Annarsmálsfræði


Annarsmálsfræði
MA – 120 einingar
Þessi nýja námsleið er svar við brýnni þörf fyrir betri menntun tungumálakennara sem kenna á háskólastigi og þeirra sem kenna fullorðnum tungumál á öðrum vettvangi. Námsleiðinni er einnig ætlað að efla rannsóknir á sviði annarsmálsfræða og tví- og margtyngis.
Skipulag náms
- Haust
- Rannsóknaraðferðir í annarsmálsfræðum
- Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála
- Kennsla íslensku sem annars máls: Málfræði og framburðurB
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningarV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Vor
- Kennsla íslensku sem annars máls: Orðaforði í ræðu og ritiB
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni VE
Rannsóknaraðferðir í annarsmálsfræðum (AMF001F)
Yfirlits- og inngangsnámskeið í rannsóknaraðferðum annarsmálsfræða. Nemendur fá innsýn í mun eigindlegra og megindlegra aðferða í rannsóknum á fræðasviðinu og litið verður á ýmsar tegundir rannsókna sem falla undir þær í annarsmálsfræðum. Rýnt verður í aðferðir við söfnun og greiningu gagna í tengslum við nýlegar kenningar á sviðinu. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.
Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli.
Kennsla íslensku sem annars máls: Málfræði og framburður (AMF005F)
Í námskeiðinu verður sjónum beint að kennslu íslensku sem annars máls fyrir fullorðna. Farið verður yfir sögu annarsmálskennslu og fjallað um færniþættina fjóra, þ.e. lestur, ritun, tal og hlustun, og samspil þeirra við málkerfið. Þá verður hugað sérstaklega að beygingarkerfi, setningagerð og hljóðkerfi íslenskunnar og hvernig megi kenna fullorðnum kerfi málsins og í hvaða röð. Í því sambandi verður rætt um gagnsemi beinnar og óbeinnar málfræði- og hljóðfræðikennslu fullorðinna. Hugað verður að lýsingu á málfræði og framburði í Evrópska tungumálarammanum og nemendum leiðbeint varðandi kennslu, verkefnagerð og námsmat.
Rannsóknarverkefni A (AMF006F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Rannsóknarverkefni B (AMF007F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)
Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Kennsla íslensku sem annars máls: Orðaforði í ræðu og riti (AMF009F)
Í námskeiðinu verður sjónum beint að kennslu íslensku sem annars máls fyrir fullorðna, nánar tiltekið orðaforða í töluðu og rituðu máli. Umfjöllunarefnið varðar jafnt alþjóðlega og innlenda umræðu um kennslu og tileinkun orðaforða.
Horft verður til kennslu, tileinkunar og kennsluaðferða í formlegu kennsluumhverfi en einnig utan kennslustofunnar. Þættir eins og ílag, frálag og samskipti verða til umfjöllunar auk þátta sem varða virkan og óvirkan orðaforða og málnotkun í víðu samhengi. Skoðaðar verða rannsóknir á íslenskum námsorðaforða og vikið að orðaforðaverkefnum og mati. Samevrópskur viðmiðunarrammi tungumála (CEFR) verður til umfjöllunar. Jafnframt verður hugað að meginþráðum íslenskrar málstefnu, ólíku málsniði og orðavali í tilteknu samhengi m.t.t. kennslu og kennsluefnis.
Rannsóknarverkefni A (AMF006F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Rannsóknarverkefni B (AMF007F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
- Haust
- Rannsóknaraðferðir í annarsmálsfræðum
- Meistararitgerð í annarsmálsfræðum
- Kennsla íslensku sem annars máls: Málfræði og framburðurB
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningarV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Vor
- Meistararitgerð í annarsmálsfræðum
- Kennsla íslensku sem annars máls: Orðaforði í ræðu og ritiB
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni VE
Rannsóknaraðferðir í annarsmálsfræðum (AMF001F)
Yfirlits- og inngangsnámskeið í rannsóknaraðferðum annarsmálsfræða. Nemendur fá innsýn í mun eigindlegra og megindlegra aðferða í rannsóknum á fræðasviðinu og litið verður á ýmsar tegundir rannsókna sem falla undir þær í annarsmálsfræðum. Rýnt verður í aðferðir við söfnun og greiningu gagna í tengslum við nýlegar kenningar á sviðinu. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.
Kennsla íslensku sem annars máls: Málfræði og framburður (AMF005F)
Í námskeiðinu verður sjónum beint að kennslu íslensku sem annars máls fyrir fullorðna. Farið verður yfir sögu annarsmálskennslu og fjallað um færniþættina fjóra, þ.e. lestur, ritun, tal og hlustun, og samspil þeirra við málkerfið. Þá verður hugað sérstaklega að beygingarkerfi, setningagerð og hljóðkerfi íslenskunnar og hvernig megi kenna fullorðnum kerfi málsins og í hvaða röð. Í því sambandi verður rætt um gagnsemi beinnar og óbeinnar málfræði- og hljóðfræðikennslu fullorðinna. Hugað verður að lýsingu á málfræði og framburði í Evrópska tungumálarammanum og nemendum leiðbeint varðandi kennslu, verkefnagerð og námsmat.
Rannsóknarverkefni A (AMF006F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Rannsóknarverkefni B (AMF007F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)
Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Kennsla íslensku sem annars máls: Orðaforði í ræðu og riti (AMF009F)
Í námskeiðinu verður sjónum beint að kennslu íslensku sem annars máls fyrir fullorðna, nánar tiltekið orðaforða í töluðu og rituðu máli. Umfjöllunarefnið varðar jafnt alþjóðlega og innlenda umræðu um kennslu og tileinkun orðaforða.
Horft verður til kennslu, tileinkunar og kennsluaðferða í formlegu kennsluumhverfi en einnig utan kennslustofunnar. Þættir eins og ílag, frálag og samskipti verða til umfjöllunar auk þátta sem varða virkan og óvirkan orðaforða og málnotkun í víðu samhengi. Skoðaðar verða rannsóknir á íslenskum námsorðaforða og vikið að orðaforðaverkefnum og mati. Samevrópskur viðmiðunarrammi tungumála (CEFR) verður til umfjöllunar. Jafnframt verður hugað að meginþráðum íslenskrar málstefnu, ólíku málsniði og orðavali í tilteknu samhengi m.t.t. kennslu og kennsluefnis.
Rannsóknarverkefni A (AMF006F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Rannsóknarverkefni B (AMF007F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.