Ísak Valsson, nýútskrifaður nemandi í stærðfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Sigurðar Helgasonar prófessors fyrir frábæran námsárangur. Verðlaunin nema 7.000 dollurum, jafnvirði nærri 900 þúsund króna. Ísak tók við verðlaunum í Hátíðasal Háskóla Íslands að viðstaddri stjórn Verðlaunasjóðsins og rektor Háskóla Íslands. MYNDIR/Árni Sæberg
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.