Skip to main content

Sprotamýri

Sprotamýri - á vefsíðu Háskóla Íslands

Ertu að vinna að nýsköpun? Viltu vaxa í Sprotamýri Háskóla Íslands í Grósku? 

Sprotamýri er frumkvöðlasetur Háskóla Íslands í Grósku þar sem nemendur og starfsmenn geta fengið aðstöðu í Mýrinni - nýsköpunarsetri Vísindagarða Háskóla Íslands og aðstoð frá KLAK - Icelandic Startups við að vinna að framgangi nýsköpunarverkefna sinna, þeim að kostnaðarlausu. Í Sprotamýri eru til umráða 12 borð í opnu rými. Borðunum er úthlutað þrisvar á ári, vorönn, haustönn og yfir sumarið. 

Opið er fyrir umsóknir í Sprotamýri. Umsóknareyðublaðið má finna hér. Umsóknarfrestur fyrir vorönnönn verður til 24. janúar, 2025.

Í setrinu má finna helstu stuðningsaðila nýsköpunar á landinu, KLAK, Auðnu-tæknitorg og Miðstöð hönnunar og arkítektúrs auk fleiri, en auk þess hefur fjöldi fyrirtækja og frumkvöðla aðstöðu í setrinu.

Háskóli Íslands vill með þessu skapa frjótt og styðjandi umhverfi fyrir nemendur og starfsmenn til að vinna hugmyndum sínum brautargengi.

Nánari upplýsingar veitir Oddur Sturluson, verkefnisstjóri á Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands: oddstu@hi.is.