X

Gæðastjórnun (IÐN101M)

Markmið: Nemendur fái skilning á uppruna og þróun gæðastjórnunar og hvernig fyrirtæki og stofnanir geta byggt upp stjórnkerfi á grundvelli alþjóðlegs gæðastjórnunarstaðals. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um gæðahugtakið, innri og ytri viðskiptavini, gæðabrag, umbótaferli, liðsvinnu, gæðakostnað og gæðahringhrás og samhengi gæðastjórnunar og hönnunar og notkun tölfræði í gæðastjórnun. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um ISO9001 gæðastaðalinn og nemendur fást við hann í hópvinnu með því að skoða kröfur hans í samhengi við starfandi fyrirtæki.

X

Mannauðsstjórnun ríkis og sveitarfélaga (OSS102F)

Fjallað er um mannauðsstjórnun hjá hinu opinbera. Farið er yfir lög og reglur sem gilda um réttarsamband opinberra starfsmanna við vinnuveitendur, samskipti á vinnumarkaði og uppbyggingu launakerfis opinberra starfsmanna. Rætt er um helstu tæki og tól við mannauðsstjórnun svo sem mannauðskerfi, aðferðir við val á starfsmönnum, notkun starfs- og árangursmats, starfsmannasamtöl og mótun og eftirfylgni með starfsmannastefnum. Fjallað verður um sálfræðilega samninginn, ýmis vandamál sem upp geta komið á vinnustað og vinnuvernd og öryggismál.

X

Lesnámskeið í MA-námi (UPP501F)

10 eininga lesnámskeið sem nemendur taka annað hvort haust, vor eða sumar í samráði við umsjónarkennara sérhæfingarinnar.

Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimildaritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við leiðbeinanda í meistaraverkefni. Nemandinn hefur samband við leiðbeinanda varðandi það að taka lesnámskeiðið og um fyrirkomulag þess.

X

Gæðastjórnun (IÐN101M)

Markmið: Nemendur fái skilning á uppruna og þróun gæðastjórnunar og hvernig fyrirtæki og stofnanir geta byggt upp stjórnkerfi á grundvelli alþjóðlegs gæðastjórnunarstaðals. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um gæðahugtakið, innri og ytri viðskiptavini, gæðabrag, umbótaferli, liðsvinnu, gæðakostnað og gæðahringhrás og samhengi gæðastjórnunar og hönnunar og notkun tölfræði í gæðastjórnun. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um ISO9001 gæðastaðalinn og nemendur fást við hann í hópvinnu með því að skoða kröfur hans í samhengi við starfandi fyrirtæki.

X

Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn (HMM120F)

Starf vefstjórans hefur tekið miklum breytingum með stöðugri tækniþróun og áherslu á stafrænar lausnir. Leitast verður við að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans. Rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði vefmiðlunar, nemendur kynnast nauðsynlegum tækjum og tólum og við fáum til okkar góða gesti sem hafa fjölbreytta starfsreynslu sem vefstjórar, vefritstjórar og á sviði stafrænnar miðlunar.

Starf vefritstjóra er iðulega samofið almennri vefstjórn. Nemendur fá góða innsýn í ritstjórn vefja og skrifum fyrir stafræna miðla. Fjallað verður um helstu þætti sem vefstjóri / vefritstjóri þarf að hafa vald á, svo sem upplýsingaarkitektúr, skrifum fyrir vef, framsetningu myndefnis, grundvallaratriði í vefhönnun, aðgengismál, nytsemi, öryggismál, vefmælingar, vefumsjónarkerfi, grunntækni vefviðmótsins, helstu hugtök og skilgreiningar í tækni vefsins og netsins.

Nemendur setja upp eigin vef og nota til þess vefumsjónarkerfi að eigin vali, t.d WordPress eða Wix, sem bæði eru til í ókeypis útgáfum, og er hluta verkefna skilað þar. Þannig öðlast nemendur þjálfun í að setja upp einfaldan vef og byggja upp leiðakerfi. Athygli er sérstaklega vakin á því að í námskeiðinu er ekki kennsla á vefumsjónarkerfi. Þeim sem ekki hafa reynslu af notkun þeirra fyrir er bent á að á YouTube má finna fjölda myndbanda þar sem hægt er að læra á kerfin, allt frá grunnatriðum og upp í mun flóknari þætti en ætlast er til að í þessu námskeiði.

X

Söfn á Íslandi (UPP003F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.

Námskeiðið er ætlað íslenskum og erlendum stúdentum.

X

Söfn erlendis (UPP004F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til þjóðbókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.
X

Opinber stjórnsýsla (OSS111F)

Á þessu kynningar- og inngangsnámskeiði fá nemendur heildaryfirsýn yfir skipulag og þróun opinberrar stjórnsýslu. Fjallað er um megineinkenni opinberrar stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal grundvöll hennar og helstu mótunarþætti. Í námskeiðinu er farið yfir grundvallarhugtök stjórnsýslufræðanna. Kynntar eru helstu kenningar um skipulagsheildir, valddreifingu og ákvörðunartöku í opinberri stjórnsýslu og lýst þróun stjórnsýslufræðinnar sem fræðigreinar. Athyglinni er sérstaklega beint að tengslum milli opinberrar stjórnsýslu og stjórnmála og áhrifum þeirra tengsla á uppbyggingu, starfshætti og stefnumótun. Áhersla er lögð á greiningu og skilning á því hvað skilur að einkarekstur annars vegar og opinberan rekstur og þjónustu hins vegar.

Athugið að námskeiðið er aðeins kennt með fjarnámssniði. 

2x40 mínútna fyrirlestrar sendir út á netinu og 1x40 mínútna fyrirspurnar- og umræðutími á netinu (Zoom-fundir) á viku.

X

Vettvangsnám I (UPP008F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Kennsla: Bókasafns- og upplýsingafræðingar, menntaðir skjalastjórar og skjalaverðir, leiðbeinendur, á viðkomandi safni.

Markmið: Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála.
Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti og við verður komið.

Námsmat: Nemandi dvelur á safni eina vinnuviku, 40 klst., og vinnur að þeim verkefnum sem upplýsingafræðingur, menntaður skjalastjóri eða skjalavörður, leiðbeinandi hans á safninu, leggur fyrir. Nemandi ákveður í samráði við viðkomandi leiðbeinanda hvernig tímaskiptingu er háttað, þ.e. hvort tímanum er dreift á eina eða tvær vikur eða jafnvel lengur. Nemandi skilar skriflegri skýrslu (2500-3000 orð) um vettvangsnámið til umsjónarkennara tveimur vikum eftir að vettvangsnámi lýkur. Upplýsingar um skilafrest er að finna á kennsluvef námskeiðsins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir lagaumhverfi þess safns þar sem námið var stundað, helstu þáttum í starfsemi þess ásamt þeim starfsþáttum sem neminn fékk sérstaka leiðsögn um. Ennfremur er gert ráð fyrir að neminn fjalli um reynslu sína af vettvangsnáminu, hvað hafi staðið upp úr, hvað hafi komið á óvart og hvernig námið hafi helst nýst viðkomandi nemanda. Skýrslan á að vera undirrituð af bókasafns- og upplýsingafræðingi, skjalastjóra eða skjalaverði á viðkomandi safni. Einkunnagjöf er "staðið" eða "fall".

X

Hagnýtt verkefni (UPP010F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP011F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP005F)

Umsjón: Fastir kennarar við námsbraut í upplýsingafræði.

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda.

Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. 

(2 ECTS) er um 50-60 stundir.

(5 ECTS) er um 125-150 stundir

(10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Samskipti manns og tölvu (TÖL502M)

Kennt að jafnaði annað hvert ár.

Markmið námskeiðsins er að leyfa nemendum að kafa dýpra í einstaka afmarkaða þætti í samskiptum manns og tölvu heldur en gert er námskeiðinu Viðmótsforritun HBV201G sem er inngangsnámskeið í faginu.   Þættirnir eru hönnun notendaviðmóta með frumgerðum, forritun snjalltækja og viðtaka notenda á hugbúnaðinum.  Lögð verður áhersla á mismunandi tækni og tól til að gera frumgerðir. Áhersla er á hönnun notendaviðmóta og útfærsla þeirra í snjallsíma eða spjaldtölva (native).  Þróunarferli miðast allt við að tryggja aðgengileika búnaðarins og viðtöku notenda. Nemendur vinna að litlum einstaklingsverkefnum en einnig að stærri verkefnum í hópum. 

X

Starfsumhverfi og stjórnun sveitarfélaga (OSS119F)

Sveitarfélögin mynda annan meginstofn íslenskrar stjórnsýslu. Markmið námskeiðsins er að nemendur geri sér grein fyrir starfsumhverfi þeirra og fái innsýn í stjórnun og vinnuferla á þessu mikilvæga stjórnsýslustigi. Í námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir stjórnskipulega stöðu og hlutverk sveitarfélaga, lagareglur sem lúta að störfum sveitarstjórna og helstu verkefnum sveitarfélaganna. Fjallað verður um kosti þessi að skipta ríkjum í sveitarfélög, með hliðsjón af kenningum um lýðræði, hagkvæmni og valddreifingu. Farið verður yfir hvað felst í hlutverki sveitarfélaga annars vegar sem lýðræðislegra stjórnvalda og hins vegar sem þjónustuveitenda. Stuttlega verður einnig vikið að samskiptum ríkis og sveitarfélaga, þ. á m. að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tekjustofnum sveitarfélaga.

X

Vettvangsnám II (UPP009F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti
og við verður komið.

X

Vefstjórnun og upplýsingaarkitektúr (UPP110F)

Markmið námskeiðisins er að kynna nemendur fyrir upplýsingaarkitektúr ásamt nokkrum grunnþáttum vefstjórnunar. Í námskeiðinu verður farið nokkuð ítarlega í upplýsingaarkitektúr svo sem uppbyggingu veftrés, leiðakerfi, nafnakerfi, út frá hegðun og þörfum notenda. Einnig verður farið lauslega í aðra þætti vefstjórnunar eins og þarfagreiningu, notendaprófanir og aðgengi að vefjum.

X

Persónuvernd og upplýsingaöryggi (UPP220F)

Á námskeiðinu er fjallað um nýlegar áskoranir upplýsingafræðinga á sviði persónuverndar. Gerð verður grein fyrir mikilvægum breytingum á löggjöf um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga ásamt reglugerð (e. General Data Protection Regulations – GDPR) sem tóku gildi í maí 2018. Farið verður í þær breytingar sem lögin hafa haft í för með sér fyrir fyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Mikilvæg hugtök og verkefni sem fylgja nýju lögum verða rædd, s.s. ólík hlutverk ábyrgðaraðila og vinnsluaðila, meðalhóf, réttinn til að gleymast, upplýst samþykki, persónugreinanleg gögn, áhættumat og gerð samninga við vinnsluaðila. Þá verður fjallað sérstaklega um hlutverk persónuverndarfulltrúa hjá fyrirtækjum og stofnunum.  Fjallað verður um upplýsingaöryggi m.t.t. nýrra persónuverndarlaga, notkun samfélagsmiðla og skýjaþjónusta og upplýsingaöryggisstefnu. Nemendur þurfa að þekkja og skilja lög, reglur og kenningar sem tengjast persónuvernd, upplýsingaöryggi og rafrænum vörsluútgáfum. Nemendur þurfa að hafa þekkingu á gerð vinnsluskráa um persónugreinanleg gögn og gerð áhættumats um meðferð persónuupplýsinga auk verklýsinga og vinnuleiðbeininga. Unnin verða hagnýt verkefni í nánu samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir.

Vinsamlega athugið að námskeiðið er kennt annað hvert ár. Næsta námskeið er á vormisseri 2026, 2028, 2030 og svo framvegis.

X

Stjórnun þekkingar og gæða (UPP222F)

Fjallað verður um notkun skjalakerfa, hópvinnukerfa, innra nets og samfélagsmiðla á vinnustað til að miðla og dreifa gögnum, upplýsingum og þekkingu. Nemendur þurfa að þekkja og skilja kenningar og líkön í þekkingarstjórnun svo og tengsl mannauðsstjórnunar og þekkingarstjórnunar við upplýsingastjórnun. Nemendur fá kynningu á upplýsingakerfi sem er sérhannað til þess að halda utan um upplýsingar, skjöl, skjalastjórn og afgreiðslu mála. Farið verður í rekstraröryggi upplýsingakerfa, lagalegt umhverfi þeirra svo og skipulagningu upplýsinga. Farið verður í gæðamál og gæðastjórnun og fjallað um ólíka staðla s.s. ISO 9000 stjórnunarstaðal, ISO 14000 umhverfisstaðal, ISO 27001 staðal um upplýsingaöryggi og ÍST 85 jafnlaunastaðal. Nemendur þurfa að hafa þekkingu á gerð gæðahandbóka, gæðaskráa, verklagsreglna og vinnulýsinga í gæðakerfum og vera færir um að meta gæði þessara gagna. Fjallað er um stafræna þróun á Íslandi á vinnustofu í samstarfi við Stafrænt Ísland. Fjallað verður um ýmsar aðferðir til þess að markaðssetja stjórnendum og öðru starfsfólki skipulagsheilda hugmyndina um nútíma upplýsingastjórnun.

X

Hagnýting upplýsingatækni (UPP221F)

Á námskeiðinu er fjallað um ýmsa hagnýta þætti upplýsingatækni sem nýtast við stefnumótun og ákvarðanatöku á sviði upplýsinga- og skjalastjórnar. Fjallað er um hugtök og skilgreiningar tengd forritun, hönnun og byggingu upplýsingakerfa. Fjallað er um öryggi gagna, langtímavarðveislu rafrænna gagna, innbyggða persónuvernd og stafræna þróun. Farið er í gagnasafnsfræði, uppbyggingu og skipulag gagnagrunna, og SQL-fyrirspurnamálið.
Lögð er áhersla á að nemendur auki færni sína í skráningu og úrvinnslu gagna í mismunandi upplýsingakerfum og gagnagrunnum. Farið verður yfir undirbúning og vinnslu rafrænna vörsluútgáfa frá ólíkum sjónarhornum, þ.e. fyrirtæki/stofnunar, Þjóðskjalasafns Íslands og hugbúnaðarframleiðanda auk verklýsinga og vinnuleiðbeininga fyrir rafræn skil til Þjóðskjalasafns eða héraðsskjalasafns. Nemendur fá innsýn í skilgreiningar, aðferðir og áherslur upplýsingatækni til þess að geta tekið markvissar ákvarðanir um val á kerfum, átt árangursríkt samtal og skilvirka samvinnu við aðra sérfræðinga í stjórnun upplýsinga og lagt sitt af mörkum til þess að kerfin, sem notuð eru til upplýsinga- og skjalastjórnar, séu notendavæn, örugg og aðgengileg þeim sem mega nota þau. Áhersla er lögð á að leysa hagnýt verkefni í samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir.

Vinsamlega athugið að námskeiðið er kennt annað hvert ár. Næsta námskeið er á vormisseri 2026, 2028, 2030 og svo framvegis.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir II (FMÞ201F)

Fjallað er þá fjölbreytni sem er að finna í  eigindlegum rannsóknum. Rýnt er í fimm mismunandi rannsóknarhefðir, þ.e. tilviksathuganir, frásögurannsóknir, etnógrafíu, fyrirbærafræði og grundaða kenningu. Nemendur öðlast aukna færni í að afla rannsóknargagna á vettvangi og beita mismunandi greiningaraðferðum á eigindleg gögn. Þeir fá jafnframt þjálfun í framsetningu niðurstaðna í tengslum við fræðiskrif. Þá fá nemendur tækifæri til að ígrunda eigin rannsóknir og sjálfa sig sem eigindlega rannsakendur.

X

Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana (OSS204F)

Fjallað verður um íslensk stjórnvöld, íslenska stjórnsýslukerfið, reglur sem gilda um samskipti og yfirstjórn innan stjórnsýslukerfisins, um meðferð stjórnsýslumála og upplýsingarétt almennings. Aðalháerslan er á meðferð stjórnsýslumála og þýðingu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í því sambandi. 

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Lesnámskeið í MA-námi (UPP501F)

10 eininga lesnámskeið sem nemendur taka annað hvort haust, vor eða sumar í samráði við umsjónarkennara sérhæfingarinnar.

Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimildaritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við leiðbeinanda í meistaraverkefni. Nemandinn hefur samband við leiðbeinanda varðandi það að taka lesnámskeiðið og um fyrirkomulag þess.

X

Skipulag og stjórnun stofnana (OSS202F)

Fjallað er um helstu kenningar um skipulagsheildi (organizational theory) og atferli innan skipulagsheilda (organizational behavior). Áhersla er á skipulag og stjórnun opinberra stofnana og fyrirtækja. Markmið áfangans er að veita nemendum innsýn í fræðilega umfjöllun um viðfangsefnin ásamt hagnýtingu tiltekinna stjórnunaraðferða.

X

Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana (OSS204F)

Fjallað verður um íslensk stjórnvöld, íslenska stjórnsýslukerfið, reglur sem gilda um samskipti og yfirstjórn innan stjórnsýslukerfisins, um meðferð stjórnsýslumála og upplýsingarétt almennings. Aðalháerslan er á meðferð stjórnsýslumála og þýðingu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í því sambandi. 

X

Söfn erlendis (UPP004F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til þjóðbókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.
X

Söfn á Íslandi (UPP003F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.

Námskeiðið er ætlað íslenskum og erlendum stúdentum.

X

Vettvangsnám I (UPP008F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Kennsla: Bókasafns- og upplýsingafræðingar, menntaðir skjalastjórar og skjalaverðir, leiðbeinendur, á viðkomandi safni.

Markmið: Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála.
Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti og við verður komið.

Námsmat: Nemandi dvelur á safni eina vinnuviku, 40 klst., og vinnur að þeim verkefnum sem upplýsingafræðingur, menntaður skjalastjóri eða skjalavörður, leiðbeinandi hans á safninu, leggur fyrir. Nemandi ákveður í samráði við viðkomandi leiðbeinanda hvernig tímaskiptingu er háttað, þ.e. hvort tímanum er dreift á eina eða tvær vikur eða jafnvel lengur. Nemandi skilar skriflegri skýrslu (2500-3000 orð) um vettvangsnámið til umsjónarkennara tveimur vikum eftir að vettvangsnámi lýkur. Upplýsingar um skilafrest er að finna á kennsluvef námskeiðsins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir lagaumhverfi þess safns þar sem námið var stundað, helstu þáttum í starfsemi þess ásamt þeim starfsþáttum sem neminn fékk sérstaka leiðsögn um. Ennfremur er gert ráð fyrir að neminn fjalli um reynslu sína af vettvangsnáminu, hvað hafi staðið upp úr, hvað hafi komið á óvart og hvernig námið hafi helst nýst viðkomandi nemanda. Skýrslan á að vera undirrituð af bókasafns- og upplýsingafræðingi, skjalastjóra eða skjalaverði á viðkomandi safni. Einkunnagjöf er "staðið" eða "fall".

X

Stefnumótun stofnana (OSS201F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum hagnýta þjálfun við gerð stefnumótandi áætlunar (strategic planning). Nemendur vinna slíka áætlun fyrir stofnun sem þeir velja. Byggt er á aðferðafræði John M. Brysons.  Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við stöðumat, mótun stefnumiða og gerð stefnuáætlunar.  Fjallað verður um gerð árangursmælikvarða á grundvelli stefnumiða.  Fjallað er um fræðilegan bakgrunn aðferðarinnar.

X

Vettvangsnám II (UPP009F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti
og við verður komið.

X

Hagnýtt verkefni (UPP011F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP010F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

X

Hagnýtt verkefni (UPP005F)

Umsjón: Fastir kennarar við námsbraut í upplýsingafræði.

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda.

Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. 

(2 ECTS) er um 50-60 stundir.

(5 ECTS) er um 125-150 stundir

(10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Málstofa í ritun meistararitgerða í mannfræði og upplýsingafræði (UPP208F)

Námskeiðinu er ætlað að aðstoða nemendur við ritun meistararitgerða. Fjallað er um hvað felst í ritun meistararitgerða og nemendum gefið tækifæri til að fjalla um ritgerðarefni sitt. Tilgangurinn með málstofunni er að skapa „rými“ (rafrænt og á staðnum) til að vinna að meistararitgerð með stuðningi frá kennurum og samnemendum. Nemendur eru mislangt komnir og efnistökin ólík en eiga það sameiginlegt að stunda eigin rannsókn. Skrif meistararitgerðar felur í sér bæði fræðilega og greinandi vinnu og þá er gott að vera í samfloti við aðra sem eru í sama ferli.

Í málstofunni vinnur hver og einn að eigin verkefni í takt við hugmyndafræðina „Shut up and write!“ Þetta er leið sem felur í sér að kennari er með stuttan inngang og síðan vinna nemendur sjálfstætt að eigin verkefni í tímanum. Í seinni hluta málstofu kynna nemendur eigin verkefni. Miðað er við hver kynning ásamt umræðum taki um 20 mínútur.

Kennsla fer fram aðra hverja viku, í alls 7 skipti.

Einkunn: Staðið/Fall

X

Söfn á Íslandi (UPP003F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.

Námskeiðið er ætlað íslenskum og erlendum stúdentum.

X

Vettvangsnám II (UPP009F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti
og við verður komið.

X

Vettvangsnám I (UPP008F)

Umsjón: Ágústa Pálsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir.

Kennsla: Bókasafns- og upplýsingafræðingar, menntaðir skjalastjórar og skjalaverðir, leiðbeinendur, á viðkomandi safni.

Markmið: Að nemandi skilji tilgang og markmið tiltekins safns fyrir notendur þess og samfélagið. Að nemandi kynnist lagaumhverfi safnsins. Að nemandi kynnist helstu starfsþáttum safnsins og hvernig samspili þeirra er háttað. Að nemandi öðlist yfirsýn yfir tengsl viðkomandi safns við önnur söfn á landinu og í víðara samhengi við erlend söfn og alþjóðlegar stofnanir á sviði bókasafns- og upplýsingamála.
Nemanda ber að kynna sér starfsemi safnsins sem hann hyggst sækja vettvangsnám til, áður en námið hefst, í gögnum sem hann aflar sér og/eða fær frá safninu. Í vettvangsnáminu fær nemandi munnlegar upplýsingar og leiðsögn á safni og kynnist af eigin raun vinnu við eins marga starfsþætti og við verður komið.

Námsmat: Nemandi dvelur á safni eina vinnuviku, 40 klst., og vinnur að þeim verkefnum sem upplýsingafræðingur, menntaður skjalastjóri eða skjalavörður, leiðbeinandi hans á safninu, leggur fyrir. Nemandi ákveður í samráði við viðkomandi leiðbeinanda hvernig tímaskiptingu er háttað, þ.e. hvort tímanum er dreift á eina eða tvær vikur eða jafnvel lengur. Nemandi skilar skriflegri skýrslu (2500-3000 orð) um vettvangsnámið til umsjónarkennara tveimur vikum eftir að vettvangsnámi lýkur. Upplýsingar um skilafrest er að finna á kennsluvef námskeiðsins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir lagaumhverfi þess safns þar sem námið var stundað, helstu þáttum í starfsemi þess ásamt þeim starfsþáttum sem neminn fékk sérstaka leiðsögn um. Ennfremur er gert ráð fyrir að neminn fjalli um reynslu sína af vettvangsnáminu, hvað hafi staðið upp úr, hvað hafi komið á óvart og hvernig námið hafi helst nýst viðkomandi nemanda. Skýrslan á að vera undirrituð af bókasafns- og upplýsingafræðingi, skjalastjóra eða skjalaverði á viðkomandi safni. Einkunnagjöf er "staðið" eða "fall".

X

Söfn erlendis (UPP004F)

Námskeiðið byggist á heimsóknum á bókasöfn þar sem nemendur kynna sér starfsemdina út frá viðfangsefnum á sviði þeirra og/eða upplýsingafræði. Að heimsóknunum loknum er tekin saman skýrsla um þær.

Nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir leggja áherslu á að kynna sér í heimsóknunum í samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Sem dæmi má nefna að viðfangsefni getur beinst að ákveðnum þjónustuþáttum, stefnumótun starfseminnar, uppbyggingu safnkosts, skipulagningu og stjórnun safnkosts, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar, eða önnur málefnum sem eru ofarlega á baugi og varða starfsemi bókasafna og upplýsingafræði.   

Hafa þarf eftirfarandi þætti í huga:

  • Nemendur undirbúa og skipuleggja heimsóknir í 10-12 bókasöfn og upplýsingastofnanir sem geta verið á ýmsum stöðum á landinu.
  • Safnaheimsóknirnar verða að vera skipulagðar í samráði við umsjónarkennara og endanleg áætlun samþykkt af honum.
  • Safnaheimsóknirnar skulu ná til þjóðbókasafns, eins bókasafns á háskólastigi, að minnsta kosti tveggja almenningsbókasafna, eins rannsóknabókasafns og eins skólasafns. Einnig er leyfilegt að heimsækja aðrar menningar- og/eða upplýsingastofnanir sem falla vel að viðfangsefninu.
  • Þegar áætlun um heimsóknir hefur verið samþykkt skulu nemendur skipuleggja heimsóknirnar sjálfir.
  • Nemendum eiga að finna lesefni sem tengist viðfangsefninu sem þeir völdu, kynna sér það áður en farið er í heimsóknirnar og nota við gerð lokaskýrslunnar. Einnig á að kynna sér og nota annað efni sem fjallar um starfsemi og rekstur viðkomandi safna eftir því sem við á. Leyfilegt er að taka viðtöl við starfsmenn safnanna til að fá nánari upplýsingar um starfsemi þeirra og nota sem munnlega heimild.
  • Námskeiðinu lýkur með því að skilað er inn skýrslu sem er um það bil 3.000 orð að lengd og byggir á athugunum og niðurstöðum um þá staði sem heimsóttir voru. Skiladagur skýrslu skal ákveðinn í samráði við kennara.
X

Lesnámskeið í MA-námi (UPP501F)

10 eininga lesnámskeið sem nemendur taka annað hvort haust, vor eða sumar í samráði við umsjónarkennara sérhæfingarinnar.

Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimildaritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við leiðbeinanda í meistaraverkefni. Nemandinn hefur samband við leiðbeinanda varðandi það að taka lesnámskeiðið og um fyrirkomulag þess.

X

Hagnýtt verkefni (UPP005F)

Umsjón: Fastir kennarar við námsbraut í upplýsingafræði.

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda.

Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. 

(2 ECTS) er um 50-60 stundir.

(5 ECTS) er um 125-150 stundir

(10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

Hagnýtt verkefni (UPP010F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

X

Hagnýtt verkefni (UPP011F)

Námskeiðið byggist á sjálfstæðri vinnu nemenda sem taka að sér afmarkað verkefni á sviði upplýsingahegðunar, s.s. innan bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar, eða á sviði upplýsingastjórnunar, s.s. á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Verkefninu er ætlað að svara afmarkaðri þörf innan upplýsingafræða og er ekki hluti af daglegu starfi viðkomandi nemenda. Nemendur geta haft frumkvæði að verkefninu. Eins geta kennarar og þær skipulagsheildir sem óska eftir aðkomu nemenda í tiltekin verkefni á fagsviðinu lagt til verkefni. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda. Nemendur sem hafa frumkvæði að verkefni hafa samband við þann kennara sem óskað er eftir til leiðsagnar um verkefnið.

Umfang verkefnis er talið í einingum. ECTS háskólaeiningakerfið byggir á áætluðu vinnuálagi nemenda í tilteknum námskeiðum þannig að hver eining jafngildir u.þ.b. 25-30 klst. námsvinnu og er þá meðtalið lestur, tímasókn, verkefni, úrvinnsla verkefna og annað tilheyrandi. Vinnuframlag nemenda í námskeiðinu hagnýtt verkefni er í samræmi við einingafjölda. (2 ECTS) er um 50-60 stundir. (5 ECTS) er um 125-150 stundir (10 ECTS) er um 250-300 stundir.

X

MIS-ritgerð í upplýsingafræði (UPP442L, UPP442L, UPP442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

MIS ritgerð er 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami aðili. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 30.000–40.000 orð, 40 eininga ritgerð er í kringum 25.000–30.000 orð og 30 eininga ritgerð á bilinu 20.000–25.000 orð.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Námsbraut tilnefnir prófdómara og er tilnefningin staðfest af deildarráði.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MIS-ritgerð í upplýsingafræði (UPP442L, UPP442L, UPP442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

MIS ritgerð er 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami aðili. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 30.000–40.000 orð, 40 eininga ritgerð er í kringum 25.000–30.000 orð og 30 eininga ritgerð á bilinu 20.000–25.000 orð.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Námsbraut tilnefnir prófdómara og er tilnefningin staðfest af deildarráði.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MIS-ritgerð í upplýsingafræði (UPP442L, UPP442L, UPP442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

MIS ritgerð er 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami aðili. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 30.000–40.000 orð, 40 eininga ritgerð er í kringum 25.000–30.000 orð og 30 eininga ritgerð á bilinu 20.000–25.000 orð.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Námsbraut tilnefnir prófdómara og er tilnefningin staðfest af deildarráði.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hrönn Björgvinsdóttir
Stefán Þór Hjartarson
Hrönn Björgvinsdóttir
Upplýsingafræði, MIS

Námið er fjölbreytt og skemmtilegt og býður nemendum upp á svigrúm til sérhæfingar á sínum áhugasviðum. Námið hefur nýst mér gríðarlega vel í starfi sem verkefnastjóri ungmennastarfs á almenningsbókasafni. Því er ekki síst að þakka að ég gat aðlagað námið að þeim áherslum sem starf mitt krefst. Það er hröð þróun og ímyndarbreyting sem á sér stað á almenningabókasöfnum í dag. Mér finnst námið hafa veitt mér góð þekkingu og verkfæri til þess að taka þátt í því að móta bókasöfn framtíðarinnar.

Stefán Þór Hjartarson
Upplýsingafræði, MIS

Námið í upplýsingafræði hefur verið mér afar lærdómsríkt. Ég hef bakgrunn í miðlun og vefstjórnun og námið dýpkaði skilning minn á upplýsingahegðun verulega. Ég kynntist fræðilegum kenningum jafnt sem praktískum atriðum tengdum því hvernig við mannfólkið umgöngumst upplýsingar, þær hindranir sem geta staðið í vegi okkar og mögulegar leiðir til að koma þeim til skila til ákveðinna hópa. Það sem vakti einna mest áhuga minn voru félagslegar kenningar varðandi upplýsingahegðun minnihluta- og undirmálshópa sem hafa mikla þörf á traustum upplýsingum og aðgengilegum leiðum til að nálgast þær. MIS nám í upplýsingafræði mun gagnast mér í framtíðarstarfi og hefur líka gert mig að betri manneskju með því víkka sjóndeildarhring minn.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Fylgstu með Félagsvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.