Skip to main content

Lyfjafræði

Lyfjafræði

Heilbrigðisvísindasvið

Lyfjafræði

MS – 120 einingar

Í meistaranámi í lyfjafræði eru kenndar hinar ýmsu sérgreinar lyfjafræðinnar auk þess sem nemendur vinna 40 eininga rannsóknaverkefni. Nemendur fá þjálfun í að vinna sjálfstætt að vísindarannsókn undir leiðsögn.

Að loknu námi og starfsþjálfun öðlast nemendur starfsleyfi lyfjafræðings.

Skipulag náms

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Guðjón Trausti Skúlason
Ásdís Pálsdóttir
Þorsteinn Gíslason
Vildís Kristín Rúnarsdóttir
Guðjón Trausti Skúlason
Lyfjafræðingur hjá ÍSLANDSAPÓTEKI

Þetta er frábært nám, mikið bóklegt en alltaf verklegt á móti. Þannig að þú færð að vinna með alla þá þekkingu sem þú aflar þér, hvort sem er á rannsóknarstofu eða klínísk tilfelli á spítalanum. Þannig að þetta er mjög heildstætt nám sem menntar þig vel. Þegar ég útskrifaðist var nánast allur árgangurinn þegar byrjaður að vinna einhversstaðar í lyfjageiranum.

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
Netfang: lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15

Hagi - bygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.