Skip to main content

Guðfræði

Guðfræði

Hugvísindasvið

Guðfræði

BA – 180 einingar

Löngum var litið á Guðfræðideildina sem prestaskóla fyrst og fremst. Á síðari árum hefur námið við deildina orðið æ fjölbreyttara. Hinar hefðbundnu greinar guðfræðinnar gegna enn sem fyrr stærstu hlutverki en nýjar áherslur hafa hins vegar komið inn í þessar greinar, til dæmis með tilkomu kvennaguðfræði, áherslu á áhrifasögu Biblíunnar og menningarfræði og þá ekki síst rannsóknum á trúarlegum stefjum í kvikmyndum. 

Skipulag náms

X

Inngangur að trúfræði (GFR204G)

Markmið þessa námskeiðs er að gefa sögulegan ramma, þar sem farið er yfir helstu atriði kenningasögunnar frá upphafi og fram á okkar daga. Sérstök áhersla verður lögð á játningamyndun og mótun og einkenni helstu kirkjudeilda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Aldís Rut Gísladóttir
Hilmir Kolbeins
Hafdís Davíðsdóttir
Dagur Fannar Magnússon
Helga Bragadóttir
Aldís Rut Gísladóttir
Embættispróf í guðfræði

Námið við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands er alveg einstakt. Námið sjálft er mjög akademískt, fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi. Námskeiðaúrvalið er spennandi og kennararnir eru fræðimenn fram í fingurgóma sem hafa mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Guðfræðinámið er mannbætandi nám og það hefur gert mig að heilsteyptari manneskju. Þar sem deildin er ekki stór kynnist maður kennurum og öðrum nemendum vel. Sú vinátta sem ég hef stofnað til í náminu er vinátta sem mun vara ævilangt. Ég mæli eindregið með guðfræði og trúarbragðafræði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.isSkrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.