Skip to main content

Listfræði

Listfræði

Hugvísindasvið

Listfræði

BA – 120 einingar

Nám í listfræði veitir þekkingu í sögu myndlistar og sjónrænnar menningar og þjálfun í að skilja, greina og túlka myndlistarverk og annað sjónrænt efni frá ólíkum tímum og í mismunandi þjóðfélögum. Sérstök áhersla er lögð á íslenska myndlistarsögu í náminu. Listfræði er kennd í samstarfi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Skipulag náms

X

Myndlist á Vesturlöndum frá 1348–1848 (LIS004G)

Í námskeiðinu verða meginverk í listasögu Vesturlanda frá frum-endurreisn til fyrri hluta nítjándu aldar tekin til skoðunar. Landfræðilega er sjónum beint að listaverkum frá Ítalíu og Spáni, Frakklandi, Niðurlöndum, Þýskalandi og Englandi. Fjallað verður um helstu aðferðir og skóla, akademíur og birtingarform myndlistar í trúarlegu, pólitísku og samfélagslegu samhengi. Fjallað verður um málaralist, höggmyndalist, byggingarlist, listiðnað og prentmyndir. Leitast verður við að skoða að hvaða leyti listin speglar samfélagið, hvernig myndmál speglar lífssýn og heimsmynd manna á ólíkum tímabilum. Fjallað er um breytilegt inntak tíma og rýmis á hverjum tíma, breytingar á táknrænni mynd líkama, um stöðu og samfélagshlutverk listamann og samspil listar og valdastofnana. Í tengslum við þessi viðfangsefni verða lykilverk hvers tíma tekin til ítarlegrar túlkunar og dreifingarsaga þeirra rædd.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Aldís Arnardóttir
Edda Halldórsdóttir
Silja Pálmarsdóttir
BA í listfræði

Eftir að hafa lokið BA-gráðu í listfræði við Háskóla Íslands komst ég inn í meistaranám í sjónlistasögu við háskólann í Bologna. Þar kláraði ég námið mitt með hæstu einkunn og skrifaði lokaritgerð á ítölsku um listamanninn Ólaf Elíasson. Í gegnum námið mitt hef ég unnið á listasöfnum á Íslandi við skráningu, leiðsagnir og önnur verkefni. Á Ítalíu vann ég í listamannareknu rými þar sem ég aðstoðaði við undirbúning við að taka á móti listamönnum sem komu þangað í stuttan tíma og unnu við list sína. Að loknu náminu mínu komst ég inn í starfsnám í Arts Santa Mònica sem er listamiðstöð í Barcelona og þar hef ég verið að aðstoða sýningarstjórann. Einnig hef ég hjálpað til við skráningu á útgefnu efni, þýðingar og lesið yfir fræðitexta um list. Ég var aðstoðarsýningarstjóri í nýlegri sýningu sem ber heitið Mirall de paper og sýnir útgáfu bóka og katalóga síðustu þrjátíu ár í Arts Santa Mònica.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.