Háskóli Íslands er bakhjarl að ýmsum hröðlum og lausnarmótum sem styðja frumkvöðla við að móta viðskiptahugmyndir sínar. Skólinn skapar opið og fjölbreytt umhverfi náms og rannsókna með það að markmiði að skapa betri háskóla og betra samfélag. AWE nýsköpunarhraðall fyrir konur Hraðallinn stendur yfir í 12 vikur og samanstendur af netnámskeiðum, vinnulotum og samvinnuverkefnum. Upplýsingar um hraðalinn er að finna á AWE. Gulleggið Frumkvöðlakeppni Icelandic Startups fyrir unga frumkvöðla og hugmyndasmiði sem eru að stíga sín fyrstu skref. Lesa meira um Gulleggið. MenntaMaskína Er nýsköpunarhraðall fyrir nemendur á lokaári í framhaldsskóla þar sem tekist er á við áskoranir framtíðarinnar. Háskóli Íslands stendur fyrir þekkingarspretti sem leggur grunn að sköpunarvinnu nemenda. Lesa meira um MenntaMaskínu. Lausnamót Lausnarmótið er lengri útgáfa af hakkaþoni sem stendur yfir frá janúar til maí. Markmið þess er að búa til notendamiðaðar heilbrigðislausnir með hugsun, ferlum og aðferðum nýsköpunar. Þátttakendur vinna með sérfræðingum frá Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og embætti landlæknis að þróun lausnar sinnar. Nánari upplýsingar á Heilsutækniklasinn. Snjallræði Snjallræði er 8 vikna samfélagshraðall sem styður við öflug teymi á sviði samfélagslegra lausna og frumkvöðlastarfsemi. Byggt er á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Lesa meira um Snjallræði. facebooklinkedintwitter