Djáknafræði


Djáknafræði
MA – 120 einingar
Í meistaranámi í djáknafræði er miðað að því að búa nemendur undir ýmis störf á ólíkum sviðum kærleiksþjónustu innan kirkjunnar eða hinna ýmsu þjónustustofnana.
Skipulag náms
- Haust
- Inngangur að guðfræði og djáknafræði
- Kirkjulegir starfshættir, leiðtogahæfni og kennslufræði
- Forspjall trúfræðinnarVE
- TrúarlífsfélagsfræðiV
- Hebreska, framhaldsnámskeið: RutarbókV
- Ritskýring Nt: Pálsbréf og LúkasarguðspjallV
- Umhverfissiðfræði og vistguðfræðiV
- Vor
- Prédikunarfræði fyrir djáknanema
- Saga kristni og listirV
- Ritskýring Gt. Sálmar og spekiritV
- KristsfræðiV
- Kristni á Íslandi og Evróputengsl: Tengslanet, jaðarstaða og sögustaðirV
Inngangur að guðfræði og djáknafræði (GFR108F)
Hvað er díakonía og hvernig tengist djáknafræði guðfræðinni? Á námskeiðinu er fjallað um akademískar aðferðir í guðfræði og djáknafræði og þær kenningar sem helst einkenna þessar fræðigreinar. Gert er grein fyrir hinum biblíulegu og guðfræðilegu forsendum djáknafræði. Fjallað er um þróun þjónustu djákna og skipulagðrar kærleiksþjónustu kirkjunnar í samtímanum í ljósi hagnýtra guðfræðikenninga.
Kirkjulegir starfshættir, leiðtogahæfni og kennslufræði (GFR058M)
Í námskeiðinu er fjallað um starfshætti og starfsumhverfi vígðrar þjónustu og kristilegs fræðslustarfs. Lögð er áhersla á köllun, leiðtogahæfni, samstarf og fagmennskukenningar.
Starfssiðfræði á grundvelli siðareglna verður til umræðu. Námskeiðið hjálpar nemendum að þroska með sér fagleg og andleg bjargræði í þjónustu og í tengslum við aðrar fagstéttir, markasetningu, forvörnum gegn útbruna, árangursríkum samskiptum og leiðum til að leysa úr ágreiningi. Fjallað verður um forystuhlutverk vígðrar þjónustu, sjálfboðaliðastarf og kenningar sem varpa ljósi á ólík hlutverk og ábyrgð. Gert verður grein fyrir kennslufræði sem nýtist í fræðslustarfi, námsefni og kennsluaðferðum í samhengi fræðslustarfs og fermingarstarfa. Auk fyrirlestra byggir námskeiðið að drjúgum hluta á vinnu nemenda, vettvangsferðum, málstofum, fundum með væntanlegum samstarfsaðilum, verklegum æfingum.
Forspjall trúfræðinnar (GFR066F)
Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna sögu og uppbyggingu trúfræðinnar og skoða samband hennar við aðrar greinar guðfræðinnar. Í framhaldi af því verður fjallað um nokkur grundvallaratriði kristinnar trúar, svo sem sköpunartrú, hið kristna guðshugtak og þrenningarkenninguna.
Trúarlífsfélagsfræði (TRÚ703F)
Hvers konar fyrirbæri er trú og hver eru tengsl trúarbragða við þróun samfélaga? Á námskeiðinu kynnast þátttakendur hvernig slíkum spurningum hefur verið svarað frá félagsfræðilegu sjónarhorni. Námskeiðið er inngangsnámskeið og verður gerð grein fyrir helstu kenningum, aðferðum og hugtökum trúarlífsfélagsfræðinnar. Áberandi í umfjöllun námskeiðsins verða hugtök á borð við nútímavæðingu og ólík form afhelgunar. Á námskeiðinu kynna nemendur sér jafnframt hlutverk átrúnaðar í fjölmenningarsamfélaginu og hvernig beita megi kenningum, aðferðum og hugtökum trúarlífsfélagsfræðinnar til að greina hinn lifaða veruleika trúarbragðanna í ljósi íslenskra aðstæðna.
Hebreska, framhaldsnámskeið: Rutarbók (GFR713F)
Smásagan um Rut í Rutarbók verður lesin á hebresku í þeim tilgangi að kynna nemendur, sem lokið hafa grunnnámskeiði í hebresku, fyrir setningarfræði biblíuhebresku, efla orðaforða þeirra og dýpka skilning þeirra á hljóðkerfisfræði, orðmyndunarfræði og málfræði tungumálsins. Auk þess munu nemendur fá þjálfun í notkun apparatus criticus, textafræðilegu athugasemdakerfi Biblia Hebraica Stuttgartensia.
Ritskýring Nt: Pálsbréf og Lúkasarguðspjall (GFR707F)
Í námskeiðinu verða lesnir valdir kaflar úr Pálsbréfum á grísku, með áherslu á Rómverjabréf Páls. Einnig verður fengist við valin textabrot úr Lúkasarguðspjalli. Lestur og greining fer fram með stuðningi frá skýringarritum og öðrum hjálpargögnum. Áhersla er lögð á sagnfræðilega nálgun og merkingu textanna í sögulegu samhengi þeirra. Jafnframt er meginboðskapur viðkomandi textabrota greindur í guðfræðilegu og siðfræðilegu tilliti. Í því sambandi verður túlkunarsagan könnuð og nýjustu rannsóknir kynntar og ræddar.
Umhverfissiðfræði og vistguðfræði (GFR612F)
Hver eru tengsl manneskjunnar og meir en mennskrar náttúru? Er náttúran sjálfstæð uppspretta verðmæta eða skýrast verðmæti náttúrunnar af gagnsemi þeirra fyrir manninn? Ofmeta mannverurnar eigin stöðu í sköpunarverkinu? Þessar og fleiri spurningar liggja til grundvallar vali á siðfræðilegu og guðfræðilegu efni þessa námskeiðs. Náttúrusýn, mannskilningur, guðsskilningur og trúarlegar heimsmyndir eru meginefni og greiningarhugtök. Sérstakur gaumur verður gefinn að hringrás vatns á jörðu og hvernig hún tengist loftslagsmálum á norðurslóðum í nágrenni Íslands.
Efni námskeiðsins tengist sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á ýmsa vegu, einkum markmið 6, 7, 11, 12, 13 og 14.
Prédikunarfræði fyrir djáknanema (GFR613F)
Í námskeiðinu er fjallað um prédikunarfræði og nemendur búnir undir boðunarhlutverk í nútímasamfélagi. Auk fyrirlestra byggir námskeiðið að drjúgum hluta á vinnu nemenda, með framsagnaræfingum, flutningi, vinnustofum, matsfundum og málstofum. Gerð er krafa um 75% mætingarskyldu á námskeiðinu.
Saga kristni og listir (GFR712F)
Saga kristni og saga listarinnar eru samofnar hvor annarri. Í þessu námskeiði verður fjallað um tengsl kristni við hinar ýmsu tegundir listsköpunar með dæmum úr bókmenntum, myndlist, tónlist og kvikmyndagerð. Þó megináhersla námskeiðsins liggi á kristni í Evrópu verður leitast við að taka dæmi til skoðunar og samanburðar frá öðrum heimshlutum og úr öðrum trúarbrögðum. Einkum verður unnið með frumheimildir frá Norður Evrópu en einnig annars staðar frá. Í umfjöllun námskeiðsins verður sérstök áhersla lögð á myndlist og bókmenntir og gagnkvæm tengsl kristni við slíka listsköpun. Í samhengi myndlistar verður fjallað um ólíkar hugmyndir um gildi hennar fyrir kristni á ólíkum tímabilum og innan ólíkra kristinna kirkjudeilda og trúarhreyfinga. Sérstaklega verður fjallað um kenningar um myndbrot og myndbann. Í umfjöllun um bókmenntir verður m.a. fjallað um bókmenntahugtakið, aðgreininguna milli veraldlegra og trúarlegra bókmennta og beitingu bókmenntafræðilegra kenninga við greiningu á kristnum trúarlegum textum.
Ritskýring Gt. Sálmar og spekirit (GFR808F)
Yfirlit yfir stöðu sálmanna í helgisiðum og merkingu hinna ýmsu trúarbragðafyrirbæra þeirra. Ritskýrðir eru u.þ.b. 1015 sálmar af 25 sem lesa skal til prófs. Áhersla er lögð á lítúrgískt málfar, baksvið, hugtök og stíl, áhrif sálmanna hér á landi og á heimfærslu til samtíðarinnar. Dæmi tekin úr áhrifasögu textanna í kristnu trúarlífi og menningu. Hliðsjón er höfð af hebreska textanum.
Kristsfræði (GFR433F)
Hinn kristni mannskilningur og fræðin um Krist eru í brennidepli í þessu námskeiði. Tengsl þessara tveggja stóru stefa er einmitt að finna í persónu Jesú Krists, sem samkvæmt kristinni trú er í senn sannur Guð og sannur maður. Varðandi mannskilninginn er áherslan á mannlegt eðli og afstöðuna til Guðs, á meðan Kristsfræðin fjallar annars vegar um persónu Jesú Krist (hver var Jesús Kristur?) og hins vegar verk hans (hvað gerði hann og hverju breytir það fyrir okkur?).
Kristni á Íslandi og Evróputengsl: Tengslanet, jaðarstaða og sögustaðir (TRÚ401M)
Meginviðfangsefni þessa námskeiðs – sem verður kennt bæði á neti og í staðlotu sumarið 2026 – er saga kristni á Íslandi sem fengist verður við frá langtímasjónarhorni frá upphafi kristni í landinu fram á 21. öld. Umfjöllunin verður bundin við tiltekin áhersluatriði sem ekki hafa fengið mikið rými í fræðilegri umræðu um kristni á Íslandi fram að þessu. A) Áhersla verður lögð á hvernig kristni á Íslandi hefur þróast í virku samspili við kristni annars staðar, fyrst og fremst í Evrópu en þegar fram liðu stundir einnig á öðrum svæðum. Sérstaklega verður sjónum beint að því hvernig þekkingu á kristni var miðlað í gegnum tengslanet (e. networks) sem teygðu sig til kirkjulegra stofnana og menntastofnana í Norður Evrópu. B) Staða Íslands í landslagi heimskristninnar – sem með tíð og tíma hefur tekið breytingum – verður gaumgæfð einkum í ljósi greiningarhugtakanna jaðars og miðju. Í þeirri umræðu verður m.a. unnið með kenningar úr smiðju eftirlendufræða (postcolonial studies). C) Inn í þessa umræðu munu fléttast – og þá einkum í hinum staðbundna hluta námskeiðsins – spurningar um samhengi söguritunar, rými, sögustaði og menningarlegt minni.
- Haust
- Kirkjulegir starfshættir, leiðtogahæfni og kennslufræði
- Forspjall trúfræðinnarVE
- TrúarlífsfélagsfræðiV
- Hebreska, framhaldsnámskeið: RutarbókV
- Ritskýring Nt: Pálsbréf og LúkasarguðspjallV
- Umhverfissiðfræði og vistguðfræðiV
- Vor
- Saga kristni og listirV
- Ritskýring Gt. Sálmar og spekiritV
- KristsfræðiV
- Kristni á Íslandi og Evróputengsl: Tengslanet, jaðarstaða og sögustaðirV
Kirkjulegir starfshættir, leiðtogahæfni og kennslufræði (GFR058M)
Í námskeiðinu er fjallað um starfshætti og starfsumhverfi vígðrar þjónustu og kristilegs fræðslustarfs. Lögð er áhersla á köllun, leiðtogahæfni, samstarf og fagmennskukenningar.
Starfssiðfræði á grundvelli siðareglna verður til umræðu. Námskeiðið hjálpar nemendum að þroska með sér fagleg og andleg bjargræði í þjónustu og í tengslum við aðrar fagstéttir, markasetningu, forvörnum gegn útbruna, árangursríkum samskiptum og leiðum til að leysa úr ágreiningi. Fjallað verður um forystuhlutverk vígðrar þjónustu, sjálfboðaliðastarf og kenningar sem varpa ljósi á ólík hlutverk og ábyrgð. Gert verður grein fyrir kennslufræði sem nýtist í fræðslustarfi, námsefni og kennsluaðferðum í samhengi fræðslustarfs og fermingarstarfa. Auk fyrirlestra byggir námskeiðið að drjúgum hluta á vinnu nemenda, vettvangsferðum, málstofum, fundum með væntanlegum samstarfsaðilum, verklegum æfingum.
Forspjall trúfræðinnar (GFR066F)
Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna sögu og uppbyggingu trúfræðinnar og skoða samband hennar við aðrar greinar guðfræðinnar. Í framhaldi af því verður fjallað um nokkur grundvallaratriði kristinnar trúar, svo sem sköpunartrú, hið kristna guðshugtak og þrenningarkenninguna.
Trúarlífsfélagsfræði (TRÚ703F)
Hvers konar fyrirbæri er trú og hver eru tengsl trúarbragða við þróun samfélaga? Á námskeiðinu kynnast þátttakendur hvernig slíkum spurningum hefur verið svarað frá félagsfræðilegu sjónarhorni. Námskeiðið er inngangsnámskeið og verður gerð grein fyrir helstu kenningum, aðferðum og hugtökum trúarlífsfélagsfræðinnar. Áberandi í umfjöllun námskeiðsins verða hugtök á borð við nútímavæðingu og ólík form afhelgunar. Á námskeiðinu kynna nemendur sér jafnframt hlutverk átrúnaðar í fjölmenningarsamfélaginu og hvernig beita megi kenningum, aðferðum og hugtökum trúarlífsfélagsfræðinnar til að greina hinn lifaða veruleika trúarbragðanna í ljósi íslenskra aðstæðna.
Hebreska, framhaldsnámskeið: Rutarbók (GFR713F)
Smásagan um Rut í Rutarbók verður lesin á hebresku í þeim tilgangi að kynna nemendur, sem lokið hafa grunnnámskeiði í hebresku, fyrir setningarfræði biblíuhebresku, efla orðaforða þeirra og dýpka skilning þeirra á hljóðkerfisfræði, orðmyndunarfræði og málfræði tungumálsins. Auk þess munu nemendur fá þjálfun í notkun apparatus criticus, textafræðilegu athugasemdakerfi Biblia Hebraica Stuttgartensia.
Ritskýring Nt: Pálsbréf og Lúkasarguðspjall (GFR707F)
Í námskeiðinu verða lesnir valdir kaflar úr Pálsbréfum á grísku, með áherslu á Rómverjabréf Páls. Einnig verður fengist við valin textabrot úr Lúkasarguðspjalli. Lestur og greining fer fram með stuðningi frá skýringarritum og öðrum hjálpargögnum. Áhersla er lögð á sagnfræðilega nálgun og merkingu textanna í sögulegu samhengi þeirra. Jafnframt er meginboðskapur viðkomandi textabrota greindur í guðfræðilegu og siðfræðilegu tilliti. Í því sambandi verður túlkunarsagan könnuð og nýjustu rannsóknir kynntar og ræddar.
Umhverfissiðfræði og vistguðfræði (GFR612F)
Hver eru tengsl manneskjunnar og meir en mennskrar náttúru? Er náttúran sjálfstæð uppspretta verðmæta eða skýrast verðmæti náttúrunnar af gagnsemi þeirra fyrir manninn? Ofmeta mannverurnar eigin stöðu í sköpunarverkinu? Þessar og fleiri spurningar liggja til grundvallar vali á siðfræðilegu og guðfræðilegu efni þessa námskeiðs. Náttúrusýn, mannskilningur, guðsskilningur og trúarlegar heimsmyndir eru meginefni og greiningarhugtök. Sérstakur gaumur verður gefinn að hringrás vatns á jörðu og hvernig hún tengist loftslagsmálum á norðurslóðum í nágrenni Íslands.
Efni námskeiðsins tengist sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á ýmsa vegu, einkum markmið 6, 7, 11, 12, 13 og 14.
Saga kristni og listir (GFR712F)
Saga kristni og saga listarinnar eru samofnar hvor annarri. Í þessu námskeiði verður fjallað um tengsl kristni við hinar ýmsu tegundir listsköpunar með dæmum úr bókmenntum, myndlist, tónlist og kvikmyndagerð. Þó megináhersla námskeiðsins liggi á kristni í Evrópu verður leitast við að taka dæmi til skoðunar og samanburðar frá öðrum heimshlutum og úr öðrum trúarbrögðum. Einkum verður unnið með frumheimildir frá Norður Evrópu en einnig annars staðar frá. Í umfjöllun námskeiðsins verður sérstök áhersla lögð á myndlist og bókmenntir og gagnkvæm tengsl kristni við slíka listsköpun. Í samhengi myndlistar verður fjallað um ólíkar hugmyndir um gildi hennar fyrir kristni á ólíkum tímabilum og innan ólíkra kristinna kirkjudeilda og trúarhreyfinga. Sérstaklega verður fjallað um kenningar um myndbrot og myndbann. Í umfjöllun um bókmenntir verður m.a. fjallað um bókmenntahugtakið, aðgreininguna milli veraldlegra og trúarlegra bókmennta og beitingu bókmenntafræðilegra kenninga við greiningu á kristnum trúarlegum textum.
Ritskýring Gt. Sálmar og spekirit (GFR808F)
Yfirlit yfir stöðu sálmanna í helgisiðum og merkingu hinna ýmsu trúarbragðafyrirbæra þeirra. Ritskýrðir eru u.þ.b. 1015 sálmar af 25 sem lesa skal til prófs. Áhersla er lögð á lítúrgískt málfar, baksvið, hugtök og stíl, áhrif sálmanna hér á landi og á heimfærslu til samtíðarinnar. Dæmi tekin úr áhrifasögu textanna í kristnu trúarlífi og menningu. Hliðsjón er höfð af hebreska textanum.
Kristsfræði (GFR433F)
Hinn kristni mannskilningur og fræðin um Krist eru í brennidepli í þessu námskeiði. Tengsl þessara tveggja stóru stefa er einmitt að finna í persónu Jesú Krists, sem samkvæmt kristinni trú er í senn sannur Guð og sannur maður. Varðandi mannskilninginn er áherslan á mannlegt eðli og afstöðuna til Guðs, á meðan Kristsfræðin fjallar annars vegar um persónu Jesú Krist (hver var Jesús Kristur?) og hins vegar verk hans (hvað gerði hann og hverju breytir það fyrir okkur?).
Kristni á Íslandi og Evróputengsl: Tengslanet, jaðarstaða og sögustaðir (TRÚ401M)
Meginviðfangsefni þessa námskeiðs – sem verður kennt bæði á neti og í staðlotu sumarið 2026 – er saga kristni á Íslandi sem fengist verður við frá langtímasjónarhorni frá upphafi kristni í landinu fram á 21. öld. Umfjöllunin verður bundin við tiltekin áhersluatriði sem ekki hafa fengið mikið rými í fræðilegri umræðu um kristni á Íslandi fram að þessu. A) Áhersla verður lögð á hvernig kristni á Íslandi hefur þróast í virku samspili við kristni annars staðar, fyrst og fremst í Evrópu en þegar fram liðu stundir einnig á öðrum svæðum. Sérstaklega verður sjónum beint að því hvernig þekkingu á kristni var miðlað í gegnum tengslanet (e. networks) sem teygðu sig til kirkjulegra stofnana og menntastofnana í Norður Evrópu. B) Staða Íslands í landslagi heimskristninnar – sem með tíð og tíma hefur tekið breytingum – verður gaumgæfð einkum í ljósi greiningarhugtakanna jaðars og miðju. Í þeirri umræðu verður m.a. unnið með kenningar úr smiðju eftirlendufræða (postcolonial studies). C) Inn í þessa umræðu munu fléttast – og þá einkum í hinum staðbundna hluta námskeiðsins – spurningar um samhengi söguritunar, rými, sögustaði og menningarlegt minni.
- Óháð misseri
- MA ritgerð í djáknafræðiB
- MA ritgerð í djáknafræðiB
- MA ritgerð í djáknafræðiB
- MA verkefni í djáknafræðiB
- MA verkefni í djáknafræðiB
- MA verkefni í djáknafræðiB
MA ritgerð í djáknafræði (GFR444L, GFR444L, GFR444L)
Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku. Nánari upplýsingar er að finna í reglum fyrir ritgerðir á Hugvísindasviði (UGLA - Reglur fyrir ritgerðir/verkefni (hi.is).
MA ritgerð í djáknafræði (GFR444L, GFR444L, GFR444L)
Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku. Nánari upplýsingar er að finna í reglum fyrir ritgerðir á Hugvísindasviði (UGLA - Reglur fyrir ritgerðir/verkefni (hi.is).
MA ritgerð í djáknafræði (GFR444L, GFR444L, GFR444L)
Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku. Nánari upplýsingar er að finna í reglum fyrir ritgerðir á Hugvísindasviði (UGLA - Reglur fyrir ritgerðir/verkefni (hi.is).
MA verkefni í djáknafræði (GFR443L, GFR443L, GFR443L)
Námskeiðið er valkostur fyri nemendur í MA námi í djáknafræði sem kjósa að vinna meistaraprófsverkefni í stað hefðbundinnar rannsóknarritgerðar. Valið stendur á milli tvenns konar verkefna, annars vegar starfstengds matsverkefnis eða þróunarverkefnis og hins vegar starfstengds miðlunarverkefnis, í samræmi við nánari lýsingu í reglum um meistaraprófsverkefnið. Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu og miðlunar efnis, og til notkunar fræðilegra og faglegra hjálpargagna.
MA verkefni í djáknafræði (GFR443L, GFR443L, GFR443L)
Námskeiðið er valkostur fyri nemendur í MA námi í djáknafræði sem kjósa að vinna meistaraprófsverkefni í stað hefðbundinnar rannsóknarritgerðar. Valið stendur á milli tvenns konar verkefna, annars vegar starfstengds matsverkefnis eða þróunarverkefnis og hins vegar starfstengds miðlunarverkefnis, í samræmi við nánari lýsingu í reglum um meistaraprófsverkefnið. Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu og miðlunar efnis, og til notkunar fræðilegra og faglegra hjálpargagna.
MA verkefni í djáknafræði (GFR443L, GFR443L, GFR443L)
Námskeiðið er valkostur fyri nemendur í MA námi í djáknafræði sem kjósa að vinna meistaraprófsverkefni í stað hefðbundinnar rannsóknarritgerðar. Valið stendur á milli tvenns konar verkefna, annars vegar starfstengds matsverkefnis eða þróunarverkefnis og hins vegar starfstengds miðlunarverkefnis, í samræmi við nánari lýsingu í reglum um meistaraprófsverkefnið. Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu og miðlunar efnis, og til notkunar fræðilegra og faglegra hjálpargagna.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.