Innviðir á vegvísi
Öflugir rannsóknainnviðir eru forsenda framúrskarandi vísinda og nýsköpunar og mynda grundvöll framþróunar í rannsóknum og vísindum. Háskóli Íslands leggur áherslu á að byggja upp sterka rannsóknainnviði sem styðja við þekkingarsköpun og alþjóðlegt samstarf og hefur staðið að öflugri uppbyggingu á rannsóknainnviðum í samstarfi við ýmsa aðila.
Verkefni á vegvísi um rannsóknainnviði njóta forgangs við úthlutun úr Innviðasjóði Vísinda- og tækniráðs næstu árin.
Hvað eru innviðir?
Rannsóknainnviðir er öll sú aðstaða sem nauðsynleg er til að stunda rannsóknir og efla nýsköpun. Undir hugtakið fellur:
- Vísindabúnaður og -tæki
- Gagnasöfn
- Gagnabankar og gagnaþjónusta
- Skjalasöfn og greiningartæki
- Tölvukerfi og samskiptanet
- Sérfræðiþekkingin sem nauðsynleg er til að nýta aðstöðuna til vísindarannsókna
Innviðir Háskóla Íslands eru einnig mikilvægir fyrir menntun og þátttöku okkar í að takast á við samfélagslegar áskoranir.
Innviðauppbygging til hvers?
Uppbygging innviða stuðlar að aukinni þekkingu og lífsgæðum hjá þjóðum. Samvinna vísindafólks getur leitt af sér hraða þróun og sterkar lausnir.
Samvinna fræði- og vísindafólks Háskóla Íslands við lykilstofnanir á ýmsum sérsviðum geta skilað þjóðfélaginu skjótari framförum en ella og aukið lífsgæði almennings.
Öflugir innviðir eru forsenda nýsköpunar, hagsældar, lífsgæða og sálfbærrar þróunar.
Stuðningur við innviðauppbyggingu HÍ
- Vísinda- og nýsköpunarsvið
- Tækjakaupasjóður (innskráning í Uglu)
- Mótframlagasjóður (innskráning í Uglu)
- Innviðasjóður Rannís
Tengiliður fyrir þetta verkefni er:
Svandís Helga Halldórsdóttir, verkefnisstjóri
Tölvupóstur:svandish@hi.is
Sími: 525 4727