Skip to main content

Vélaverkfræði

Vélaverkfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Vélaverkfræði

MS – 120 einingar

MS nám í vélaverkfræði er tveggja ára framhaldsnám við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Að loknu meistaraprófi í vélaverkfræði geta nemendur sótt um leyfi til iðnaðarráðherra til að geta kallað sig verkfræðinga.

Skipulag náms

X

Endurnýjanleg orka: inngangur (UAU111F)

Þróun í átt til sjálfbærari orkukerfa, byggir á aukinni notkun  umhverfisvænni og endurnýanlegri orku.  Í þessu inngangsnámskeiði verður:  i) gefin yfirsýn yfir sögu orkunotkunar í heiminum allt til stöðu orkumála í dag.  Að auki verður gefin innsýn inn í framtíðarspár Alþjóða Orkumálastofnunarinnar (IEA) með áherslu á sýn þeirra á endurnýjanlega orku og sjálfbærni ii) gefin yfirsýn yfir hefðbundnda og óhefðbundna orkugjafa svo sem vatnsorku, jarðvarma, sjávarföll, sólarorku og vindorku auk lífmassa með áherslu á verkfræðilegar nálganir og eðli þessarra orkugjafa iii) gefin innsýn í rafmagnsframleiðslu iv) gefið yfirlit yfiir umhverfisáhrif orkuvinnslu og orkunotkunar v) gefin yfirsýn yfir stefnumótun í orkumálum með sjálfbærni að leiðarljósi, auk annarrar stefnumótunar svo sem í loftslagsmálum.

Námskeiðið er samsett af vettvangsferðum og fyrirlestrum. 

Námskeiðið er eingöngu fyrir nemendur í kjörsviðinu: Endurnýjanleg orka.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Hönnun vatnsmiðla - Fráveita, vatnsveita og hitaveita (VÉL512M)

Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Veitna og Orkuveitunni. Unnið verður praktískt hönnunarverkefni í forritinu Fluidit sem Veitur og flestar verkfræðistofur á Íslandi vinna með.

Í námskeiðinu er farið í hlutverk og uppbyggingu vatns-, hita og fráveitukerfa. Farið er í þann búnað sem notaður er svo sem lagnaefni, lokar, dælur, dælustöðvar og tæki. Farið er í helstu ástæður leka og hvernig má vinna gegn honum. Nemendur læra muninn á grunnvatni og yfirborðsvatni og helstu aðferðir til að hreinsa neysluvatn. Nemendur læra um vatnsgeyma, tilgang þeirra og mismunandi tegundir. Farið er í jarðhitanýtingu á Íslandi fyrir hitaveitur. Einnig snjóbráðnun og innlekt á fráveitulagnir. Nemendur læra um samsetningu fráveituvatns; regnvatni, húsa- og iðnaðarskólp bæði með tilliti til samsetningu og magns. Einnig er farið í mengun skólps í viðtaka, hvaða hreinsikerfi eru notuð og hvernig skal velja hreinsimannvirki.

 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.