Skip to main content

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun

Heilbrigðisvísindasvið

Sjúkraþjálfun

MS – 120 einingar

Meistaranám í sjúkraþjálfun er fræðilegt og klínískt framhaldsnám sem veitir starfsréttindi sjúkraþjálfara.

Námið veitir auk þess góðan undirbúning fyrir doktorsnám.

Skipulag náms

X

Sjúkraþjálfunarfræði stoðkerfis IIA (SJÚ102F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur verði færir um að skipuleggja og framkvæma skoðun vegna stoðkerfisvandamála auk þess að skipuleggja meðferðaráætlun, veita meðferðir, og fylgja þeim eftir. Í námskeiðinu er löggð mikil áhersla á þjálfun klínískrar rökhugsunar og samþættingu grunnnáms við klíníska færni.

Í námskeiðunum nota nemendur alla þætti skoðunnar; almenn athugun, greining á líkamsstöðu og starfrænum hreyfingum, þreifing, mat á styrk, liðleika, stöðugleika, úthaldi, sérprófanir, og staðlaðar mælingar. Nemendur þjálfast einnig í gerð skýrslna fyrir klíníska vinnu með stoðkerfisvandamál.

Í námskeiðinu er notuð tilfellamiðuð nálgun þar sem nemendur fá tilfelli frá kennurum, og skipuleggja vinnu tengda tilfellunum. Nemendur ræða svo tilfelli sín á milli undir handleiðslu kennara. Löggð er rík áhersla á sjálfstæð nemendadrifin vinnubrögð.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Skrifstofa Námsbrautar í sjúkraþjálfun 
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík 
Sími: 525 4004
Netfang: physiotherapy@hi.is

Opið virka daga kl 10-12 og 13-15

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.