Skip to main content

Lyfjafræði

Lyfjafræði

Heilbrigðisvísindasvið

Lyfjafræði

MS – 120 einingar

Í meistaranámi í lyfjafræði eru kenndar hinar ýmsu sérgreinar lyfjafræðinnar auk þess sem nemendur vinna 40 eininga rannsóknaverkefni. Nemendur fá þjálfun í að vinna sjálfstætt að vísindarannsókn undir leiðsögn.

Að loknu námi og starfsþjálfun öðlast nemendur starfsleyfi lyfjafræðings.

Skipulag náms

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ásdís Pálsdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðjón Trausti Skúlason
Vildís Kristín Rúnarsdóttir
Ásdís Pálsdóttir
Sérfræðingur í þróun lyfjaforma hjá CORIPHARMA

Ég mæli hiklaust með náminu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, en námið er virkilega skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi. En lyfjafræðin hefur svo ótal margar greinar og voru þær kynntar vel fyrir okkur í náminu, þannig að það gaf manni svolítið hugmynd um hvert maður myndi vilja stefna í framtíðinni. Mér fannst líka félagslífið ótrúlega gott, en það er mjög mikilvægur þáttur af náminu. Og ég skal alveg viðurkenna það að ég sakna þess stundum að vera að græja mig fyrir Lybbaleikana eða að fara í vísó á föstudegi.

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
Netfang: lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15

Hagi - bygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.