Skip to main content

Talmeinafræði - Undirbúningsnám

Talmeinafræði - Undirbúningsnám

Hugvísindasvið

Talmeinafræði, forkröfur

Undirbúningsnám – 75 einingar

Undirbúningsnámi í talmeinafræði er ætlað að gera nemendum sem hyggja á meistaranám í talmeinafræði við HÍ kleift að uppfylla faglegar forkröfur sem gerðar eru um tiltekin námskeið í íslenskri málfræði og sálfræði. 

Skipulag náms

X

Tal- og málmein (AMV415G)

Í námskeiðinu fá nemendur yfirlit yfir helstu viðfangsefni talmeinafræðinga á Íslandi. Um er að ræða fjölbreytt efni, allt frá greiningu og meðferð málstols og kyngingartregðu hjá fullorðnum einstaklingum yfir í málþroskaröskun og framburðarfrávik barna á leikskólaaldri. Unnið er út frá nauðsynlegri grunnþekkingu og yfir í hagnýtari nálganir á viðfangsefnið. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur geti kynnt sér fræðilega umræðu og ritrýndar greinar á sviði talmeinafræði.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Anna Lísa Benediktsdóttir
Heiða D. Sigurjónsdóttir
Logi Pálsson
Sigfús Helgi Kristinsson
Anna Lísa Benediktsdóttir
Talmeinafræðinám

Ég valdi talmeinafræðina vegna þess að hún sameinar áhuga minn á tungumálinu og forvitni mína um starfsemi heilans. Hæfni okkar til tjáningar er gríðarlega mikilvæg og á þátt í að skilgreina okkur sem persónur. Fyrir tilstuðlan tungumálsins getum við deilt hugsunum okkar og skoðunum, þörfum og löngunum með öðrum. Erfiðleikar í tali, máli og tjáskiptum geta haft umtalsverð áhrif, þeir geta valdið hindrunum í leik og starfi og haft áhrif á andlega og félagslega líðan. Talmeinafræðingar sinna því afar mikilvægu og þörfu starfi.Talmeinafræðingar starfa á fjölbreyttum vettvangi, skjólstæðingahópur þeirra er á öllum aldri og þeir vinna oft í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Mikil eftirspurn er eftir talmeinafræðingum og því eru atvinnuhorfur góðar að námi loknu.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.