Skip to main content

Iðnaðarlíftækni

Iðnaðarlíftækni

Þverfræðilegt framhaldsnám

Iðnaðarlíftækni

MS – 120 einingar

Iðnaðarlíftækni er þverfagleg námsleið sem tengist ýmsum greinum heilbrigðisvísinda, verkfræði, líffræði, efnafræði og öðrum raunvísindum.

Námsleiðin mætir aukinni þörf atvinnulífsins fyrir starfsfólk með sérhæfða þekkingu og áhuga nemenda á þátttöku í nýsköpun á sviði líftækni.

Skipulag náms

X

Öryggisnámskeið fyrir rannsóknarstofur (LYF110G)

Farið er yfir helstu atriði sem tengjast öryggismálum á rannsóknarstofum eins og meðhöndlun efna, viðbrögð við óhöppum og efnamengun og viðbrögð við slysum. Í námskeiðinu eru nokkur stutt verkleg verkefni á rannsóknarstofunni og námskeiðið endar á eldvarnaræfingu.

Námskeiðið er ávallt haldið í byrjun annar, áður en almenn kennsla hefst.

Nauðsynlegt er að sækja námskeiðið til að fá leyfi til að taka þátt í verklegum æfingum á rannsóknarstofum. Mögulegt upptökunámskeið er í byrjun janúar, næsta misseri.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Valdís Halldórsdóttir
Valdís Huld Jónsdóttir
Reynir Freyr Reynisson
Valdís Halldórsdóttir
Iðnaðarlíftækni, MS

Líftæknin er skemmtilegt, spennandi og fjölbreytt nám, sem bíður upp á góða starfsmöguleika að námi loknu. Í námið blandast líffræði og tækni/verkfræði saman sem leiðir til ótal möguleika á spennandi sérhæfingu. Þróun á sviði framleiðslu, umhverfisverndunar, ræktunar og nýsköpunar stefnir í síauknu mæli í átt að líftækni. Námið hefur mætt öllum væntingum mínum og aukið áhuga minn á líftækni.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​biotech@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.