Skip to main content

Læknisfræði

Læknisfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Læknisfræði

Kandídatspróf – 180 einingar

Kandídatspróf í læknisfræði veitir rétt til að starfa sem læknakandídat. Nemendur eru búnir undir stigvaxandi ábyrgð og sjálfstæða ákvarðanatöku undir handleiðslu og á ábyrgð sérfræðilækna.

Skipulag náms

X

Lyflæknisfræði, fræðileg (LÆK202F)

Námskeið í lyflæknisfræði skiptist í tvo hluta, klínískan hluta og fræðilegan hluta sem eru samofnir bæði efnislega og í tíma. Próf í lyflæknisfræði verða tvö, skriflegt próf og klínískt stöðvapróf. 

Kennsla í fræðilega hluta námsins felst í fyrirlestrum samkvæmt fyrirlestraskrá, umræðufundum í tengslum við hinn verklega þátt námsins og lestri kennslubóka og tímaritsgreina í lyflæknisfræði. Fjallað er um helstu sjúkdóma sem lyflæknisfræðin og undirgreinar hennar fjalla um með áherslu á útbreiðslu þeirra, orsakir, meinalífeðlisfræði, klíníska mynd, sjúkdómsferil, greiningu og meðferð. 

Forstöðumenn undirsérgreina í lyflæknisfræði, þ.e.a.s. í blóðsjúkdómafræði, efnaskipta-, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómafræði, gigtsjúkdómafræði, hjartasjúkdómafræði, krabbameinslækningum, lungnasjúkdómafræði, meltingarsjúkdómafræði, nýrnasjúkdómafræði, ofnæmis- og ónæmisfræði, smitsjúkdómafræði og öldrunarsjúkdómafræði, gera námsmarkmiðslýsingar sem beinast annars vegar að þekkingaratriðum sem nemendur þarf að kunna góð skil á (I) og þekkingaratriðum sem nemendur þurfa að kunna nokkur skil á (II). 

 
Forstöðumaður lyflæknisfræði er Einar Stefán Björnsson. Umsjón með námi á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur Gunnar Þór Gunnarsson, dósent. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Thelma Kristinsdóttir
Arnar Snær Ágústsson
Þórdís Þorkelsdóttir
Teitur Ari Theodórsson
Thelma Kristinsdóttir
Læknisfræði

Nám í læknisfræði er á sama tíma mjög krefjandi og ótrúlega skemmtilegt. Áfangarnir eru settir upp í lotukerfi svo maður getur einbeitt sér vel að hverju fagi og klárað þau jafnóðum. Námið er oft á tíðum bæði erfitt og tímafrekt og þá eru stuðningur samnemenda og samstaðan innan árganga ómissandi. Árgangarnir eru litlir og allir eru í sömu áföngum svo það myndast mikil bekkjarstemning. Þrátt fyrir að mikill tími fari í námið er félagslífið mjög gott, alltaf nóg að gera og margar nefndir til að sitja í. Ég mæli óhikað með námi í læknisfræði.

Hafðu samband

Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881   Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is

Opið alla virka daga kl. 9-15

Læknagarður - bygging Háskóla Ísland

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.