Skip to main content

Kínversk fræði - Aukagrein

Kínversk fræði - Aukagrein

Hugvísindasvið

Kínversk fræði

Aukagrein – 60 einingar

Kína er fjölmennasta ríki og annað stærsta hagkerfi veraldar sem leika mun leiðandi hlutverk á flestum sviðum mannlífs í heiminum á 21. öldinni. Ástundun kínverskra fræða gerir nemendum kleift að tjá sig á og skilja hversdagslegt mál og öðlast haldbæra þekkingu á kínversku ritmáli sem verið hefur í samfelldri mótun í yfir 3000 ár. Loks hefur námið að geyma menningar-, samfélags- og viðskiptatengd námskeið.

Skipulag náms

X

Kína nútímans: Samfélag, stjórnmál og efnahagur (KÍN101G)

Hvernig virkar Kína? Yfirlitsnámskeið helstu áhrifaþátta kínversks samfélags, stjórnmála og efnahags með áherslu á afleiðingar opnunarstefnunnar eftir 1978. Farið verður yfir landfræði Kína. Stiklað er á stóru í efnahagssögu landsins. Stjórnmál og breytingar í forystu ríkisins og flokksins verða rýnd gaumgæfilega m.a. m.t.t. stjórnmálahagfræði Kína og samskipta við nágrannalöndin í Asíu og við Kyrrahaf. Einnig verða helstu atriði er varða þróun Kína nútímans skoðuð hvert fyrir sig í einstökum kennslustundum, þ. á m. orkumál, umhverfismál, lýðfræði, lista og alþjóðatengsl. Einnig verður vikið að stöðu fjölskyldunnar og kvenna, mannréttindum og fjölbreytileika. Hong Kong, Tævan og Tíbet eru einnig sérstaklega til umfjöllunar. Horft verður á klippur úr nýlegum kínverskum heimildamyndum sem taka á ýmsum þáttum hinna miklu umbreytinga sem orðið hafa á kínversku samfélagi undanfarna áratugi. Námskeiðið er kennt á ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hinrik Hólmfríðarson Ólason
Snæfríður Grímsdóttir
Eyþór Björgvinsson
Hinrik Hólmfríðarson Ólason
BA - í kínverskum fræðum

Ég hafði búið í Taívan og kunni ágætis kínversku áður en ég fór í námið. Í náminu fékk ég/ fá allir skólastyrk til að fara til meginlands Kína. Ég jók því færni mína í ræðu og riti til muna. Að læra sögu Kína í akademísku umhverfi jók líka bæði skilning minn á Kínverjum og kínversku því Kínverjar þekkja söguna sína mjög vel, vitna gjarnan í hana og tala meira í sögulegum málsháttum en við Íslendingar. Ég lærði líka ýmis heillandi forn-fræði en við deildina eru stundaðar rannsóknir á kínverskri heimspeki (daóisma, konfúsíanisma og búddisma). Þetta nám gagnaðist mér bæði í leik og starfi.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.