Skip to main content

Guðfræði

Guðfræði

Hugvísindasvið

Guðfræði

BA – 180 einingar

Löngum var litið á Guðfræðideildina sem prestaskóla fyrst og fremst. Á síðari árum hefur námið við deildina orðið æ fjölbreyttara. Hinar hefðbundnu greinar guðfræðinnar gegna enn sem fyrr stærstu hlutverki en nýjar áherslur hafa hins vegar komið inn í þessar greinar, til dæmis með tilkomu kvennaguðfræði, áherslu á áhrifasögu Biblíunnar og menningarfræði og þá ekki síst rannsóknum á trúarlegum stefjum í kvikmyndum. 

Skipulag náms

X

Inngangur að trúfræði (GFR204G)

Markmið þessa námskeiðs er að gefa sögulegan ramma, þar sem farið er yfir helstu atriði kenningasögunnar frá upphafi og fram á okkar daga. Sérstök áhersla verður lögð á játningamyndun og mótun og einkenni helstu kirkjudeilda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hildur Eir Bolladóttir
Pétur G. Markan
Hafdís Davíðsdóttir
Helga Bragadóttir
Aldís Rut Gísladóttir
Hildur Eir Bolladóttir
Embættispróf í guðfræði

„Það er stundum sagt að eitt sé að læra og annað að menntast, á hverjum degi lærum við eitthvað nýtt,  til dæmist þegar við flettum í gegnum netmiðla eða hlýðum á útvarp, sá lærdómur sem þaðan kemur er auðvitað á sinn hátt nokkuð mikilvægur en hann er samt ekki það sem við köllum menntun. Ég upplifði í fyrsta skipti á minni skólagöngu að menntast þegar ég kom inn í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, þar lærði ég að greina hugsun, forma framsetningu hugsunar og efast um eigin niðurstöðu. Guðfræðinámið er líka nám í mjög mörgu og þess vegna menntun sem getur nýst manni í margt fleira en prestskap en það hef ég sjálf sannreynt í hliðarverkum ýmiskonar meðal annars fjölmiðlun og skrifum um þjóðfélagsmál.“ 

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.isSkrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.