Skip to main content

Hagnýt atferlisgreining

Hagnýt atferlisgreining

Þverfræðilegt framhaldsnám

Hagnýt atferlisgreining

MS – 120 einingar

Hagnýt atferlisgreining er vísindagrein sem fjallar um hegðun og samspil hennar við umhverfið og um það hvernig hegðun lærist. Viðfangsefni hennar eru grunnlögmál hegðunar og hvernig hægt er að beita þeim á markvissan hátt til að hafa jákvæð áhrif á nám og hegðun. Notaðar eru gagnreyndar aðferðir og áhersla lögð á að meta og mæla árangur af kennslu eða íhlutun. 

Skipulag náms

X

Einhverfa og þroskafrávik: Snemmtæk kennsla, stuðningur og ráðgjöf (ATF101F)

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á gagnreyndum og áhrifaríkum leiðum til að skilja, kenna og styðja við börn með röskun á einhverfurófinu og/eða þroskafrávik. Fjallað verður um áskoranir sem þessi hópur getur glímt við varðandi nám, hegðun eða félagsleg samskipti og ýmis álitamál tengd kennslu þeirra og stuðningi. Kynntar verða ýmsar matsaðferðir til að kortleggja af nákvæmni stöðu hvers einstaklings á mismunandi sviðum og hvernig slíkt mat er góður grundvöllur fyrir raunhæfa og skýra einstaklingsnámskrá. Fjallað verður um val á viðeigandi skammtíma- og langtímamarkmiðum með hliðsjón af niðurstöðum mats og óskum fjölskyldu. Gefin verða dæmi um kennslu- og/eða stuðningsáætlanir og veittar ráðleggingar um gerð einstaklingsmiðaðra áætlana.

Sérstök áhersla verður á umfjöllun um gagnreyndar aðferðir til að mæta margbreytilegum þörfum, hvort sem varðar nám, hegðun, tjáningu, samskipti eða daglegar athafnir. Þeirra á meðal eru heildstæð atferlisþjálfun, afmarkaðar kennsluæfingar, virknimat, boðskiptaþjálfun, náttúruleg kennsla og hreinlætisþjálfun. Fjallað verður um mikilvægi eftirfylgdar og hvernig hægt er að styðja við árangursríka framkvæmd kennslu/stuðnings og meta áhrif á færni, hegðun og/eða líðan barna. Samhliða allri umfjöllun verða ræddar leiðir til að stuðla að farsælu samstarfi allra hlutaðeigandi aðila með hagsmuni, styrkleika og velferð hvers einstaklings að leiðarljósi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Erla Sif Sveinsdóttir
Erla Sif Sveinsdóttir
Hagnýt atferlisgreining, meistaranám

Námið er mjög hagnýtt þar sem lögð er áhersla á að koma til móts við fjölbreyttar þarfir barna. Samhliða náminu er vettvangsnám sem gefur tækifæri á að nýta þau fræði sem kennd eru strax og fá reynslu í raunaðstæðum. Eftir nám í hagnýtri atferlisgreiningu hefur maður því sterkan grunn og þekkingu til að nýta í starfi.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs[hja]hi.is

Samfélagsmiðlar

Fylgdu okkur á FacebookInstagram og YouTube!

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.