Skip to main content

Jarðfræði

Jarðfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Jarðfræði

BS – 180 einingar

Þekking á jarðvísindum gegnir æ mikilvægari hlutverki í nútímaþjóðfélagi. Jarðvísindin fást m.a. við að auka skilning á loftslagsbreytingum, náttúruvá og umhverfisbreytingum.
Jarðvísindafólk beitir þekkingu sinni til að leysa hagnýt verkefni, svo sem neysluvatnsleit, nýtingu jarðhita, orkuöflun, undirbúning mannvirkjagerðar, leit að byggingarefnum, málmleit og eftirlit með umbrotum í jarðskorpunni. 

Skipulag náms

X

Innri öfl jarðar (JAR101G)

Áhersla er á jarðfræðileg ferli sem afleðing innrænna afla. 

Helstu umfjöllunarefni námskeiðsins eru:

  • Megindrættir innri gerðar jarðarinnar þar sem áhersla er lögð á lagskiptingu hennar og eiginleika hinna einstöku laga.
  • Fjallað er um fyrstu tilgátur um landrek og þróun þeirra sem líkur með því að plötukenningin kemur fram og áhersla lögð á að skýra hvers vegna og hvernig innbyrðis afstaða platnanna og þar með meginlandanna er sífellt að breytast.
  • Farið er yfir meginatriði í gerð steinda, berggerða og myndbreytingar.
  • Eldvirkni er gerð skil, orsakir hennar,útbreiðsla og hættur með sérstöku tilliti til Íslands.
  • Leitast er við að útskýra orsakir jarðskjálfta og útbreiðslu þeirra, mismunandi gerðir og hegðun jarðskjálftabylgna og hvernig hægt er að nýta sér þá þekkingu t.a.m. til að staðsetja og meta stærð jarðskjálfta.
  • Fjallað er um byggingarlag jarðskorpunnar, misgengi, fellingar og fjallamyndun og þau öfl sem að baki búa. Einnig er fjallað um tímatal og aldursákvarðanir og jarðsögutöflu, þ.e.a.s. skipan jarðlaga í tíma og rúmi.
  • Auk almennrar umfjöllunar um efni námskeiðsins er leitast við og sérstök áhersla lögð á gerð og stöðu Íslands í jarðfræðilegu og jarðsögulegu tilliti.

Kennslufyrirkomulag

Námskeiðið er 7,5 ECTS og spannar 14 vikur. Námsefni er kynnt í fyrirlestrum, völdu lesefni, verklegum æfingum og þremur námsferðum.

  • Fyrirlestrar eru tvisvar í viku ásamt einum verklegum tíma.
  • Námsferðir eru dagsferðir og eru farnar venjulega á fyrstu 4-5 vikum misserisins. Skylduþátttaka er í námsferðir. Athugið námsferðir geta verið um helgar.
  • Verklegar æfingar fara fram í kennslustofu og í nágrenni Háskólans. Skylduþátttaka er í verklegar æfingar.
  • Kaflapróf. Vikulega glíma nemendur við krossapróf úr köflum kennslubókar. Prófin eru 10 mínútna löng, tekin í upphafi hvers fyrirlestratíma á mánudögum og eru tengd einstökum köflum kennslubókarinnar.

Námsmat

Námsmatið er þríþætt og verður að ljúka öllum þáttum með 5 í einkunn að lágmarki til að standast námskeiðið.

  • Krossapróf: 20%
  • Námsferðir og verklegar æfingar 30%
  • Skriflegt lokapróf 50%

Kennslubækur og annað námsefni

  • Earth - Portrait of a Planet (nauðsynlegt). Seinni helmingur bókar í JAR202G
  • Aðferðir í felti - Geological field techniques (nauðsynlegt - pdf af bókinni skaffað)
  • Áttaviti með hallamál (nauðsynlegt)
  • Góð feltbók (nauðsynlegt)
  • Hamar, lúpa (æskilegt)

Kennslusýn/Teaching statement

Til þess að ná góðum árangri í námskeiðinu þurfa nemendur að taka virkan þátt í fyrirlestrum og verkefnavinnu. Nemendur öðlast þekkingu í fyrirlestrum og við lestur námsefnis, en nauðsynlegt er að gera verkefni og taka þátt í námsferðum til að auka skilning á hugtökum og þjálfa aðferðir. Kennarar munu gera hugtök og efni námskeiðs aðgengilegt en ætlast er til þess að nemendur læri sjálfstætt og spyrji spurninga ef eitthvað er óljóst eða óskýrt.  Kennarar leggja áherslu á að nemendur taki þátt í kennslukönnunum til þess að bregðast við ef eitthvað þarf að bæta. Farið verður yfir miðmisseriskönnun með nemendum að henni lokinni.

Vinnubrögð

Siðareglur

Lögð er rík áhersla á heiðarleg vinnubrögð í samræmi við siðareglur Háskóla Íslands, sjá https://www.hi.is/haskolinn/sidareglurLinks to an external site. Verði nemandi uppvís að misferli af einhverju tagi, í prófum eða verkefnavinnu, verður brugðist við eins og reglur Háskóla Íslands segja til um, sjá: https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=skoli&chapter=content&id=46779Links to an external site.

Turnitin

Í námskeiðinu er notast við Turnitin við yfirferð verkefna

Gervigreind

Um notkun gervigreindar í námi við Háskóla Íslands gilda þær leiðbeiningar sem Háskólinn hefur sett fram, sjá https://gervigreind.hi.is/Links to an external site. Í þessu námskeiði er ekki heimilt að nota gervigreind við úrlausn verkefna og/eða prófa nema í samræmi við leiðbeiningar kennara. Bera þarf öll vafamál varðandi notkun gervigreindar undir umsjónarkennara námskeiðsins.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Brynjar Örn Arnarson
Brynjar Örn Arnarson
Jarðfræðinám

Jarðfræðin er fyrst og fremst áhugavert, fjölbreytt og skemmtilegt nám. Ég myndi segja að helsti kosturinn við nám í jarðfræði sé aðstaðan í Öskju og nálægð við kennara. Kennslan er persónuleg og kennararnir alltaf til taks ef eitthvað vantar. Námið snertir á flestum greinum náttúrufræðinnar og möguleikarnir á sérhæfingu eftir áhugasviði mjög miklir. Vettvangsferðir eru stór hluti námsins strax á fyrstu önn sem gerir námið mun skemmtilegra.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.