Skip to main content

Guðfræði, mag. theol.

Guðfræði, mag. theol.

Hugvísindasvið

Guðfræði

mag. theol. – 120 einingar

Námið er einkum skipulagt sem starfsnám presta að loknu BA-námi í guðfræði. Að loknu mag.theol. námi getur nemandi sem hefur lokið starfsþjálfun á vegum þjóðkirkjunnar, hlotið embættisgengi til að sækja um prestsstarf og taka vígslu.

Skipulag náms

X

Kirkjulegir starfshættir, leiðtogahæfni og kennslufræði (GFR058M)

Í námskeiðinu er fjallað um starfshætti og starfsumhverfi vígðrar þjónustu og kristilegs fræðslustarfs. Lögð er áhersla á köllun, leiðtogahæfni, samstarf og fagmennskukenningar.

Starfssiðfræði á grundvelli siðareglna verður til umræðu. Námskeiðið hjálpar nemendum að þroska með sér fagleg og andleg bjargræði í þjónustu og í tengslum við aðrar fagstéttir, markasetningu, forvörnum gegn útbruna, árangursríkum samskiptum og leiðum til að leysa úr ágreiningi. Fjallað verður um forystuhlutverk vígðrar þjónustu, sjálfboðaliðastarf og kenningar sem varpa ljósi á ólík hlutverk og ábyrgð. Gert verður grein fyrir kennslufræði sem nýtist í fræðslustarfi, námsefni og kennsluaðferðum í samhengi fræðslustarfs og fermingarstarfa. Auk fyrirlestra byggir námskeiðið að drjúgum hluta á vinnu nemenda, vettvangsferðum, málstofum, fundum með væntanlegum samstarfsaðilum, verklegum æfingum. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Pétur G. Markan
Hildur Eir Bolladóttir
Jónína Ólafsdóttir
Aldís Rut Gísladóttir
Pétur G. Markan
Mag.theol

Oftar og oftar verður mér hugsað til námsára minna við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Oftar og oftar rek ég mig aftur til þekkingar og reynslu sem ég öðlaðist við nám í deildinni og hagnýti í lífi og starf. Oftar og oftar sakna ég mentora minna og sannfærist um það sem mig grunaði einungis þá, þeir eru úrvalslið, í heimsgóðum skóla. Oftar og oftar sakna ég samferðastúdenta og æ oftar hugsa ég til leiðbeinandans sem fylgdi mér í gegnum ritgerðaskrif, með festu, aðhaldi, fyrirmynd, kærleika og vinskap. Oftar og oftar öfunda ég nýstúdenta við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.