Skip to main content

Félagsfræði - Örnám

Félagsfræði - Örnám

Félagsvísindasvið

Félagsfræði

Örnám – 30 einingar

Stutt nám í félagsfræði með val um áherslu á rannsóknaraðferðir félagsvísinda, afbrotafræði eða heilsu og velferð.

Skipulag náms

X

Afbrot og frávikshegðun (FÉL0A1F)

Í námskeiðinu verður farið ítarlega í helstu kenningar í afbrotafræði og félagsfræði frávika. Nemendur munu lesa rannsóknagreinar þar sem kenningarnar eru prófaðar, bæði á Íslandi og erlendis.

Fjallað verður um mismunandi brota- og efnisflokka í félags- og afbrotafræðilegu ljósi, t.d. kyn og afbrot, búferlaflutninga og afbrot.

Áhersla er lögð á nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir.   

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsfræði á samfélagsmiðlum 

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.