Skip to main content

Viðskiptafræði, BS, 120 einingar

Viðskiptafræði, BS, 120 einingar

Félagsvísindasvið

Viðskiptafræði

BS – 120 einingar

Viðskiptafræði sem aðalgrein 120e byggir á sterkum grunni almennra viðskiptafræðigreina eins og fjármálafræði, markaðsfræði, reikningshaldi, rekstrarhagfræði og stjórnun. Námið veitir nemendum færi á að læra aðra námsgrein samhliða viðskiptafræði.

Skipulag náms

X

Rekstrarhagfræði I (VIÐ105G)

Markmið námskeiðsins er að kenna nemendum grunnatriði í hagrænni hugsun og meginkenningum í rekstrarhagfræði þannig að þeir kunni skil á helstu hugtökum og notkun. Framboð, eftirspurn og teygni. Neytendahagfræði. Markaðir, skilvirkni og velferð. Skattkerfi og áhrif skattlagningar. Ytri áhrif, samgæði og auðlindir. Ósamhverfar upplýsingar, freistnivandi og hrakval. Kostnaður við framleiðslu, samkeppni, fákeppni, einokun. Vinnumarkaður, mismunun og tekjuskipting. Verkaskipting og verslun.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Júlía Rut Kristjánsdóttir
Auður Elísabet Guðrúnardóttir
Guðjón Gunnar Valtýsson Thors
Júlía Rut Kristjánsdóttir
BS í viðskiptafræði

Þegar ég ákvað að fara í háskóla fékk ég valkvíða, því það er gríðarlegt framboð af spennandi námi í boði. Mér hefur alltaf þótt gaman að læra og áhugasvið mín mörg. Viðskiptafræðin varð fyrir valinu þar sem mér fannst hún fjölbreytt og tengjast öðrum sviðum, sem heillaði mig. Viðskiptafræði hefur gefið og kennt mér ótrúlega margt og þá ekki einungis námslega. Ég hef kynnst fjölbreyttum hópi fólks, lært viðburðastjórnun í gegnum störf mín hjá Mágusi, stækkað tengslanetið mitt og svo lengi mætti telja. Ég fór í nýnemaferð Mágusar eftir nýnemakynninguna fyrsta daginn minn og fann þá strax að þarna ætti ég heima. Ég held ég gæti ekki verið ánægðari með val mitt í dag og sé fram á að þessi gráða muni nýtast mér vel bæði í atvinnulífinu sem og hversdags lífinu.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.