Skip to main content

Efnaverkfræði

Efnaverkfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Efnaverkfræði

BS – 180 einingar

Efnaverkfræði veitir haldgóða þekkingu í raunvísindum og ákveðnum verkfræðigreinum. Þú lærir meðal annars að byggja upp og skipuleggja efnaferla á iðnaðarskala. Námið veitir traustan almennan grunn í raungreinum og verkfræðigreinum og góða starfsþjálfun í verklagi á rannsóknarstofu.

Skipulag náms

X

Framleiðsluferlar og tækni (EVF201M)

Í þessum áfanga verður farið í nokkra fyrirferðarmikla orku- og framleiðsluferla og tækni þeirra í íslensku atvinnulífi; álframleiðsla, kísiljárnframleiðsla, gas- og jarðgerð úr lífrænum úrgangi, málningar-, steinullar-, fiskiolíu og metanólframleiðsla o.fl.  Einnig verða skoðaðir nýir og umhverfisvænir framleiðsluferlar sem geta mögulega komið í stað eldri framleiðsluferla í framtíðinni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Eyja Camille P Bonthonneau
Hulda Kristín Helgadóttir
Þorfinnur Ari Herrmann Baldvinsson
Eyja Camille P Bonthonneau
Nemandi í efnaverkfræði

Ég valdi efnaverkfræðina því ég hafði gaman af stærðfræði og efnafræði. Ég vildi fjölbreytt nám með opna möguleika svo ég gæti fundið mitt áhugasvið. 
Námið er mjög góður grunnur í ýmis sérhæfðari framhaldsnám svo allir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sig. Starfsmöguleikarnir eru óteljandi margir. Til dæmis er hægt að vinna með umhverfisvæna orku, fara í snyrtivöruiðnaðinn og vinna við framleiðslu lyfja.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

"

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.