Skip to main content

Innviðir á vegvísi

Innviðir á vegvísi

Öflugir rannsóknainnviðir eru forsenda framúrskarandi vísinda og nýsköpunar og mynda grundvöll framþróunar í rannsóknum og vísindum. Háskóli Íslands leggur áherslu á að byggja upp sterka rannsóknainnviði sem styðja við þekkingarsköpun og alþjóðlegt samstarf og hefur staðið að öflugri uppbyggingu á rannsóknainnviðum í samstarfi við ýmsa aðila.

 Verkefni á vegvísi um rannsóknainnviði njóta forgangs við úthlutun úr Innviðasjóði Vísinda- og tækniráðs næstu árin.

""

Hvað eru innviðir?

Rannsóknainnviðir er öll sú aðstaða sem nauðsynleg er til að stunda rannsóknir og efla nýsköpun. Undir hugtakið fellur:

  • Vísindabúnaður og -tæki
  • Gagnasöfn
  • Gagnabankar og gagnaþjónusta
  • Skjalasöfn og greiningartæki
  • Tölvukerfi og samskiptanet
  • Sérfræðiþekkingin sem nauðsynleg er til að nýta aðstöðuna til vísindarannsókna 

Innviðir Háskóla Íslands eru einnig mikilvægir fyrir menntun og þátttöku okkar í að takast á við samfélagslegar áskoranir.

    Innviðauppbygging til hvers?

    Uppbygging innviða stuðlar að aukinni þekkingu og lífsgæðum hjá þjóðum. Samvinna vísindafólks getur leitt af sér hraða þróun og sterkar lausnir.

    Samvinna fræði- og vísindafólks Háskóla Íslands við lykilstofnanir á ýmsum sérsviðum geta skilað þjóðfélaginu skjótari framförum en ella og aukið lífsgæði almennings.  

    Öflugir innviðir eru forsenda nýsköpunar, hagsældar, lífsgæða og sálfbærrar þróunar.

    Stuðningur við innviðauppbyggingu HÍ

    Tengiliður fyrir þetta verkefni er:
    Svandís Helga Halldórsdóttir, verkefnisstjóri
    Tölvupóstur:svandish@hi.is
    Sími: 525 4727