Hnattræn fræði
Hnattræn fræði
MA gráða – 120 einingar
Meistaranám í hnattrænum fræðum er þverfaglegt nám sem fæst við ólíkar hliðar hnattvæðingar. Í náminu öðlast nemendur fræðilega þekkingu á hnattrænum ferlum tengdum fólksflutninga- og fjölmenningarfræðum, þróunarfræðum og hnattrænni heilsu. Fjarnám.
Skipulag náms
- Haust
- Vinnulag í hnattrænum fræðum
- Hnattvæðing
- Vor
- Fjölmenning og fólksflutningar
- Ímyndir, vald og framandleikiE
- Vettvangsaðferðir
Vinnulag í hnattrænum fræðum (MAN105F)
Námskeiðið er ætlað fyrsta árs nemendum í hnattrænum fræðum. Markmið námskeiðs er að veita nemendum verkfæri til þess að auðvelda námsferlið og að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru varðandi akademísk vinnubrögð. Námskeiðið veitir nemendum alhliða þjálfun í faglegum vinnubrögðum. Fjallað er um grunnatriði gagnaöflunar, heimildameðferðar, ritstuldar, og fræðilegra skrifa. Námskeiðið hefur praktíska nálgun og er hugsað sem undirstaða í faglegum vinnubrögðum í námi.
Hnattvæðing (MAN095F)
Í námskeiðinu verða skoðaðar nýlegar kenningar og rannsóknir sem tengjast hnattvæðingu og hnattrænum ferlum. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir mikilvæg þemu sem tengjast hnattvæðingarferlum. Skoðaðar verða rannsóknir sem varpa ljósi á ólíkar hliðar hnattvæðingar og afleiðingar fyrir félagslegan, efnislegan og pólitískan veruleika. Í námskeiðinu er bæði fjallað á gagnrýnin hátt um fyrrnefnd hugtök en einnig lögð áhersla á að skoða rannsóknir á hvernig fólk er þátttakendur/þolendur/gerendur í hnattvæðingarferlum.
Kennslan felst í fyrirlestrum og umræðum.
Námskeiðið er kennt á ensku, en hægt er að skila inn verkefnum á íslensku.
Fjölmenning og fólksflutningar (MAN017F)
Oft er talað um fólksflutninga og fjölmenningu sem eitt megin einkenni samfélaga samtímans. Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar og stefnur sem fram hafa komið í tengslum við rannsóknir á fólksflutningum og fjölmenningu. Fjallað er á gagnrýninn hátt um margskonar kenningar sem tengjast þessum rannsóknarviðfangsefnum og gagnsemi þeirra skoðuð. Skoðuð eru hugtök eins og menning, samlögun, aðlögun og samþætting, en jafnframt gert grein fyrir hreyfanleika fortíðar og tengslum hans við fjölmenningu. Í námskeiðinu eru ólíkar nálganir og kenningarmótun fræðimanna fyrst og fremst dregnar fram og gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum félagsvísindamanna á þessu sviði.
Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.
Ímyndir, vald og framandleiki (MAN101F)
Námskeiðið varpar ljósi á hvernig fordómar og staðalmyndir eru hluti af afmörkunarferli sem er rakið til nýlenduhyggju. Í námskeiðinu er því rýnt ferli afmörkunnar út frá gagnrýnum kenningum um kynþætti og eftirlendustefnu. Áhersla er lögð á að skoða ímyndir og orðræður fortíðar og nútímans um fólk sem eru afmarkað í samfélögum sem „hin‘“og hvernig „Hinun“ á sér stað. Út frá því gagnrýna ljósi, er ímyndasköpunin sem átti sér stað á tímum nýlenduveldanna greind sem og söguleg tenging þeirra við hugmyndir um menningu, sjálfsmyndir og þróun. Ferli sem jafnan er tengt við óríentalisma. Ennfremur er áherslan á tengingu eldri orðræðu við nýlenduhyggju, þjóðersnishyggju, og birtingamyndir nútímans sem beinast að jaðarsettum hópum i Evrópu.
Í námskeiðinu, er einnig skoðað hvernig slíkar orðræður hafa áhrif á sjálfsmyndir samfélagslega flokkaða hópa, afmörkun byggða á líkamlegum forsendum og afmarkaða staði. Að því leiti, er skoðað atbeni fólks, mótsstöður, og leiðir til viðnáms gegn jaðarsentingu og rasisma. Að lokum er rýnt í hvenrig mannfræðilegar rannsóknir og afstaða fræðimanna hefur spilast inn í þekkingarmynstur og pólítik fortíðar og nútíðar.
Námskeiðið er kennt á ensku.
Vettvangsaðferðir (MAN601F)
Fjallað er um vettvangsaðferðir mannfræðinnar og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra. Áhersla er lögð á siðfræðileg álitamál, rannsóknaráætlanir, vettvanginn, þátttökuathugnanir, mismunandi tegundir viðtala, notkun myndrænna gagna, öflun heimilda, greiningu gagna og kynningu niðurstaðna.
- Vor
- Málstofa í ritun meistararitgerða í mannfræði og upplýsingafræði
- Óháð misseri
- MA-ritgerð í hnattrænum fræðum
- MA-ritgerð í hnattrænum fræðum
- MA-ritgerð í hnattrænum fræðum
Málstofa í ritun meistararitgerða í mannfræði og upplýsingafræði (MAN401F)
Námskeiðinu er ætlað að aðstoða nemendur við ritun meistararitgerða. Fjallað er um hvað felst í ritun meistararitgerða og nemendum gefið tækifæri til að fjalla um ritgerðarefni sitt. Tilgangurinn með málstofunni er að skapa „rými“ (rafrænt og á staðnum) til að vinna að meistararitgerð með stuðningi frá kennurum og samnemendum. Nemendur eru mislangt komnir og efnistökin ólík en eiga það sameiginlegt að stunda eigin rannsókn. Skrif meistararitgerðar felur í sér bæði fræðilega og greinandi vinnu og þá er gott að vera í samfloti við aðra sem eru í sama ferli.
Í málstofunni vinnur hver og einn að eigin verkefni í takt við hugmyndafræðina „Shut up and write!“ Þetta er leið sem felur í sér að kennari er með stuttan inngang og síðan vinna nemendur sjálfstætt að eigin verkefni í tímanum. Í seinni hluta málstofu kynna nemendur eigin verkefni. Miðað er við hver kynning ásamt umræðum taki um 20 mínútur.
Athugið að námskeiðið er aðeins kennt á vormisseri og er jafnt ætlað þeim sem skrá sig í MA ritgerð á vormisseri eða næsta haustmisseri á eftir.
Kennsla fer fram aðra hverja viku, í alls 7 skipti.
Einkunn: Staðið/Fall
MA-ritgerð í hnattrænum fræðum (MAN442L, MAN442L, MAN442L)
Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.
Meistaraprófsritgerð í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild er að jafnaði 30-60 einingar. Þegar sérstaklega stendur á má umfang meistaraprófsritgerða vera meira en 60 einingar. Meistaraprófsritgerð skal aldrei vera minni en 30 einingar.
Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.
Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.
Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.
Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458
MA-ritgerð í hnattrænum fræðum (MAN442L, MAN442L, MAN442L)
Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.
Meistaraprófsritgerð í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild er að jafnaði 30-60 einingar. Þegar sérstaklega stendur á má umfang meistaraprófsritgerða vera meira en 60 einingar. Meistaraprófsritgerð skal aldrei vera minni en 30 einingar.
Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.
Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.
Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.
Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458
MA-ritgerð í hnattrænum fræðum (MAN442L, MAN442L, MAN442L)
Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.
Meistaraprófsritgerð í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild er að jafnaði 30-60 einingar. Þegar sérstaklega stendur á má umfang meistaraprófsritgerða vera meira en 60 einingar. Meistaraprófsritgerð skal aldrei vera minni en 30 einingar.
Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.
Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.
Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.
Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458
- Haust
- UmhverfismannfræðiV
- Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir. Lesnámskeið.V
- Hnattræn heilsaV
- Mannfræði listaVE
- Lesnámskeið um sérsviðV
- Afbrot og frávikshegðunV
- Praktík og kenningar í safnafræðiV
- Söfn sem námsvettvangurV
- Kenningar í alþjóðasamskiptumV
- Utanríkismál ÍslandsV
- Staða Íslands í alþjóðakerfinuV
- Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræðiV
- Kenningar í félags- og mannvísindumV
- Almenn kynjafræðiV
- Vor
- Ímyndir, vald og framandleikiVE
- Lesnámskeið um sérsviðV
- Mannfræði borgaV
- Norræn trúV
- Sjónrænar rannsóknaraðferðirVE
- Réttarkerfið og löggæslaV
- Safn og samfélag: Sirkus dauðans?V
- Lesnámskeið um sérsviðV
- Fötlun og menningV
- Óháð misseri
- Mannfræði Íslands: Fortíð, nútíð og framtíðVE
Umhverfismannfræði (MAN509M)
Námskeiðið fjallar um rannsóknir mannfræðinnar og annarra fræðigreina félags- og mannvísinda á náttúru, umhverfi og tengslum manneskjunnar og umhverfis hennar. Ýmis grunnhugtök og fræðilegar hugmyndir sem umhverfismannfræðin og skyldar greinar nota verða kynnt og rædd.
Gerð er grein fyrir ýmsum tilraunum til að varpa ljósi á tilurð og einkenni ýmissa menningarstofnana og félagslegra ferla með skírskotun til vistkerfa og efnislegra skilyrða sem forsendu tilvistar þeirra. Þá verður vikið að gagnrýni sem þessi sjónarmið hafa sætt.
Sérstaklega verður vikið að þeim nýju viðhorfum sem skapast hafa í umhverfismálum á síðustu árum, meðal annars hvað varðar auðlindanýtingu af ýmsu tagi og umhverfishyggju.
Síðast en ekki síst verður farið yfir ýmsa snertifleti loftslagsbreytinga og samfélaga víða um heim. Loftslag, loftslagsbreytingar og samfélög og menning verða einnig skoðuð í sögulegu ljósi, út frá ýmsum kenningum sem hafa komið fram um samband þeirra og gagnkvæm áhrif.
Nokkur etnógrafísk dæmi um samspil manns og umhverfis eru höfð til hliðsjónar í námskeiðinu.
Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir. Lesnámskeið. (MAN018F)
Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.
Athugið: Námskeiðið er einungis ætlað nemendum sem eiga þetta námskeið eftir í skyldu, þ.e nemendum í diplómanámi í þróunarfræði eða hnattrænni heilsu sem og MA-nemendum í hnattrænum fræðum með þróunarfræði sem sérsvið.
Hnattræn heilsa (MAN0A3F)
Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.
Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.
Mannfræði lista (MAN0A6F)
Í þessu námskeiði verður farið yfir umfjöllun mannfræðinga um list í gegnum tíðina. Ólíkar skilgreiningar á hugtakinu list verða skoðaðar og í því samhengi tengsl þessa hugtaks við fagurfræði og siðferði. Leitað verður svara við þeirri spurningu hvort líta megi á hugtakið sem algilt, hvort verk, sem hinni vestrænt mótuðu skynjun þykir listræn í öðrum menningarsamfélögum, séu í raun list fyrir þá sem skapa þessi verk. Höfundaréttur, upprunaleiki og ýmis vandamál samfara samskiptum ólíkra menningarlegra hefða verða einnig tekin til athugunar. Til að varpa ljósi á þessa þætti verður leitað í etnógrafíuna og tekin dæmi frá ýmsum samfélögum víða um heim.
Lesnámskeið um sérsvið (MAN004F)
Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimildaritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við leiðbeinanda í meistaraverkefni. Nemandinn hefur samband við leiðbeinanda varðandi það að taka lesnámskeiðið og um fyrirkomulag þess.
Afbrot og frávikshegðun (FÉL0A1F)
Í námskeiðinu verður farið ítarlega í helstu kenningar í afbrotafræði og félagsfræði frávika. Nemendur munu lesa rannsóknagreinar þar sem kenningarnar eru prófaðar, bæði á Íslandi og erlendis.
Fjallað verður um mismunandi brota- og efnisflokka í félags- og afbrotafræðilegu ljósi, t.d. kyn og afbrot, búferlaflutninga og afbrot.
Áhersla er lögð á nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir.
Praktík og kenningar í safnafræði (SAF002F)
Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum. Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, ritskoðun, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur, fólksflutninga, minni, gleymsku og sanngildi. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina
Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)
Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.
Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.
Kenningar í alþjóðasamskiptum (ASK102F)
Námskeiðið er inngangur að kenningum í alþjóðasamskiptum. Það veitir nemendum undirstöðu til greininga á öðrum sviðum alþjóðasamskipta. Mælt er með að nemendur taki það sem fyrst á námsferlinum. Í námskeiðinu eru nemendur kynntir fyrir kenningaramma alþjóðasamskipta með það að markmiði að þroska færni þeirra til að skilja og greina viðburði samtímans með því að beita kenningum.
Viðfangsefnið er skoðað í gegnum helstu umræður (e. debates) í fræðunum, með áherslu á raunhyggju (e. realism), frjálslynda stofnanahyggju (e. liberalism/liberal institutionalism), og mótunarhyggju (e. constructivism) og samspil sögulegra og vísindalegra aðferða annars vegar og gerendahæfni og formgerðar hins vegar.
Fjallað er um viðfangsefni alþjóðasamskipta. Annars vegar þær aðferðir sem kenningarnar nota til að varpa ljósi á þessi efni og hins vegar hvernig kenningarnar lýsa stjórnmálum alþjóðakerfisins.
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og umræðum, í minni og stærri hópum. Áhersla er lögð á að nemendur þroski greiningar- og ritfærni í gegnum skil á ólíkum rituðum verkefnum.
Utanríkismál Íslands (ASK103F)
Fjallað verður um íslensk utanríkismál og utanríkisstefnu á tímabilinu 1940 til 2018. Gerð verður grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á utanríkisstefnunni og reynt að meta hvaða þættir stýra utanríkisstefnunni. Leitast verður við að svara spurningunni hvers vegna og til hvers Ísland taki virkari þátt í alþjóðasamstarfi. Einnig verður fjallað um hvernig þjóðernishyggja hér á landi og alþjóðlegir atburðir eins og stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafa sett mark sitt á utanríkisstefnuna. Greint verður hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við alþjóðavæðingunni, Evrópusamrunanum, auknu hlutverki alþjóðastofnana, stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum, endalokum kalda stríðsins og yfirstandandi efnahags- og fjármálakreppu. Fjallað verður um tvíhliða samskipti Ísland við nágrannaríkin og aukna þátttöku Íslands í starfi alþjóðastofnana. Til dæmis verður farið yfir samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin og þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna. Einnig verður fjallað um stofnun og störf Íslensku friðargæslunnar sem og aukna áherslu stjórnvalda á störf að þróunarmálum og mannréttindamálum. Kastljósinu verður beint að þeim áskorunum sem smáríki eins og Ísland standa frammi fyrir og þeim tækifærum sem þeim standa til boða í alþjóðasamfélaginu. Notast verður við kenningar í alþjóðastjórnmálum og smáríkjafræðum til að greina og skýra utanríkisstefnu Íslands. Rætt verður um hvort íslenskir ráðamenn trúi því í vaxandi mæli að Ísland hafi hæfni og getu til að láta til sín taka innan alþjóðastofnana og hafi skyldum að gegna í alþjóðasamfélaginu.
Staða Íslands í alþjóðakerfinu (ASK105F)
Markmið námskeiðsins er að kynna nemendur fyrir alþjóðasamvinnu og stöðu Íslands í alþjóðakerfinu. Hnattvæðing verður skoðuð í sögulegu ljósi og farið yfir helstu kenningar um hnattvæðingu. Fjallað verður um áhrif hnattvæðingar á stjórnmál, efnahagsmál, ríki og einstaklinga. Utanríkisstefna Íslands verður greind og áhersla lögð á þau málefni sem eru í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum um þessar mundir. Sjónum er beint að varnar- og öryggismálum á Íslandi, þátttöku Íslands í málefnum norðurslóða og norrænu samstarfi, og stöðu Íslands í ljósi breyttrar heimsmyndar. Fjallað verður sérstaklega um stofnanir sem sinna öryggismálum á landinu eins og Landhelgisgæsluna, Póst- og fjarskiptastofnunina og Ríkislögreglustjóra. Samrunaþróunin í Evrópu verður skoðuð með tilliti til þeirra leiða sem Ísland hefur valið í samskiptum sínum við Evrópu. Skoðað verður sérstaklega hvaða áhrif EES-samningurinn hefur haft á Íslandi. Einnig verður gerð grein fyrir þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna og framboði Íslands til Öryggisráðs SÞ.
Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræði (FFR102F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á þróun hugmynda og kenninga um fötlun og fái innsýn í fræðilega umfjöllun og rannsóknir á því sviði. Lögð er áhersla á þróun fötlunarfræða sem þverfræðilegrar og gagnrýnnar fræðigreinar með náin tengsl við réttindabaráttu fatlaðs fólks. Fjallað verður um margbreytileg félagsleg og menningarleg sjónarhorn og kenningar fræðigreinarinnar. Sérstök áhersla verður á þá hugmyndafræði sem legið hefur til grundvallar stefnumótunar og þjónustu við fatlað fólk undanfarna áratugi, þ.e.; 1) hugmyndafræði um “eðlilegt líf” normaliseringu, 2) hugmyndafræði um “sjálfstætt líf” independent living og 3) mannréttindasjónarmið. Jafnframt verður fjallað um tengsl hugmyndafræðinnar við daglegt líf fatlaðs fólks.
Kenningar í félags- og mannvísindum (FMÞ102F)
Námskeiðið fjallar um nýleg verk og stefnur sem valdið hafa, eða eru líkleg til að valda, straumhvörfum í félags- og mannvísindalegri hugsun. Áhersla er lögð á samfélagslegt og sögulegt samhengi kenninganna. Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum. Skyldumæting er í umræðutíma einu sinni í viku í 40 mínútur. Fjarnemar geta mætt í kennslustofu eða tekið þátt í gegnum Internetið (með Zoom).
Almenn kynjafræði (KYN101F)
Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Fjallað er um upphaf og þróun kvennabaráttu og kynjafræða. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.
Kennslufyrirkomulag: Námið byggir á vendikennslu sem þýðir að allir fyrirlestrar verða aðgengilegir á Canvas. Stað- og fjarnemar mæta vikulega í umræðutíma í háskólanum eða á Teams og netnemar taka vikulega þátt í umræðum á Canvas.
Ímyndir, vald og framandleiki (MAN101F)
Námskeiðið varpar ljósi á hvernig fordómar og staðalmyndir eru hluti af afmörkunarferli sem er rakið til nýlenduhyggju. Í námskeiðinu er því rýnt ferli afmörkunnar út frá gagnrýnum kenningum um kynþætti og eftirlendustefnu. Áhersla er lögð á að skoða ímyndir og orðræður fortíðar og nútímans um fólk sem eru afmarkað í samfélögum sem „hin‘“og hvernig „Hinun“ á sér stað. Út frá því gagnrýna ljósi, er ímyndasköpunin sem átti sér stað á tímum nýlenduveldanna greind sem og söguleg tenging þeirra við hugmyndir um menningu, sjálfsmyndir og þróun. Ferli sem jafnan er tengt við óríentalisma. Ennfremur er áherslan á tengingu eldri orðræðu við nýlenduhyggju, þjóðersnishyggju, og birtingamyndir nútímans sem beinast að jaðarsettum hópum i Evrópu.
Í námskeiðinu, er einnig skoðað hvernig slíkar orðræður hafa áhrif á sjálfsmyndir samfélagslega flokkaða hópa, afmörkun byggða á líkamlegum forsendum og afmarkaða staði. Að því leiti, er skoðað atbeni fólks, mótsstöður, og leiðir til viðnáms gegn jaðarsentingu og rasisma. Að lokum er rýnt í hvenrig mannfræðilegar rannsóknir og afstaða fræðimanna hefur spilast inn í þekkingarmynstur og pólítik fortíðar og nútíðar.
Námskeiðið er kennt á ensku.
Lesnámskeið um sérsvið (MAN005F)
Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimildaritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við leiðbeinanda í meistaraverkefni. Nemandinn hefur samband við leiðbeinanda varðandi það að taka lesnámskeiðið og um fyrirkomulag þess.
Mannfræði borga (MAN507M)
According to the United Nation’s Department of Economic and Social Affairs, slightly over half of the world’s population lives in urban areas. This is projected to be 66% percent by the year 2050, with Africa and Asia accounting for 90% of this new urban growth. Urban anthropology has increasingly played a critically important role in the development of the discipline of anthropology in terms of theory, research methods and social justice movements. This course provides an historical overview of the development of urban anthropology and on through to recent developments. An emphasis will be placed on anthropological theory and research methods, but also issues such as social justice, architecture, design and urban planning. The course will cover, among others, the early Chicago ethnographers and early urban poverty research, utopian and modernist urban planning, power and built form, divisions and gated communities, crime and urban fear, urban homelessness, and the governance of built spaces. The course will conclude with a section on cities in transition, which includes a focus on the post-industrial/global city, the effects of neoliberalism on urban spaces, and a discussion of the possible future(s) of urbanism and the role of anthropology in understanding these developments.
Students must have completed 120 ECTS in their BA study before attending this course
Norræn trú (ÞJÓ203F)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
Sjónrænar rannsóknaraðferðir (FMÞ001M)
Námskeiðið er að jafnaði kennt annaðhvert ár og er næst á dagskrá á vormisseri 2026.
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aðferðarfræðilega þekkingu, skilning og verklega færni til að greina myndir og önnur sjónræn rannsóknargögn (ljósmyndir, kvikmyndir, teikningar, auglýsingar, netmiðla, o.s.frv.). Farið verður í ýmsar aðferðir við greiningu á sjónrænu efni og hugað verður að sjónrænum gagnasöfnum og vinnu með þau. Nemendur fá þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir. Námskeiðið byggist upp á hagnýtum verkefnum, þar sem nemendur undirbúa og hanna rannsóknaáætlanir, afla gagna og spreyta sig á greiningu þeirra. Námskeiðið er þverfaglegt og hentar nemendum á hug- og félagsvísindasviði, sem og öðrum sviðum.
Réttarkerfið og löggæsla (FÉL007F)
Kennari lætur nemendum í té leslista sem inniheldur úrval af lesefni á sviði sakfræði. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir félags- og afbrotafræðinga á réttar- og löggæslukerfinu. Áhersla er lögð á að nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir. Umræðutímar verða haldnir aðra hverja viku.
Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)
Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.
Lesnámskeið um sérsvið (MAN005F)
Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimildaritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við leiðbeinanda í meistaraverkefni. Nemandinn hefur samband við leiðbeinanda varðandi það að taka lesnámskeiðið og um fyrirkomulag þess.
Fötlun og menning (FFR102M)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er að rýna í stöðu og ímynd fatlaðs fólks og birtingarmyndir fötlunar í (dægur)menningu og listum. Fjallað verður um ímyndir og hlutverk fatlaðs fólks í sögulegu samhengi, dægurmenningu, fjölmiðlum, bókmenntum, listum og almennri orðræðu. Sérstök áhersla verður lögð á (list)menningu fatlaðs fólks, sjálfskilning, kvenleika og karlmennsku. Rýnt verður í fötlun sem einn lið í fjölbreytileika samfélaga og staðsetningu fatlaðs fólks í menningu og sögu.
Mannfræði Íslands: Fortíð, nútíð og framtíð (MAN0A7F)
Námskeiðið fjallar um nokkur lykilatriði íslensks þjóðfélags og menningar frá sjónarhóli mannfræðinnar. Það gefur sögulegt yfirlit rannsókna í mannfræði á Íslandi og leggur sérstaka áherslu á málefni íslensks nútíma samfélags. Kennt verður á ensku til þess að gera námskeiðið aðgengilegt nemendum sem eru ekki íslensku mælandi og til þess að efla ensku kunnáttu og þjálfa fræðileg skrif nemenda á ensku.
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500
Netfang: nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs
Fylgstu með Félagsvísindasviði
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.