Skip to main content

Íþrótta- og heilsufræði

Íþrótta- og heilsufræði

Menntavísindasvið

Íþrótta- og heilsufræði

BS – 180 einingar

BS nám í íþrótta-og heilsufræði er fjölbreytt og krefjandi, fræðilegt og verklegt nám þar sem nemendur öðlast þekkingu og færni til að miðla henni í kennslu, þjálfun, stjórnun og rannsóknum. Fjölbreyttir starfsmöguleikar bíða íþrótta-og heilsufræðinga að námi loknu á sviði skólakennslu, þjálfunar og leiðtogastarfa innan íþróttahreyfingarinnar, kennslu á heilsuræktarstöðvum og við þjálfun almennings.  

Skipulag náms

X

Kynja- og jafnréttisfræði (ÍÞH116G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynja- og jafnréttisfræði og hvernig þau nýtast til að skilja og skipuleggja íþrótta- og skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um jafnrétti í skólastarfi og fjallað um tengsl jafnréttis í víðu samhengi við áhrifabreytur svo sem kyn, kyngervi, hinseginleika, fötlun, félagslega stöðu og uppruna. Nemendur eiga jafnframt að geta greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá margþættu jafnréttissjónarhorni.
Fjallað verður um kynbundið ofbeldi og áreiti, ofbeldisforvarnir, samskipti og stuðning, og leiðir til að koma málum í farveg innan skólakerfisins og íþróttahreyfingarinnar. Í námskeiðinu verður gengið út frá því grundvallarsjónarmiði að menntun um jafnrétti dragi úr ofbeldi og mismunun og að kennarar og íþróttaþjálfarar geti skapað börnum öruggt rými í skóla og íþróttum ásamt því að kenna þeim að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kynja- og jafnréttisfræði (ÍÞH116G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynja- og jafnréttisfræði og hvernig þau nýtast til að skilja og skipuleggja íþrótta- og skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um jafnrétti í skólastarfi og fjallað um tengsl jafnréttis í víðu samhengi við áhrifabreytur svo sem kyn, kyngervi, hinseginleika, fötlun, félagslega stöðu og uppruna. Nemendur eiga jafnframt að geta greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá margþættu jafnréttissjónarhorni.
Fjallað verður um kynbundið ofbeldi og áreiti, ofbeldisforvarnir, samskipti og stuðning, og leiðir til að koma málum í farveg innan skólakerfisins og íþróttahreyfingarinnar. Í námskeiðinu verður gengið út frá því grundvallarsjónarmiði að menntun um jafnrétti dragi úr ofbeldi og mismunun og að kennarar og íþróttaþjálfarar geti skapað börnum öruggt rými í skóla og íþróttum ásamt því að kenna þeim að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hrund Thorlacius
Hjörtur Fjeldsted
Alda Ólína Arnarsdóttir
Katrín Ósk Magnúsdóttir
Bjarki Gíslason
Hrund Thorlacius
Íþrótta- og heilsufræði - BS nám

Kostirnir við að hafa aðstöðuna í Laugardal eru að hér er skautasvell, frjálsíþróttasalir, sundlaug og líkamsræktarsalir. Þetta er allt á sama stað og það er stutt í Stakkahlíð þar sem bóklegu tímarnir eru.

Hafðu samband

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

 

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.