Iðnaðarlíftækni
Iðnaðarlíftækni
MS gráða – 120 einingar
Iðnaðarlíftækni er þverfagleg námsleið sem tengist ýmsum greinum heilbrigðisvísinda, verkfræði, líffræði, efnafræði og öðrum raunvísindum.
Námsleiðin mætir aukinni þörf atvinnulífsins fyrir starfsfólk með sérhæfða þekkingu og áhuga nemenda á þátttöku í nýsköpun á sviði líftækni.
Skipulag náms
- Haust
- Öryggisnámskeið fyrir rannsóknarstofur
- Inngangur að iðnaðarlíftækni
- Málstofa í iðnaðarlíftækni
- Skipulag og aðferðir í rannsóknum
- Örverufræði IIBE
- Örverur og líftækniBE
- LíftæknilyfB
- Framleiðslutækni matvælaB
- Vor
- Öryggisnámskeið fyrir rannsóknarstofur
- Hönnun efnahvarfa
- Málstofa í iðnaðarlíftækni
- Yfirtjáning, hreinsun og gæði próteina – verklegt.
- Efnagreining líftæknilyfja
- Bygging og eiginleikar próteinaB
- Lífefnafræði 4B
- Vistvæn nýsköpun matvælaB
Öryggisnámskeið fyrir rannsóknarstofur (LYF110G)
Farið er yfir helstu atriði sem tengjast öryggismálum á rannsóknarstofum eins og meðhöndlun efna, viðbrögð við óhöppum og efnamengun og viðbrögð við slysum. Í námskeiðinu eru nokkur stutt verkleg verkefni á rannsóknarstofunni og námskeiðið endar á eldvarnaræfingu.
Námskeiðið er ávallt haldið í byrjun annar, áður en almenn kennsla hefst.
Nauðsynlegt er að sækja námskeiðið til að fá leyfi til að taka þátt í verklegum æfingum á rannsóknarstofum. Mögulegt upptökunámskeið er í byrjun janúar, næsta misseri.
Inngangur að iðnaðarlíftækni (ILT102F)
Iðnaðarlíftækni er fjölbreytt fag sem nýtir undirstöður úr líffræði, efnafræði, lyfjafræði og verkfræði svo eitthvað sé nefnt.
Farið verður í undirstöðuatriði lítækninnar og hvernig hún nýtist í daglegu lífi okkar og í atvinnulífinu.
Námskeiðið er ætlað sem inngangur í líftækni sem skiptist í fimm flokka: (1) líftæknilyf, (2) iðnaðarlíftækni í efna- og matvælaiðnaði, (3) iðnaðarlíftækni í landbúnaði (4) hreinsun og vinnsla náttúruefna og (5) iðnaðarlíftækni í umhverfis- og orkuiðnaði. Gestafyrirlesarar úr bæði akademíu og atvinnulífinu munu halda valda fyrirlestra.
Námskeiðið er einnig hugsað til þess að ná utan um nemendahópinn í iðnaðarlíftækni, þar sem nemendur kynnast hver öðrum. Nemendur fá einnig að kynna hverjar áherslur sínar í náminu kunna að verða í samráði við kennara og fá leiðsögn í að byggja upp undirstöðuþekkingu fyrir sín eigin verkefni.
Námskeiðið er samkennt með LEF509M - Hagnýt lífefnafræði. Ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.
Málstofa í iðnaðarlíftækni (ILT101F)
Málstofur í iðnaðarlíftækni eru opinn umræðugrundvöllur þar sem iðnaður og háskólasamfélagið hittist hlustar saman á vel valda fyrirlesara innan líftækniiðnaðarins. Efnistök byggja á breiðum grunni m.a.:
- Líftæknilyf.
- Hönnun verkferla
- Frumu og þörungaræktun.
- Frá tilrauniglasi að vöru (uppskölun).
- Heilbrigðislíftækni og líefefnagreiningar.,
- Siðfræði í liftækni.
- Matvælalíftækni.
- Lífeldsneyti og efni unnin úr örverum.
- Líftækni í landbúnaði.
Málstofurnar eru skylda fyrir nemendur í MS í iðnaðaralíftækni sem þurfa að taka námskeiðið tvö misseri (haust og og vor).
Skipulag og aðferðir í rannsóknum (LÍF128F)
Markmið er að veita nemendum í rannsóknarnámi, meistara og doktorsnemum, innsýn í hagnýt atriði varðandi námið, undirbúning og framkvæmd rannsókna og frágang gagna.
Farið verður í siðferðileg, hagnýt og tæknileg atriði er varða skyldur leiðbeinanda og umsjónar, skil á stöðuskýrslum, rannsóknaráætlun og stöðupróf, nemendaskipti. Skyldur og réttindi nemans gagnvart kennara og HÍ, skyldur kennara við nemanda, frágangur lokaritgerðar/greina, höfundar að útgefnu efni tengdu verkefninu, launa/styrkjamál á meðan á námi stendur. Öryggi á tilraunastofu, tryggingamál o.fl. tengdu öryggi nemenda.
Undirbúningur og gerð styrkumsókna, sjóðir sem framhaldsnemendur geta sótt um styrki í. Frágangur gagna, greinaskrif, fyrirlestrar (framsaga og raddbeiting), gerð veggspjalda, atvinna að námi loknu og atvinnuviðtöl.
Uppbygging námsins: Fyrirlestrar umsjónaraðila, erindi gestafyrirlesara og umræðufundir, framsögur nemenda, útbúningur veggspjalda, yfirlestur og verkefnavinna.
Miðað er við að námskeiðið standi í 11 vikur á haustmisseri.
Örverufræði II (LÍF533M)
Markmið námskeiðsins er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum við rannsóknir og að kynna fyrir þeim hagnýt viðfangsefni er tengjast örverum. Námskeiðið er þrískipt. Í fyrsta hlutanum, viku 1-5, kynnast nemendur lífríki hverasvæða og vinna rannsóknarverkefni. Þeir munu safna sýnum og vinna sjálfstætt að einangrun, greiningu og lýsingu á bakteríustofnum.
Í öðrum hluta námskeiðsins verður fjallað um ýmis sérsvið líftækni og hvernig þau mótast vegna framfara og aukinnar þekkingar í örverufræði, erfðatækni og lífefnafræði. Tekið verður mið af íslenskum líftæknirannsóknum og farið í nýjungar í líftæknilegri aðferðafræði á eftirfarandi sviðum: Fjölbreytileiki og framleiðsla lífefna í örverum; skimunartækni (bioprospecting); hitkærar örverur, sjávarbakteríur og örþörungar, lífmassanýting (áhersla á þang og plöntulífmassa), lífmassaver (biorefineries), ensímtækni (fjölsykrusundrandi- og sykruumbreytingar-ensím), efnaskiptaverkfræði (erfðatækni, erfðamengjafræði; endurhönnun og betrumbætur efnaskiptaferla með erfðatækni), orkulíftækni (hönnun og endurbætur gerjunarferla með erfðatækni). Ræktunartækni og gersveppur sem framleiðslulífvera verða kynnt sérstaklega í verklegum tímum við bruggun á bjór.
Í þriðja hluta námskeiðsins er lögð áhersla á umhverfisörverufræði, sýnatökur, örverusamfélög og örveruþekjur, örverur í sjó, vatni og á þurru landi, loftgæði innanhúss og áhrif sveppa. Fjallað verður um sýkla í umhverfinu, áhættumat og eftirlit, líffræðilega hreinsun með hjálp örvera, metanframleiðslu og hlýnun jarðar. Farið verður í vettvangsferðir í sorphreinsistöðvar og skólphreinsistöðvar. Nemendur lesa og kynna efni sérvalinna rannsóknargreina í umræðutímum.
Fyrir utan kennslu á stundaskrá er gert ráð fyrir kennslu einn laugardag nálægt mánaðamótum september/október.
Örverur og líftækni (LÍF534M)
Markmið námskeiðsins er að kynna líftækni er byggir á nýtingu örvera og ensímum þeirra. Í fyrri hluta námskeiðsins er farið yfir grunnatriði örverufræðinnar, s.s. flokkun örvera, byggingu, efnaskipti, vöxt og starfsemi. Þeim er fylgt eftir í verklegum æfingum þar sem meðhöndlun örvera er kennd.
Í seinni hluta námskeiðsins verður fjallað um ýmis sérsvið líftækni og hvernig þau mótast vegna framfara og aukinnar þekkingar í örverufræði, erfðatækni og lífefnafræði. Tekið verður mið af íslenskum líftæknirannsóknum og farið í nýjungar í líftæknilegri aðferðafræði á eftirfarandi sviðum: Fjölbreytileiki og framleiðsla lífefna í örverum; skimunartækni (bioprospecting); hitkærar örverur, sjávarbakteríur og örþörungar, lífmassanýting (áhersla á þang og plöntulífmassa), lífmassaver (biorefineries), ensímtækni (fjölsykrusundrandi- og sykruumbreytingar-ensím), efnaskiptaverkfræði (erfðatækni, erfðamengjafræði; endurhönnun og betrumbætur efnaskiptaferla með erfðatækni), orkulíftækni (hönnun og endurbætur gerjunarferla með erfðatækni). Efnið verður kynnt í fyrirlestrum og nemendur fá þjálfun í lestri frumheimilda um sérvalin efni.
Ræktunartækni og gersveppur sem framleiðslulífvera verða kynnt sérstaklega í verklegum tímum við bruggun á bjór.
Námskeiðið er að hluta til samkennt með Örverufræði II (LÍF533M) og er ætlað fyrir nemendur sem ekki hafa lokið Örverufræði (LÍF201G) eða sambærilegu námskeiði.
Athugið að hugsanlega þarf að takmarka fjölda nemenda í námskeiðinu.
Fyrir utan kennslu á stundaskrá er gert ráð fyrir kennslu einn laugardag nálægt mánaðamótum september/október.
Líftæknilyf (LYF122F)
Markmið námskeiðisins er að nemendur skilji grundvallaratriði í þróun og framleiðslu líftæknilyfja. Farið verður í framleiðsluferli líftæknilyfja byggða á frumuræktunum ásamt greiningaraðferðum sem fara fram bæði við þróun lyfsins og þegar lyfið er komið á markað. Fjallað verður um eftirfarandi tegundir líftæknilyfja: Mótefni (hefðbundin og einstofna), bólefni og peptíð- og próteinlyf. Útskýrt verður hvernig “Quality by design”(QbD) er notað í gegnum allt framleiðsuferlið ásamt þeim kröfum sem eru gerðar til líftæknilyfja samkvæmt góðum framleiðsluháttum í lyfjagerð (Annex 2 í EU GMP). Öryggi og eiturvirkni líftæknilyfja verða einnig rædd. Auk þess verður farið í nýjar aðferðir tengdar líftæknilyfjum eins og genameðferðir og notkun kirna (nucleotides). Í þessu námskeiði verður leitast við að hafa víðtækt samstarf við sérfræðinga úr líftækniiðnaðinum á Íslandi
Framleiðslutækni matvæla (MAT504M)
Fjallað verður um helstu vinnsluaðferðir og áhrif þeirra á mismunandi tegundir matvæla eins og ávexti og grænmeti þar sem verður fjallað sérstaklega um kartöflur, tómata, agúrkur og sveppi. Korn og mölun mismunandi korn tegunda, kornvörur og vinnslu brauðs og kaffibrauðs , pasta og morgun korn. Mjólk og mjólkurvörur. Kjöt og kjötafurðir. Egg og vinnsla þeirra. Fita og olíur ásamt ýrulausnum. Drykkjarvörur eins og ávaxtasafa, gos, bjórgerð, víngerð, og framleiðslu á kaffi og te. Sælgætisgerð þar sem verður fjallað sérstaklega um sælgæti sem byggir á sykri og súkkulaði. Í öllum tilfellum verður fjallað um vinnsluferlið frá hráefni að fullunninni vöru þar sem farið verður yfir algengustu vinnslu hverrar afurðar fyrir sig og fjallað verður um þann tækjabúnað sem notaður er.
Öryggisnámskeið fyrir rannsóknarstofur (LYF207M)
Farið er yfir helstu atriði sem tengjast öryggismálum á rannsóknarstofum eins og meðhöndlun efna, viðbrögð við óhöppum og efnamengun og viðbrögð við slysum. Í námskeiðinu eru nokkur stutt verkleg verkefni á rannsóknarstofunni og námskeiðið endar á eldvarnaræfingu.
Námskeiðið er ávallt haldið í byrjun annar, áður en almenn kennsla hefst.
Nauðsynlegt er að sækja námskeiðið til að fá leyfi til að taka þátt í verklegum æfingum á rannsóknarstofum. Mögulegt upptökunámskeið er í byrjun janúar, næsta misseri.
Hönnun efnahvarfa (EVF202F)
Hönnun efnahvarfa og hvarfklefa þeirra fyrir efnaferli í efnaiðnaði. Undirstöðuatriði úr varmafræði, hraðafræði og flutningsfræðum eru notuð til að hanna efnahvörf í kerfum með og án efnahvata. Einnig eru grundvallaratriði í massaflutningi í tengslum við efnaverkfræðileg kerfi kynnt fyrir nemendum svo sem massavarðveislulögmálið og hvernig diffurjöfnur eru settar upp og leystar fyrir slík kerfi.
Málstofa í iðnaðarlíftækni (ILT201F)
Málstofur í iðnaðarlíftækni eru opinn umræðugrundvöllur þar sem iðnaður og háskólasamfélagið hittist hlustar saman á vel valda fyrirlesara innan líftækniiðnaðarins. Efnistök byggja á breiðum grunni m.a.:
- Líftæknilyf.
- Hönnun verkferla
- Frumu og þörungaræktun.
- Frá tilrauniglasi að vöru (uppskölun).
- Heilbrigðislíftækni og líefefnagreiningar.,
- Siðfræði í liftækni.
- Matvælalíftækni.
- Lífeldsneyti og efni unnin úr örverum.
- Líftækni í landbúnaði.
Málstofurnar eru skylda fyrir nemendur í MS í iðnaðaralíftækni sem þurfa að taka námskeiðið tvö misseri (haust og og vor).
Yfirtjáning, hreinsun og gæði próteina – verklegt. (ILT202F)
Stór þáttur í lífækniiðnaði er þróun á aðferðum til að tjá lífvirk prótein þar sem virkni próteinanna nýtist annað hvort innan lífverunnar sjálfrar (t.d. í erfðabreyttum plöntum í landbúnaði) eða í hreinu formi á annan hátt (lyf eða aðrir líftækniferlar).
Í þessu námskeiði verða kynntar nýstárlegar aðferðir til að tjá gen í erfðabreyttum lífverum. Í verklega þættinum verður geni sem tjáir prótein komið fyrir í tveimur mismunandi tjáningastofnum, (bakteríu og spendýrafrumu) og próteinið svo tjáð og hreinsað með gripskiljutækni (e. affinity chromatography). Einnig munu nemendur kynnast hvernig prótein eru fullhreinsuð og þétt upp í hentugan styrkleika. Borið verður saman, heimtur, virkni og hæfni mismunandi frumna til þess að tjá próteinafurð. Gæði og hreinleiki próteinafurðarinnar verður síðan metinn með lífefnafræðilegum mæliaðferðum s.s: differential scanning calometri (DSC), bindisækni með microscale thermophoresis (MST), circular dichroism (CD) og flúrljómun.
Efnagreining líftæknilyfja (LYF223F)
Líftæknilyf eru ólík hefðbundum lyfjum að því leiti að virka efnið er stórsameind með próteingrunn, mynduð í ákveðnum frumum eða bakteríum í gegnum genaendurröðun. Námskeiðið mun því fjalla um þær efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru í þróun líftæknilyfja og áður en líftæknilyfið fer á markað
Bygging og eiginleikar próteina (LEF616M)
Fjallað er um einkenni 1.-4. stigs byggingastiga prótein og hvernig þau ákvarða ýmsa eiginleika þeirra. Flokkun próteina á grundvelli myndbygginga og einkenni. Leitast er við að skýra samband myndbyggingar og eiginleika próteina með mismunandi líffræðileg hlutverk. Farið er yfir helstu byggingarþætti sem ákvarða stöðugleika myndbyggingar próteina, sem og afmyndun þeirra og svipmótunarferli. Fjallað er um áhrif þátta á borð við hitastig, sýrustigs, salta og afmyndara á stöðugleika próteina. Kynntar eru helstu aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir á byggingar- og eðliseiginleikum próteina. Fjallað verður um valin dæmi um samband prótein byggingar og eiginleika.
Kennsluhættir. Fyrirlestrar tvisvar í viku (2x40 mín. hvort skipti). Tölvuver einu sinni í viku (2x40 mín.). Í tölvutímum er í fyrstu kynnt hagnýting veraldarvefsins við öflun og vinnslu upplýsinga á hinum margvíslegu vefsetrum sem fjalla um byggingu og eiginleika próteina. Þjálfuð er færni í notkun forritsins SwissPDBviewer til skoðunar og rannsókna á próteinum. Þetta forrit er notað til að leysa ýmis verkefni um byggingu próteina og eru valin með hliðsjón af yfirferð í fyrirlestrum.
Lífefnafræði 4 (LEF617M)
Áherslur í þessu námskeiði er að kynnast aðferðafræði og þeim helstu nýjungum í greiningar- og reikniaðferðum sem nýttar eru í rannsóknum í lífefnafræði. Námskeiðið er byggt upp af nokkrum námskeiðshlutum þar sem sérfræðingar á sínu sviði sinna kennslu hvers hluta. Námsefnið byggir að mestu á fyrirlestrum en einnig getur verið lagt fyrir nemendur annað námsefni, s.s. greinar eða bókarkaflar þegar við á. Einnig er mögulegt að sumir kennarar standi fyrir sýnikennslu á rannsóknartæki eða leggi fyrir hagnýt verkefni í tímunum. Nokkur skrifleg verkefnaskil verða lögð fyrir nemendur meðan námskeiðið er þreytt.
Nýlegar rannsóknir á ýmsum sérsviðum lífefnafræðinnar verða til umfjöllunar en námshlutar geta breyst hverju sinni.
Dæmi um sérsvið sem fjallað er um: Einsameinda litrófsgreining, massagreining próteina, byggingafræðileg lífefnafræði, bindisækniaðferðir og varmafræði, ensímefnafræði og reiknifræðileg lífefnafræði.
Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)
Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf.
Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia.
Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni.
Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum.
Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.
Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.
Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.
Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/
Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.
Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8
Lokaverkefni (ILT401L)
Meistararitgerð er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 40 eða 60 ECTS.
Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Heilbrigðisvísindasviðs eða Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.
Málstofa í iðnaðarlíftækni (ILT101F)
Málstofur í iðnaðarlíftækni eru opinn umræðugrundvöllur þar sem iðnaður og háskólasamfélagið hittist hlustar saman á vel valda fyrirlesara innan líftækniiðnaðarins. Efnistök byggja á breiðum grunni m.a.:
- Líftæknilyf.
- Hönnun verkferla
- Frumu og þörungaræktun.
- Frá tilrauniglasi að vöru (uppskölun).
- Heilbrigðislíftækni og líefefnagreiningar.,
- Siðfræði í liftækni.
- Matvælalíftækni.
- Lífeldsneyti og efni unnin úr örverum.
- Líftækni í landbúnaði.
Málstofurnar eru skylda fyrir nemendur í MS í iðnaðaralíftækni sem þurfa að taka námskeiðið tvö misseri (haust og og vor).
Lokaverkefni (ILT401L)
Meistararitgerð er sjálfstætt rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur undir leiðsögn kennara. Meistararitgerð er 40 eða 60 ECTS.
Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Heilbrigðisvísindasviðs eða Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í samræmi við reglur þeirrar deildar sem nemandi brautskráist frá.
Málstofa í iðnaðarlíftækni (ILT201F)
Málstofur í iðnaðarlíftækni eru opinn umræðugrundvöllur þar sem iðnaður og háskólasamfélagið hittist hlustar saman á vel valda fyrirlesara innan líftækniiðnaðarins. Efnistök byggja á breiðum grunni m.a.:
- Líftæknilyf.
- Hönnun verkferla
- Frumu og þörungaræktun.
- Frá tilrauniglasi að vöru (uppskölun).
- Heilbrigðislíftækni og líefefnagreiningar.,
- Siðfræði í liftækni.
- Matvælalíftækni.
- Lífeldsneyti og efni unnin úr örverum.
- Líftækni í landbúnaði.
Málstofurnar eru skylda fyrir nemendur í MS í iðnaðaralíftækni sem þurfa að taka námskeiðið tvö misseri (haust og og vor).
- Haust
- Tilraunastofa í efnaverkfræðiVE
- GæðastjórnunVE
- VerkefnastjórnunV
- Lífefnafræði 3V
- Stjórnun rannsóknardeildarV
- Hagnýt lífupplýsingafræðiV
- Aðferðir í sameindalíffræðiV
- MannerfðafræðiVE
- UmhverfisfræðiVE
- UmhverfisörverufræðiVE
- Inngangur að lyfjavísindumV
- LyfjagerðarfræðiV
- ÓnæmisfræðiV
- Matvælaefnafræði 2V
- Matvælaverkfræði 1V
- Auðlindir hafsinsV
- Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFoodV
- VatnsgæðiV
- Sjálfvirk stýrikerfiV
- Vor
- EfnagreiningartækniV
- Hönnun efnaferlaV
- Hönnun efnahvarfaV
- Siðfræði vísinda og rannsóknaV
- Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (II)V
- Lífefnafræði 2V
- Frumulíffræði IIV
- SameindaerfðafræðiV
- Erfðamengja- og lífupplýsingafræðiVE
- Inngangur að kerfislíffræðiVE
- LyfjagreiningV
- Gæðakröfur og regluverk í lyfjaframleiðsluV
- Verkleg lyfjagreining og eðlislyfjafræðiV
- ÓnæmisfræðiV
- Stofnfrumur og frumusérhæfingVE
- Aðferðir í ónæmisfræðiV
- Lífvirk efni úr hafinuV
- Matvælaverkfræði 2V
- Gæðastjórnun matvælaV
- Hagnýt fjölvíð aðhvarfsgreining og gagnavinnslaV
- Ónæmisfræði, grundvallarviðfangsefniV
- Líffræði krabbameinaV
- Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnemaV
Tilraunastofa í efnaverkfræði (EVF501M)
Verklegar æfingar tengdar efnaverkfræði, skammtaefnafræði, safneðlisfræði og varmafræði ásamt stoðfyrirlestrum. Æfingarnar fela í sér bæði tölvureikninga og mælingar. Notkun litrófsgreiningar til að ákvarða eiginleika sameinda, svo sem gleypniróf lífrænna litarefna og tvíatóma gassameinda. Varmarýmd gasefna við lágt hitastig. Varmaskipti í efnahvörfum, gufuþrýstingur vökva, þurrgufun fastra efna, kristöllun, margfasa eyming, vökva-vökva útdráttur og efnahvörf í rafölum. Lágmarkseinkunnar er krafist bæði í hluteinkunn fyrir verklegar æfingar og í prófseinkunn.
Gæðastjórnun (IÐN101M)
Markmið: Nemendur fái skilning á uppruna og þróun gæðastjórnunar og hvernig fyrirtæki og stofnanir geta byggt upp stjórnkerfi á grundvelli alþjóðlegs gæðastjórnunarstaðals. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um gæðahugtakið, innri og ytri viðskiptavini, gæðabrag, umbótaferli, liðsvinnu, gæðakostnað og gæðahringhrás og samhengi gæðastjórnunar og hönnunar og notkun tölfræði í gæðastjórnun. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um ISO9001 gæðastaðalinn og nemendur fást við hann í hópvinnu með því að skoða kröfur hans í samhengi við starfandi fyrirtæki.
Verkefnastjórnun (IÐN503G)
Í námskeiðinu eru kennd grunnatriði í verkefnastjórnun. Farið verður yfir grunnhugtök, umhverfi og val verkefna, áætlunargerð, eftifylgni, stjórnun verkefnateyma og lok verkefna. Nemendur fá þjálfun í gerð verkefnaáætlana og að takast á við áskoranir við framkvæmd og lok verkefna. Sérstök áhersla er á notkun verkefnastjórnunar við tækninýsköpun í skipuheildum.
Lífefnafræði 3 (LEF501M)
Verklegar æfingar af eftirtalinni gerð eru framkvæmdar: Hraðafræði ensíma og áhrif hindra. Einangrun og hreinsun ensíma með vatnsfælinni skilju, jónaskiptaskilju, sértækri skilju og hlaupsíun. Rafdráttur próteina og kjarnsýra. Stöðugleiki próteina gagnvart hita og þvagefnis metinn með virknimælingum, hringskautunarljósbreytingum og gleypnibreytingum. Sértæk efnahvörf próteina gerð til ákvörðunar breinnisteinsbrúa og þíólhópa. Verkunarmáti ýmissa hvarfgjarnra efna sem hindra serín eða cystein próteinasa kannaður. Mótefnafelling. Skerðiklipping DNA og ákvörðun bræðslumarks DNA við ýmsar aðstæður. Lífupplýsingafræði og greining stórsameinda í í tölvu (BLAST, ALLIGN, DeepView).
Stoðfyrirlestrar tengja saman hagnýt atriði verklegu æfinganna og fræðilega undirstöðu þeirra, sem kemur fram í fjölrituðum vinnuseðlum og kennslubókum.
Vinnulag:
Fyrirlestrar í 13-14 vikur (2 x 40 mín) einu sinni í viku. Verklegur tími einu sinni í viku í 6 klst. í 12-13 vikur.
Stjórnun rannsóknardeildar (LEI105F)
Fjallað verður um:
Stjórnunarfræði og hlutverk stjórnenda
Gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu, þar sem skoðuð eru hugtök eins og faggilding og vottun, rætt um gæðastaðla og gerð gæðahandbóka.
Upplýsingakerfi - gagnagrunnar, rafræn skeyti, sjúkraskrá, staðlar
Heilbrigðiskerfið - heilbrigðisþjónusta
Öryggisstjórnun, þar fjallað verður um öryggi vinnuumhverfis og upplýsingaöryggi.
Umhverfisstjórnun
Þekkingarstjórnun
Breytingastjórnun
Verkefnastjórnun
Fjármálastjórnun
Mannauðsstjórnun
Vinna í námskeiðinu fer að mestu fram með upplýsingaleit, lestri og gerð verkefna
Fyrirlestrar verða um fræðilegar kenningar og aðferðafræði stjórnunaraðferða og önnur viðfangsefni námskeiðsins. Nemendur vinna verkefni í hópum og kynna niðurstöður að loknum fyrirlestum kennara. Umræður um verkefni verða samhliða. Að mestu leiti felst vinnan í verklegum og fræðilegum verkefnum, lestri, kynningum og umræðum.
Hagnýt lífupplýsingafræði (LEI106F)
Fjallað verður um helstu gagnabanka fyrir DNA, RNA og prótein og uppbyggingu þeirra. Fjallað verður um ýmsar aðferðir lífupplýsingafræðinnar, svo sem til raðsamanburðar, raðleitar og til leitar að ýmsum virkum setum í bæði prótein- og DNA/RNA-röðum. Fjallað verður um tengsl raðsamanburðar og þróunarfræði, með áherslu á að nemandi skilji helstu aðferðir til að greina skyldleika raða. Lögð verður áhersla á að nemendur þekki og kunni að notfæra sér nokkra helstu gagnabanka á þessu sviði. Auk þess verður fjallað um nokkur forrit s.s. MEGA og Geneious svo einhver séu nefnd, auk veflægra forrita.
Kennsla fer fram með fyrirlestrum og verkefnavinnu. Námskeiðinu er ætlað að vera hagnýtt, verkefnaskil eru jafnt og þétt yfir önnina og námskeiðið krefst því virkrar þátttöku nemandans.
Aðferðir í sameindalíffræði (LÍF118F)
Fyrirlestrar: Fræðilegur bakgrunnur helstu aðferða sameindalíffræðinnar og notkun þeirra við rannsóknir. Námsefni lagt fram af kennurum. Verklegar æfingar í sameindalíffræði: Tilraunalífverur; E.coli, S. cerevisiae, C. reinhardtii, A. thaliana, C. elegans, D. melanogaster, M. musculus. Vinnubækur og vinnuseðlar, rafrænt umhverfi. Ræktun og geymsla á bakteríum, sveppum, öðrum heilkjarna lífverum og frumum þeirra. Einangrun og greining á DNA og RNA, Southern og Northern blettun. PCR, RT-PCR, qRT-PCR, skerðiensím, raðgreining á DNA, gagnavinnsla og greining. Genaferjun og önnur erfðatækni í bakteríum, sveppum og öðrum heilkjörnungum. Framleiðsla, einangrun og greining próteina. Framleiðsla og notkun mótefna. Western blettun, ónæmislitun, geislavirkni. Notkun smásjár í sameindalíffræði. Farið verður yfir aðferðafræði í nýlegum vísindagreinum. Ritgerðarverkefni: Ritgerð og erindi um valda aðferð. Ritun styrkumsóknar og hönnun tilrauna. Unnið sem hópverkefni framhaldsnema og lýkur með fyrirlestri og skilum á styrkumsókn.
Mannerfðafræði (LÍF513M)
Fyrirlestrar: Erfðaháttur og ættartré. Skipulag erfðaefnis mannsins. Litningar, litningabreytingar, litningagallar. Staðsetning gena. Sambandsgreining /Tölfræðileg nálgun. Erfðagreining. Flóknir erfðagallar, erfðir og umhverfi. Erfðir og krabbamein. Genalækningar. Þróun mannsins og skyldra tegunda. Siðferðileg efni tengd mannerfðafræði, upplýst samþykki og persónuupplýsingar. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi almenna undirstöðu í erfðafræði.
Verklegt: Túlkun gagna úr erfðagreiningingum, unnið með tjáningargögn, greining gagna úr litningalitunum, unnið með gögn úr kortlagningu á erfðaþáttum.
Umhverfisfræði (LÍF516M)
Landnýting. Ólífrænar auðlindir, nýting og umhverfisáhrif. Sjálfbær þróun. Líffræðileg fjölbreytni í tíma og rúmi. Eyðing búsvæða, útdauði og válistar. Ágengar tegundir. Jarðvegur og eyðimerkurmyndun. Verndun landslags og víðerna. Siðfræði og saga náttúruverndar, íslensk náttúruverndarlöggjöf. Hagnýting vistfræðilegrar þekkingar til að leysa umhverfisvandamál, vistheimt, mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Hnattrænar loftslagsbreytingar. Ein dagsferð á laugardegi í september. Nemendafyrirlestrar.
Umhverfisörverufræði (LÍF535M)
Kennsla fer fram í viku 1-5 og 11-14.
Markmið námskeiðsins er að kynna mikilvægi örvera í náttúrunni og manngerðu umhverfi. Í fyrri hluta námskeiðsins er farið yfir grunnatriði örverufræðinnar, s.s. flokkun örvera, byggingu, efnaskipti, vöxt og starfsemi, meðhöndlun og greiningu. Þeim er fylgt eftir í verklegum æfingum, umræðutímum og með verkefnum. Fyrri hlutinn er nauðsynlegur grunnur áður en farið er í sérsvið innan örverufræðinnar.
Í seinni hluta námskeiðsins er farið í sýnatökur í umhverfinu, örverusamfélög og örveruþekjur, örverur í sjó, vatni og á þurru landi, loftgæði innanhúss og áhrif sveppa. Fjallað verður um sýkla í umhverfinu, áhættumat og eftirlit, líffræðilega hreinsun með hjálp örvera, metanframleiðslu og hlýnun jarðar. Farið verður í vettvangsferðir í sorphreinsistöðvar og skólphreinsistöðvar. Nemendur lesa og kynna efni sérvalinna rannsóknargreina í umræðutímum.
Þetta námskeið er að hluta til samkennt með Örverufræði II (LÍF533M) og er ætlað fyrir nemendur sem ekki hafa lokið Örverufræði (LÍF201G ) eða sambærilegu námskeiði.
Fyrirlestrar verða í viku 1-5 og svo viku 11-14. Verkleg kennsla í viku 2-5 og vettvangsferðir og umræðutímar í viku 11-14.
Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)
Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum
Lyfjagerðarfræði (LYF514G)
Markmið námskeiðisins er að fjalla um helstu gerðir lyfjaforma og mismunandi lyfjaleiðir. Farið verður í hönnun lyfjaforma (preformulation) og þætti sem liggja til grundvallar lyfjagerð eins og dreifð kerfi, flæði vökva, hreinsun vökva, síun og hjálparefni við lyfjagerð (rotvarnarefni, andoxunarefni, bragðefni, litarefni). Munu nemendur kynnast lausnum, fleytum, dreifum, stílum, lyfjum í öndunarfæri, lyfjaformum á húð, augnlyfjaformum, samsetningu þeirra og þeim kröfum sem eru gerðar til þeirra samkvæmt Evrópsku lyfjaskránni (Ph.Eur). Jafnframt verður farið í mismunandi aðferðir til að dauðhreinsa lyf og lyfjaumbúðir ætlaðar til gjafar fram hjá meltingarkerfinu (parenteral lyfjaform) ásamt því að farið verður ítarlega í töfluslátt en einnig komið inn á framleiðslu hylkja. Farið verður í með nemendum hvernig framleiðsla taflna fer fram. Atriði eins og kornastærð og eiginleikar agna, áhrif blöndunar á töfluslátt , val á hjálparefnum og húðun taflna verða kennd. Einnig verður farið sérstaklega í gæðaeftirlit með töfluframleiðslu og kröfur sem eru settar fram af Ph.Eur til töfluframleiðslu. Tekið verður fyrir einkaleyfi á lyfjum og lyfjaformum.
Ónæmisfræði (LÆK025M)
Ónæmiskerfið, líffæri og frumur. Ósérhæfðar varnir, átfrumur, kompliment, bólgusvör. Sérhæfðar varnir, þroskun og sérhæfing eitilfruma. Sértækni og greining eitilfrumna, starfsemi B- og T-frumna. Ónæmissvör, ónæmisminni, slímhúðarónæmi. Sjálfsþol og stjórnun ónæmissvara. Ónæmisbilanir, ofnæmi, sjálfsofnæmi og líffæraflutningar. Meðferð sjálfsofnæmis- og ofnæmissjúkdóma. Bólusetningar og varnir gegn smitsjúkdómum. Ónæmisfræðilegar greiningaraðferðir. Nemendafyrirlestrar um valdar vísindagreinar og umræður undir leiðsögn kennara.
Skyldunámskeið fyrir næringarfræðinema.
Matvælaefnafræði 2 (MAT505M)
Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirgripsmikla þekkingu á matvælaefnafræði. Upplýsingar um mismunandi efni í matvælum og eiginleika þeirra verða tengdar hagnýtum dæmum sem tengjast þróun og framleiðslu matvæla til að viðhalda gæðum, geymsluþoli og aðgengileika næringarefna. Farið verður yfir efna- og eðlisfræðilega eiginleika orkugjafa í matvælum (kolvetna, fitu, og próteina), notkunarmöguleika þeirra í matvælum, niðurbrot, hvörf við önnur efni, leiðir til að viðhalda eiginleikum þeirra og áhrif á geymsluþol. Farið verður yfir áhrif byggingar næringarefna á víxlvirkni þeirra við önnur efni í matvælum. Áhrif vatns og vatnsvirkni á geymsluþol og eiginleika matvæla verður rædd. Farið verður yfir hraðafræði ensíma, hvörf ensíma í matvælum, hagnýtingu ensíma í matvælaiðnaði og leiðir til að halda ensímefnahvörfum í matvælum í skefjum. Kynntar verða aðferðir til að innlima lífvirk efni í matvæli og vernda fyrir óæskilegum efnahvörfum. Efnafræði litarefna, rotvarnarefna og þráavarnarefna ásamt notkun þeirra í matvæli verður rædd. Áfanginn er lesáfangi með verklegri kennslu. Umræðutímar verða til þess að fara yfir námsefnið með nemendum ásamt nemendaverkefnum.
Matvælaverkfræði 1 (MAT507M)
Markmið námskeiðsins er að kynna undirstöðuatriði matvælaverkfræði og framleiðslutækni. Í því felst kynning á uppstillingu og lausn massa- og orkujafnvægis, grunnhugtök varmafræði, straumfræði og áhrif þrýstingstaps og núnings í matvælaferlum.
Kennsluefnið samanstendur af fyrirlestrum, dæmatímum og heimadæmum um fjölbreyttar vinnsluaðferðir.
Kennslubók og annað lesefni:
1. Introduction to food engineering, 5th edition, 2013. Singh, Paul and Heldman, Dennis.
Paul Singh's youtube channel:
https://youtube.com/@RPaulSinghLinks to an external site.
2. Glærur úr fyrirlestrum, vísindagreinar og annað lesefni dreift til nemenda á Canvas síðu námskeiðsins.
Auðlindir hafsins (MAT703F)
Nemendur öðlast innsýn í nýjustu rannsóknir og þróun innan hagnýtingar á auðlindum hafsins, þar með töldu vöruþróun, nýjar tækni- og vinnslulausnir, nýstárlegar gæðamælingar og öðlast heildræna sýn á þá mörgu þætti sem hafa áhrif á gæði sjávarafurða, allt frá veiðum til neytenda.
Meðal annars verður farið í nýjungar og bestun við vinnslu, sjálfstýringar og vélvæðingu innan vinnslu sjávarafurða, helstu nýjungar í gæðaeftirliti og gæðamælingum, nýjungum í vöruþróun, s.s. þrívíddarprentun matvæla, prótein og peptíð vinnslu, hættur frá plasti í virðiskeðjuni, lífvirk efni í hafinu, jaft og skilgreining, þróun og vinnsla á nýjum og vannýttum hráefnum úr hafinu.
- Námskeiðið er skyldunámskeið í AQFood kjörsviðinu (aqfood.org ) en öðrum nemendum HÍ er einnig velkomið að taka námskeiðið.
Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)
https://www.nmbu.no/course/AQF200
Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.
Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.
Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.
Vatnsgæði (UMV121F)
Iðn- og fólkvæðing hefur leitt til hnignunar vatns og jarðvegsgæða. Þetta námskeið kannar lífsferil helstu mengunarvalda í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi: frá uppsprettu, örlögum þeirra í umhverfinu, hvernig menn verða fyrir menguninni, leiðir til þess að endurheimta (og hreinsa) vatnshlot og jarðveg í anda sjálbærnismarkmiðs Sameinuðu þjóðanna (nr. 14-15). Kúrsinn veitir fræðilegan grunn til þess að áætla styrkleika mengunar í vatni og jarðvegi.
Viðfangsefni: Mengunarvaldar í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi. Flutningur og þynning mengunar. Stöðugleiki vatns og vindblöndun. Stærðfræðilegar lausnir til þess að meta styrk mengunar í ám, vötnum, fjörðum og grunnvatni. Mengun á föstu formi, botnfelling og endurupptaka. Flutningur gastegunda og súrefnisþurrð. Efnafræðileg hrörnun mengunarvalda. Sig mengunar í jarðvegi. Endurheimt og hreinsun mengaðs vatns og jarðvegs.
Kennsla fer fram á ensku í formi fyrirlestra, umræðna um staðbunding og hnattræn mengunarslys, og hagnýtra rannsóknarverkefna. Nýjar rannsóknir sem viðkoma vatns- og jarðvegsmengun á Íslandi verða rýndar.
Sjálfvirk stýrikerfi (VÉL504G)
Helstu aðferðir hefðbundinnar sjálfvirkrar stýritækni. Líkön ýmissa kerfa á formi yfirfærslufalla og ástandsjafna, hermun, tíma- og tíðnisvörun kerfa. Eiginleikar stýrikerfa með afturvirkni, stöðugleiki, næmni, þol gegn truflunum, skekkjustuðlar. Stöðugleikagreining, regla Routh. Greining og hönnun með rótarferlum og í tíðnirúmi, fasaflýtir, fasaseinkari, PID stýringar. Tölvustýrð kerfi, A/D og D/A breytur, vörpun á samfelldum stýringum yfir á stakrænt form. Greining og hönnun stakrænna kerfa.
Efnagreiningartækni (EFN414G)
Námskeiðið er verklegt námskeið með vikulegum tveggja tíma stoðfyrirlestrum. Þar verða undirstöðuatriði efnagreiningaraðferðanna kynnt svo og uppbygging, efnisval og notkun tækjabúnaðar. Stoðfyrirlestrar eru hluti af verklegum æfingum og því er mætingaskylda í þá.
Kynntar verða almennar aðferðir í efnagreiningum sem byggja á hagnýtingu efna- og eðliseiginleika efna og víxlverkun eðliseiginleika efna við rafsegulsviðið. Einnig verða kynntar skiljuaðferðir (chromatographic methods) til að greina efnablöndur í sundur, svo hægt sé að einangra hrein efni og bera kennsl á þau. Námskeiðið tekur aðallega mið af greiningu á lífrænum efnasamböndum.
Mæliaðferðirnar sem verða kynntar eru: litrófsmælingar á útfjólubláa og sýnilega sviðinu, atómgleypni, flúrljómun og titringsróf á innrauða sviðinu. Kjarnarófsmælingar (NMR), massagreiningar og hagnýting röntgengeisla til byggingargreiningar. Skiljuaðferðir (chromatographic methods): s.s. gasskilja og háþrýstivökvaskilja til þáttbundinna og magnbundinna greininga. Samtengd notkun mismunandi tækja/aðferða til greininga á óþekktum efnablöndum (GC, FT-IR, NMR og GC-MS).
Nemendur vinna vinnubók og skila skýrslu úr einni æfingu ásamt vinnubókinni.
Stoðfyrirlestar: 2 tímar í viku.
10 verklegar æfingar: vinnubók og skýrsla.
Þriggja tíma skriflegt próf úr verklegu:
Hönnun efnaferla (EVF601M)
Greinagóð kynning á hvernig tölvuforrit (eins og t.d. Aspen) er notað til að herma, hanna og besta ýmis konar efnaferla í efnaiðnaði. Kennt er hvernig hægt er að velja, besta, og setja saman efnahvarfklefa, sem og búnað til að aðskilja myndefni og búnað fyrir varmaskiptin í ferlinu. Kynnt verða hugtök og lögmál til að meta hagkvæmni efnaferilins.
Hönnun efnahvarfa (EVF602M)
Námskeiðið veitir inngang að hönnun og greiningu á (líf)efnafræðilegum hvarfklefum. Það fer yfir mikilvæg hugtök í efnafræðilegri varmafræði, hraðafræði efnahvarfa og hvataðra efnahvarfa, sem gerir nemendum kleift að þróa sterka grunnþekkingu á verkfræðilegri hönnun efnahvarfa. Námskeiðið inniheldur einnig gestafyrirlestra frá sérfræðingum í iðnaði sem og nemendafyrirlestra, sem stuðlar að tengslum við raunverulegar aðstæður.
Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)
Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins.
Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.
Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.
Markmið:
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.
Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.
Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (II) (IÐN216F)
Námskeiðið er framhald af námskeiðinu IÐN222F Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I)“ og er kennt á vikum 8-14 á vormisseri. Þessi hluti námskeiðsins felst í ítarlegri þróun viðskiptalíkans fyrir tiltekið viðskiptatækifæri. Sú þróun fer fram í hópum þar sem áhersla er lögð á að leiða saman einstaklinga með bakgrunn í viðskiptum og stjórnun og einstaklinga með fagþekkingu á því sviði nýsköpunar sem viðskiptatækifærið byggir á. Uppruni verkefnanna getur verið í sjálfstæðu viðskiptatækifæri eða innan samstarfsfyrirtækja. Í báðum tilvikum er lögð áhersla á að verkefnin feli í sér afurðaþróun byggða á fagþekkingu þar sem viðskiptalegar forsendur tækifærisins og prófun þeirra eru í forgrunni.
Lífefnafræði 2 (LEF406G)
Í þessu námskeiði er farið yfir helstu helstu efnaskiptaferla frumna með áherslu á efnskipti kolvetna, fitu og próteina ásamt samþættingu þessara ferla og stjórnun þeirra. Fyrst er fjallað um efnaskipti kolvetna, þar sem sykurrof (bæði loftháð og loftfirrð), sítrónusýruhringurinn og pentósafosfatferillinn eru skoðuð ítarlega. Einnig verður farið yfir ferla eins og glúkoneógenesu, niðurbrot og nýmyndun glýkógens, og hvernig stjórnun á efnaskiptum kolvetna fer fram. Næstu viðfangsefni eru svo efnaskipti fitu, þar sem þættir eins og niðurbrot þríglýseríða, oxun og nýsmíði fitusýra eru útskýrð. Sérstök áhersla er lögð á stjórnun fituefnaskipta og stjórnun ensíma sem taka þátt í því ferli. Því næst er farið yfir efnaskipti próteina, þar sem vatnsrof próteina, niðurbrot amínósýra og þvagefnishringurinn eru rannsökuð.
Námskeiðið tekur einnig á samþættingu og stýringu efnaskiptaferla og þeirri flóknu stjórn sem fer fram í meginstjórnunarskrefum ferlanna, með tilliti til bæði innanfrumuefna og hormóna. Farið er yfir hvernig þessi ferli aðlagast mismunandi aðstæðum í átt að samvægi (e. homeostasis) og hvaða áhrif raskanir á stjórnun þeirra hefur. Að lokum verður fjallað um ljóstillífun og Calvin-hringinn.
Námskeiðið er mjög gagnlegt fyrir þá sem vilja öðlast djúpan skilning á lífefnafræðilegum ferlum og efnaskiptum líkamans.
Vinnulag er eftirfarandi:
Fyrirlestrar í 13-14 vikur (2 x 40 mín) tvisvar sinnum í viku.
Frumulíffræði II (LÍF614M)
Áherslan er á rannsóknagreinar. Nýlegar rannsóknir á ýmsum sérsviðum frumulíffræði verða til umfjöllunar og er það breytilegt hverju sinni. Fyrir hvern fyrirlestur eru lagðar mest fram þrjár greinar.
Hver nemandi hefur framsögu um eina nýlega rannsóknargrein þar sem ítarlega er gert grein fyrir aðferðum og niðurstöðum. Nemandinn skrifar ritgerð um rannsóknargreinina og ræðir túlkun niðurstaðna á gagnrýninn hátt.
Dæmi um sérsvið sem hefur verið fjallað um: Náttúrulegt ónæmi, príon, pontin og reptin próteinin, skautun þekjufruma, þroskun loftæða, gagnagreining á genatjáningargögnum, sjálfsát, uppruni kjarnans.
Sameindaerfðafræði (LÍF644M)
Fyrirlestrar: Sameindagrunnur lífsins (efnatengi, lífefni, bygging stórsameinda DNA, RNA og próteina). Efðamengi dreifkjörnunga og heilkjörnunga. Skipulag erfðaefnisins, litningar, litni og litnisagnir. Stjórn DNA eftirmyndunar og frumuhringsins. DNA eftirmyndun. Aðskilnaður litninga og frumuskipting. Umritun. Stjórn umritunar. Verkun RNA sameinda. Þýðing mRNA í prótein. Stjórnkerfi þýðingar. Hlutverk RNA sameinda í stjórn genatjánigar. Prótein-umbreytingar og umferðarstjórn innan frumna. DNA skemmdir, varðstöðvar og DNA viðgerðir. Endurröðun og viðgerðir á tvíþátta DNA brotum. Stökklar og staðbundin endurröðun. Helstu aðferðir sameindalíffræðinnar og tilraunalífverur.
Umræðutímar: Nemendur hafa framsögu um og ræða valdar rannsóknagreinar og skila inn útdrætti úr greininni.
Verklegar æfingar: Unnið verður að verkefni í sameindaerfðafræði sem tengist rannsóknum kennara og býður upp á notkun helstu aðferða sameindaerfðafræðinnar svo sem genaferjun, DNA mögnun og raðgreiningu, ummyndun og einangrun plasmíða, skerðikortlagningu, og rafdrátt bæði kjarnsýra og próteina.
Próf: Verklegt 10%, umræðufundir og skrifleg verkefni 15%, skriflegt próf 75%.
Erfðamengja- og lífupplýsingafræði (LÍF659M)
Erfðamengjafræði og lífupplýsingafræði samþættast á margvíslega vegu. Erfðatækni opnaði möguleika á raðgreiningu erfðamengja, greiningum á tjáningar- og prótínmengjum. Með raðgreiningum á erfðamengjum þúsundum lífvera opnast möguleikar á að nýta upplýsingarnar til að öðlast þekkingu og skilning á líffræðilegum fyrirbærum. Samanburðaraðferð þróunarkenningar Darwins er fræðilegur grundvöllur fyrir greiningar á slíkum upplýsingum. Sameiginlegir eiginleikar varðveittir í mismunandi lífverum eiga sér grunn í varðveittum hlutum erfðamengja. Að sama skapi liggja rætur nýjunga í svipfari oft í hlutum erfðamengja sem eru mismunandi á milli tegunda. Það á jafnt við um eiginleika dýra, plantna, örvera og fruma, þroskunar og ensímkerfa.
Námskeiðið fjallar um hugmyndafræði og aðferðafræði til samanburðar, um greiningu erfðamengja einstakra lífvera (genomics), umhverfiserfðamengja (metagenomics) og tjáningarmengja (transcriptome) til að svara líffræðilegum, læknisfræðilegum og hagnýtum spurningum. Fyrirlestrar verða um, byggingu og raðgreiningu erfða-, tjáningar- og prótínmengja, sameindaþróun, ólíkar gerðir lífupplýsinga, gagnagrunna, skeljaforrit, inngang að python og R umhverfinu, keyrslu forrita og breytingar á þeim. Æfingar: Sækja gögn í gagnagrunna, Blast, samraðanir og pússlun mengja, samanburður erfðamengja tegunda og greining erfðabreytileika innan tegunda. Unnið verður með gagnagrunna, m.a. flybase, Genebank, ENSEMBL og E.coli. Gögn verða sótt með Biomart og Bioconductor, og fjallað um áreiðanleika gagna í gagnagrunnum. Kynnt verða algrímar er liggja til grundvallar leitar-forrita og forrit kynnt sem hægt er að keyra yfir vefinn, grunnatriði Python-forritunar, opinn hugbúnaður á UNIX/Linux, uppsetning hugbúnaðar af vefnum á eigin tölvum. Greining gagna úr RNA-seq, RADseq og heilraðgreiningum.
Nemendur vinna smærri og stærri verkefni og skila, og kynna munnlega niðurstöður úr stóra verkefninu. Í umræðufundum verða frumheimildir ræddar.
Inngangur að kerfislíffræði (LVF601M)
Kerfislíffræði er þverfaglegt svið sem rannsakar líffræðileg fyrirbæri byggt á samverkandi líffræðilegum þáttum. Í kerfislíffræði er sérstök áhersla lögð á það hvernig líffræðileg kerfi breytast yfir tíma. Í þessu námskeiði munum við fjalla sérstaklega um þá þætti kerfislíffræðinnar sem snúa að heilsu og sjúkdómum manna.
Þetta námskeið mun kynna 1) notkun líkana fyrir líffræðileg ferli (bæði genastjórnunarlíkön og efnaskiptalíkön); 2) frumulíffræðileg fyrirbæri sem stuðla að samvægi (e. homeostasis), t.d. þroskun vefja og seiglu örvera og 3) greiningu á sameindamynstri sem finnast í stórum erfðagreiningargögnum, sem tengjast sjúkdómum í mönnum og geta nýst í flokkun sjúklinga og uppgötvun lífmerkja. Þannig mun námskeiðið fjalla um notkun kerfislíffræðilegra aðferða á þremur helstu stigum líffræðinnar, þ.e. á sameindum, frumum og lífverum.
Námskeiðið felur í sér lestur og túlkun vísindagreina, útfærslu reiknirita, vinnslu á rannsóknarverkefni og kynningu á vísindalegum niðurstöðum.
Fyrirlestrar munu samanstanda af bæði (1) kynningu á grunnhugtökum kerfislíffræðinnar og (2) tölvukennslu þar sem Python forritunarmálið er notað. Námskeiðið verður kennt á ensku.
Lyfjagreining (LYF403G)
Sérhæfðar efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru við lyfjamælingar verða kynntar. Farið er í helstu efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru við einangrun og auðkenningu lyfja ásamt aðferðum sem notaðar eru við magngreiningu lyfja. Efni fyrirlestra: Litrófsgreining með útfjólubláu og sýnilegu ljósi, atómgleypni, flúrljómun, innrauð litrófsgreining (IR), kjarnarófsmælingar (NMR), lyfjaskrátítranir, úrhlutun (extraction), blettagreining á þynnu (TLC), gasgreining (GC), vökvagreining (HPLC), capillary electrophoresis (CE), massagreining (MS) og massagreinir samtengdur GC og LC. Gæðaeftirlit og gilding mæliaðferða.
Gæðakröfur og regluverk í lyfjaframleiðslu (LYF406G)
Markmið námskeiðisins er að nemendur skilji þær kröfur sem gerðar eru til lyfjaframleiðslu í dag og mikilvægi þess að þessum kröfum sé fylgt til hins ítrasta. Farið verður í uppbyggingu Evrópsku lyfjaskráarinnar (Ph.Eur) og þær gæðakröfur sem hún inniheldur. Kröfur um góða framleiðsluhætti (good manufacturing practice, GMP) í lyfjagerð innan Evrópu verða teknar vel fyrir. Mismunandi skráningarferla og uppbyggingu skráningarganga sem liggja til grundvallar markaðsleyfis innan EU verða kynntir. Mikilvægi lyfjagátar verður kynnt nemendum. Jafnframt verður farið stuttlega í ISO staðla, góða dreifingarhætti (GDP) og lækningatæki. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum sem og minni verkefnum í tímum byggð á teymisnámi til að nemendur fái dýpri skilning á námsefninu auk fyrirtækjaheimsóknar í lyfjafyrirtæki
Verkleg lyfjagreining og eðlislyfjafræði (LYF408G)
Sérhæfðar efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru við lyfjamælingar verða kynntar. Efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru við einangrun og auðkenningu lyfja ásamt aðferðum sem notaðar eru við magngreiningu lyfja. Rafeindaróf í sýnilegu og útfjólubláu ljósi, ljósmæling og vökvagreining (LC).
Núlltastigs, fyrstastigs, annarsstigs og þriðjastigs efnahvörf. Áhrif hitastigs og sýrustigs á efnahvörf. Áhrif salta, lausnarefnis og yfirborðsvirkra efna á efnahvörf. Vatnssækni og fitusækni. Flæði lyfja í gegnum lífrænar himnur.
Verklegar æfingar: Aðgreining og magngreiningar með HPLC, ákvörðun á pKa-gildum, hýdrólýsa, fasadreifing og frásog í gegnum himnu.
Skýrslur: Hver nemandi/hópur skilar skýrslum úr hverri æfingu.
Kröfur: Nemandi á að kunna að reikna bestu beinu línu (linear regression) og framkvæma einfalda tölfræðileg úrvinnslu gagna með hugbúnaði (td. excel).
Ónæmisfræði (LÆK024M)
Ónæmiskerfið, líffæri og frumur. Ósérhæfðar varnir, átfrumur, kompliment, bólgusvör. Sérhæfðar varnir, þroskun og sérhæfing eitilfruma. Sértækni og greining eitilfrumna, starfsemi B- og T-frumna. Ónæmissvör, ónæmisminni, slímhúðarónæmi. Sjálfsþol og stjórnun ónæmissvara. Ónæmisbilanir, ofnæmi, sjálfsofnæmi og líffæraflutningar. Meðferð sjálfsofnæmis- og ofnæmissjúkdóma. Bólusetningar og varnir gegn smitsjúkdómum. Ónæmisfræðilegar greiningaraðferðir. Nemendafyrirlestrar um valdar vísindagreinar og umræður undir leiðsögn kennara.
Valnámskeið. Námsbrautir: læknisfræði, líffræði, lífefnafræði, matvæla- og næringarfræði og skyldar greinar
Stofnfrumur og frumusérhæfing (LÆK028F)
Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að kynna rannsóknir á hinum ýmsu gerðum stofnfruma, einkum með tilliti til frumusérhæfingar. Fjallað verður um vefjasérhæfðar stofnfrumur t.d. stofnfrumur í beinmerg, húð og í brjóstkirtli. Mikil áhersla verður lögð á stofnfrumur úr fósturvísum músa og manna og athugað hvernig unnt er að stýra sérhæfingu þeirra. Ræddir verða möguleikar á nýtingu stofnfruma til lækninga og einnig verður komið inn á siðfræði í tengslum við notkun fósturvísa til rannsókna.
Fjallað verður um valin efni á ofangreindu sviði í hvert skipti og verður ein vísindagrein rædd í þaula í hvert sinn. Kennarar munu halda erindi um almennan vísindalegan bakgrunn vísindagreinarinnar eða fræðasviðsins. Nemendur munu síðan kynna innihald einnar vísindagreinar hver. Ágætt er að hafa í huga eftirfarandi fjögur atriði við uppbyggingu fyrirlestrar: 1. Byrjið fyrirlesturinn á inngangi sem gefur áheyrendum almennar upplýsingar um efnið og aðdraganda þeirrar rannsóknar sem greinin fjallar um. 2. Gerið grein fyrir helstu markmiðum rannsóknarinnar og nefnið eða lýsið rannsóknaraðferðum í stórum dráttum. 3. Lýsið helstu tilraunum og niðurstöðum þeirra með því að sýna glærur úr greininni sjálfri. Útskýrið niðurstöðurnar. Markmiðið er að skilja hvernig tilraunin er hönnuð til þess að svara ákveðnum spurningum eða ná ákveðnum árangri. 4. Takið í stuttu máli saman heildarniðurstöður rannsóknarinnar og hvernig þær falla að fyrri hugmyndum um það fyrirbæri sem verið er að rannsaka. 5. Fjallið um galla tilraunarinnar og ræðið hvernig unnt væri að ná sama marki með öðrum aðferðum. Fjallið einnig um líkleg/eðlileg næstu spurningar/skref. Að lokum fer fram umræða um efnið. Að auki verða nemendur að velja nokkrar greinar um stofnfrumur á sínu áhugasviði og skrifa stutta ritgerð á ensku um efnið (4-6 bls.). Í lok námskeiðs verður stutt fyrirlestraröð og eiga nemendur að kynna sitt ritgerðarefni (7-10 mínútur).
Aðferðir í ónæmisfræði (LÆK071F)
Námskeiðið er ætlað nemendum í meistara og doktorsnámi í ónæmisfræði, frumu- og sameinalíffræði, lífefnafræði, lyfjafræði eða skyldum greinum. Í námskeiðinu verður farið yfir helstu aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir á ónæmiskerfinu og starfsemi þess, s.s. mótefnagreinar (RIA, ELISA, gelútfellingar, mótefnaútfellingar, immunoadsorption, mótefnaþrykk), frumueinangrun (þéttnistigull/síun, viðloðun, FACS og MACS), virknipróf (frumufjölgun, T-frumuvirknipróf, B-frumuvirknipróf, átfrumupróf), boðefnamælingar (ELISPOT, ELISA, CBA, Luminex) og vefjalitanir (undirbúningur vefja, flúrskinslitun, ensímlitun).
Kennsla fer fram í formi yfirlitsfyrirlestra (3 x 3) og verklegra æfinga (3 x 8) sem verða haldnar á laugardögum eða þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi milli kl. 16-21.
Fyrirlestrar og leiðbeiningar í verklegu fara fram á ensku ef þess er þörf.
Lífvirk efni úr hafinu (MAT801F)
Lífvirk efni úr hafinu er eitt nýjasta svið matvælafræðinnar og fer ört vaxandi. Ísland er með sérstöðu hvað varðar hráefni og vinnslumöguleika slíkra efna, og er meðal leiðandi þjóða á rannsóknum á þessu sviði sem býður uppá ýmis framtíðartækifæri á sviði nýsköpunar. Markmið námskeiðsins er gefa nemendum yfirgripsmikið yfirlit um helstu lífvirk efni sem hægt er að vinna úr hafinu, hráefni, vinnsluaðferðir, eiginleika efnanna og notagildi ásamt markaðstækifærum og hindrunum. Námskeiðið er byggt upp sem lesnámskeið þar sem ofangreind atriði eru tekin fyrir vikulega. Kennari velur mismunandi umræðuefni fyrir hverja viku og lætur nemendur fá í hendur vísindagreinar og/eða yfirlitsgreinar sem þeir lesa ítarlega yfir með gagnrýnum hug. Nemendur og kennari hittast vikulega til að fara almennt yfir efnið sem lagt var fyrir, ásamt því að ræða innihald greinanna, aðferðafræði og ályktanir höfunda. Sérfræðingar verða fengnir úr iðnaðnum til að taka þátt í umræðum um valin efni. Nemandi skilar stuttri greinargerð vikulega um þær greinar sem hann les. Nemandi mun einnig skrifa ritgerð um valið efni tengt lífvirkum efnum úr hafinu sem hann skilar við lok námskeiðsins. Námskeiðið er kennt yfir heila önn.
Matvælaverkfræði 2 (MAT803F)
Markmið: Að nemendur geti metið vinnsluferla og reiknað út helstu atriði er varða vinnslueiningar, og skipulagningu og stjórnun vinnsluferla. Að gera nemendur hæfari að taka ákvarðanir um breytingar á vinnslu- og flutningsferlum.
Í fyrirlestrum er farið yfir forsendur og stýringu helstu matvælavinnsluleiða:
- Áhrif dvalartíma og hitastigs í vinnsluferlum á gæði og eiginleika matvæla
- Vinnsluaðferðir og -tækni svo sem kælingu, frystingu, söltun, reykingu, hitun, þurrkun, þykkingu, skiljun og gerjun.
- Uppsetningu á flæðiritum eftir vinnsluþrepum, massaflæði og áhættugreiningu.
- Vinnslu- og pökkunarbúnað og umbúðir fyrir mismunandi matvæli
- Meginbreytur við framleiðslustýringu.
- Geymsluskilyrði (ljós, raki, hiti, samsetning lofts, o.s.frv.) og lykilþætti sem áhrif hafa á breytingar matvæla við geymslu, flutning og sölu/dreifingu matvæla.
Hönnunarforsendur fyrir matvælavinnslufyrirtæki og virðiskeðju matvæla. Vinnsluvélar, geymsluaðferðir, tæknivæðing, flutningafræði og stýring umhverfisþátta, umbúðir, rekjanleiki, umhverfisáhrif, nýting hráefna og orku, tap í virðiskeðju matvæla.
Kennsluefni er á formi fyrirlestra kennara og gestafyrirlesara úr atvinnulífinu, auk vísindagreina. Auk þess er stuðst við erlendar kennslubækur um efnið.
Námskeiðið verður kennt í lotum, samtals 7 vikur
Gæðastjórnun matvæla (MAT616M)
Markmið námskeiðsins er að fjalla um gæðakröfur sem gerðar eru til vinnslu, meðhöndlun og dreifingu matvæla. Fjallað er um gæðakröfur í alþjóðlegum viðskiptum og innlend og erlend regluverk um öryggi matvæla, þar með talið regluverk Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Farið er yfir gerð eftirlitsáætlana ríkja s.s. áætlun um efnaleifar í matvælum, eftirlitáætlanir, uppbyggingu opinbers eftirlits og gerð varnaráætlana fyrir matvæli, fóður og heilbrigði dýra. Þá er fjallað um áhættu stýringu og miðlun og hættur í matvælakeðjunni. Fjallað er um góða framleiðsluhætti, góða landbúnaðarhætti og góða heilbrigðishætti og ítarlega farið yfir hættugreiningu og mikilvæga stýristaði (HACCP) við vinnslu matvæla. Einnig er fjallað um sýnatökur við eftirlit og vöktun og hvaða mælikvarðar og viðmið eru notuð til að meta öryggi matvæla og fóðurs. Einnig er farið yfir mikilvægi rekjanleika matvæla, innri og ytri úttektir og vottun rannsóknastofa. Þá er fjallað um Codex leiðbeiningar, gæðastaðala (ISO-9000, ISO-14000 og ISO-22000) og vörustaðla kaupenda matvæla.
Verklega æfingar: 1) nemendur fá þjálfun í uppsetningu á HACCP kerfum og hvernig þau eru sannprófuð, 2) innri og ytri úttektir á gæðum og öryggi matvæla og 3) nemendaverkefni um nýleg útkomin efni er varða matvælaeftirlit.
Tilhögun námskeiðs: Námið er í formi fyrirlestra, umræðu og verklegrar þjálfunar er tengist námsefninu. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda og að þeir kynni sér alþjóðlegar vísindagreinar er tengjast efni fyrirlestra.
Hagnýt fjölvíð aðhvarfsgreining og gagnavinnsla (NÆR506M)
Markmið námskeiðsins er að auka skilning og færni nemenda í að greina og vinna úr rannsóknargögnum svo þeir séu betur undir það búnir að leysa slík verkefni í framhaldsnámi og vinnu. Farið verður ítarlega yfir þær aðferðir sem mest eru notaðar við greiningar á faraldsfræðigögnum með það að markmiði að nemendur geti sjálfir beitt þeim og geti gengið úr skugga um að allar forsendur haldi.
Í hverjum tíma leggur kennari fyrir verkefni sem byggja á gögnum úr fyrri rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á rannsóknarstofu í næringarfræði. Farið verður sameiginlega yfir helstu atriði og forsendur hvers verkefnis. Nemendur eiga að greina gögnin m.v. fyrirfram gefnar spurningar. Við tölfræðigreiningar verður mest notast við SPSS en einnig verður SAS kynnt til sögunnar.
Ónæmisfræði, grundvallarviðfangsefni (LÆK093F)
Námskeiðið er ætlað nemendum í meistara og doktorsnámi í ónæmisfræði, frumu- og sameindalíffræði, lífefnafræði, lyfjafræði eða skyldum greinum. Námskeiðið er skylda fyrir nemendur í meistara- og doktorsnámi í ónæmisfræðikjarna. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að kynna rannsóknir í ónæmisfræði og þá einkum m.t.t. nýjunga í grunnvísindum. Einnig verða kynntar rannsóknir í klínískri ónæmisfræði, s.s. ofnæmi, sjálfsofnæmi, krabbamein, ónæmisbilunum og líffæraflutningum, meingerð og nýjungum í meðferðarmöguleikum svo og rannsóknir og nýjungar í fyrirbyggjandi ónæmisaðgerðum, s.s. bólusetningum, og ýmsum meðferðarúrræðum, s.s. beinmergsskipti, afnæmingar, meðferðir með einstofna mótefnum og ónæmisbælandi / ónæmisstýrandi lyfjum. Í hverjum tíma mun kennari gefa yfirlit yfir ákveðið efni ónæmisfræðinnar og síðan verður farið saman yfir grein(ar) þar sem einn nemandi sér um kynningu hverrar greinar sem allir nemendur taka þátt í að ræða.
Líffræði krabbameina (LÆK092F)
Í námskeiðinu verður fjallað um hvaða líffræðilegar breytingar leiða til myndunar krabbameina og einkenna þau. Fyrirlesarar gefa yfirlitserindi um valið efni innan þess efnisflokks sem nefndur er og velja síðan eina nýlega vísindagrein um skylt efni sem nemandi er fenginn til að kynna og gagnrýna. Greinum um efnið verður dreift til nemenda í upphafi námskeiðs svo allir geti komið undirbúnir og tekið þátt í umræðum.
Efni fyrirlestra: Inngangur, krabbameinsvaldar, æxlisgen og æxlisbæligen, TP53, atburðarás krabbameinsmyndunar, forstig krabbameina, krabbameinsstofnfrumur, dýralíkön, litningaóstöðugleiki, genaóstöðugleiki, þróun krabbameina, sviperfðir/epigenetics.
Kennslutímar: Námskeiðið mun verða haldið sem 12 tveggja stunda tímar, fyrirlestur í fyrri tímanum og kynning nemanda á viðeigandi tímaritsgrein í þeim seinni.
Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)
Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - biotech@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30
Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.