Skip to main content

Sagnfræði

Sagnfræði

Hugvísindasvið

Sagnfræði

BA – 180 einingar

Sagnfræði er fræðigreinin um mannleg samfélög og einstaklinga, um stjórnkerfi þeirra og stjórnmál, frelsi og ófrelsi, atvinnuvegi og efnahagslíf, hvers konar lifnaðarhætti – menningu í víðasta skilningi – stöðu kynjanna og tilfinningalíf fólks. Í sagnfræði eru samfélög könnuð eins langt aftur í tíma og heimildir leyfa og oft skoðuð í löngum tímasniðum en einnig í smærri einingum og með áherslu á einhver ákveðin fyrirbæri mannslífsins.

Skipulag náms

X

Sagnfræðileg vinnubrögð (SAG101G)

Fjallað er um sérstöðu og einkenni sagnfræði og hvernig sambandi hennar við aðrar fræðigreinar er háttað. Rannsóknatækni sagnfræðinga er kynnt sem og fræðileg vinnubrögð í sagnfræði, einkum heimildafræði, megindlegar aðferðir í sagnfræði og ritgerðasmíð. - Námskeiðið skal taka á fyrsta misseri í sagnfræðinámi (öðru misseri fyrir þá nemendur sem byrja um áramót).

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Gunndís Eva Baldursdóttir
Gunndís Eva Baldursdóttir
Sagnfræði - BA nám

Ég er í sagnfræði sem aðalgrein og liggur áhugi minn á sviði frekari rannsókna á félagssögu. Hér er kappkostað að draga fram það besta í hverjum nemanda, breitt úrval valgreina og góð leiðsögn kennara veitir nemendum tækifæri til að rækta sitt áhugasvið. Í náminu hef ég lært að tileinka mér góð vinnubrögð, aðlögunarhæfni, vera forvitin og leita svara.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.