Skip to main content

Klínísk lyfjafræði

Klínísk lyfjafræði

Heilbrigðisvísindasvið

Klínísk lyfjafræði

MS – 90 einingar

Markmið MS-náms í klínískri lyfjafræði er að þjálfa og þróa hæfni nemenda í grundvallarþáttum klínískrar lyfjafræði og sjúkrahúslyfjafræði. Náminu er ætlað að stuðla að þeirri hæfni sem þarf til að tryggja örugga og árangursríka notkun lyfja í heilbrigðisþjónustu sem er lykilhlutverk klínískra lyfjafræðinga.

Skipulag náms

X

Grunnþjálfun í klínískri lyfjafræði I (LYF127F)

Markmið námskeiðsins er að sérnámslyfjafræðingur öðlist þá þekkingu, færni, faglega viðmót og starfshæfni sem þarf til að sinna helstu þáttum klínískrar lyfjafræði/sjúkrahúslyfjafræði. sérnámslyfjafræðingur mun fá tækifæri til að þróa þekkingu, færni, viðmót og hæfni í lyfjafræðilegri umsjá (e. pharmaceutical care/medicines optimization). Til þess að ná þeim markmiðum mun sérnámslyfjafræðingur þurfa að nýta m.a. klíníska og fræðilega þekkingu sína til að greina, leysa algeng og fyrirbyggja lyfjatengd vandamál. sérnámslyfjafræðingur mun dýpka þekkingu sína á lyfjameðferðum algengra sjúkdóma og einnig í tengslum við skurðaðgerðir. Sérstök áhersla verður lög á að draga úr áhættu sem getur skapast við lyfjanotkun.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Helga Rut Steinsdóttir
Gunnar Steinn Aðalsteinsson
Helga Rut Steinsdóttir
Klínísk lyfjafræði - MS nám

Ég valdi að fara í frekara framhaldsnám í klínískri lyfjafræði þar sem ég hafði mikinn áhuga á sjúkrahúslyfjafræði. Námið er áhugavert, fjölbreytt og krefjandi en á sama tíma gefandi. Námsumhverfið er mjög lifandi en þar færðu að starfa á hinum ýmsu deildum á Landspítala í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og fleira starfsfólki sem er ótrúlega skemmtilegt. Í náminu öðlast maður hæfni til að tryggja örugga og árangursríka notkun lyfja í heilbrigðisþjónustu ásamt því að miðla upplýsingum beint til sjúklinga. Ég mæli með þessu námi fyrir alla sem langar í frekara framhaldsnám en námið býður upp á fjölmörg tækifæri til framtíðar.

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
Tölvupóstur: lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15

Hagi bygging Háskóla Íslands í lyfjafræði

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.