Skip to main content

Iðnaðarverkfræði

Iðnaðarverkfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Iðnaðarverkfræði

BS – 180 einingar

Iðnaðarverkfræði er kerfisbundin nálgun við að leysa vandamál í víðasta samhengi. Námið byggir upp hæfni til að gera þetta með aðstoð vísindalegra aðferða.

Lögð er áhersla á nýsköpun og eru nemendur hvattir til að huga að samhengi verkfræði og tölvutækni við umhverfi, markað og samfélag.
Námið hentar þeim sem finnst gaman að starfa með fólki og hafa einnig gott vald á tækni og raungreinum.

Skipulag náms

X

Eðlisfræði 1 V (EÐL102G)

Markmið: Að kynna nemendum aðferðir og grundvallarlögmál aflfræði, stöðufræði og bylgjufræði til þeirrar hlítar að þeir geti beitt þeim við lausn dæma. Námskeiðinu er m.a. ætlað að vera undirstaða í þessum greinum fyrir frekara nám í verkfræði.

Námsefni: Hugtök, einingar, tölur, víddir. Vigrar. Gangfræði. Hreyfifræði agna, tregða, kraftar og lögmál Newtons. Núningur. Vinna og orka og varðveisla orkunnar. Skriðþungi, árekstrar. Agnakerfi, massamiðja. Snúningur stjarfhlutar. Hverfiþungi og hverfitregða. Stöðufræði. Þyngd. Storka og straumefni, jafna Bernoullis. Sveiflur: Hreinar, deyfðar og þvingaðar. Bylgjur. Hljóð.

Verklegt: Gerðar eru 3 verklegar æfingar þar sem viðfangsefnin eru einkum sótt í aflfræði og áhersla lögð á að kynna nemendum verklag við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna.  Nemendur skila vinnubókum fyrir verklegu æfingarnar og fá einkunn.

Athugið að kennslubókin er aðgengileg nemendum í gegnum Canvas án endurgjalds.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Jessý Rún Jónsdóttir
Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson
Elísa Ósk Jónsdóttir
Sverrir Arnórsson
Jessý Rún Jónsdóttir
BS í iðnaðarverkfræði

Ég fór í iðnaðarverkfræði af því að námið er praktískt og gefur opna möguleika, bæði á atvinnumarkaði og í áframhaldandi námi. Mér finnst námið áhugavert og fjölbreytt. Það tekur á raunverulegum vandamálum sem ég sé fyrir mér að nýta mér í starfi í framtíðinni. Ég hef tekið virkan þátt í félagslífinu og finnst það ekki síður mikilvægt en námið. Ég hvet þig eindregið að kynna þér nám í iðnaðarverkfræði!

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.