Skip to main content

Eðlisfræði

Eðlisfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Eðlisfræði

BS – 180 einingar

Eðlisfræðin er meðal fjölbreyttustu námsgreina raunvísinda og verkfræði, í senn skemmtileg og hagnýt.

Námið veitir þekkingu og færni til að takast á við margvísleg verkefni á sviði eðlisfræði og skyldra greina.

Skipulag náms

X

Eðlisfræði 1 R (EÐL107G)

Nemendum eru kynntar aðferðir og grundvallarlögmál aflfræði, bylgjufræði og varmafræði til þeirrar hlítar að þeir geti beitt þeim við lausn dæma. 

Námsefni: Hugtök, einingar, tölur, víddir. Vigrar. Gangfræði. Hreyfifræði agna, tregða, kraftar og lögmál Newtons. Núningur. Vinna og orka og varðveisla orkunnar. Skriðþungi, árekstrar. Agnakerfi, massamiðja. Snúningur stjarfhlutar. Hverfiþungi og hverfitregða. Stöðufræði. Þyngd. Storka og straumefni, jafna Bernoullis. Sveiflur: Hreinar, deyfðar og þvingaðar. Bylgjur. Hljóð. Hitastig. Kjörgas. Varmi og fyrsta lögmál varmafræðinnar. Kvikfræði gasa. Óreiða og annað lögmál varmafræðinnar.

Athugið að kennslubókin fyrir námskeiðið er aðgengileg nemendum í gegnum Canvas án endurgjalds.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Tölvunarfræði 1a (TÖL105G)

Einingar til BS-prófs gilda aðeins fyrir annaðhvort TÖL101G Tölvunarfræði 1 eða TÖL105G Tölvunarfræði 1a.

Forritun í Python (sniðið að verkfræðilegum og raunvísindalegum útreikningum): Helstu skipanir og setningar (útreikningur, stýri-setningar, innlestur og útskrift), skilgreining og inning falla, gagnatög (tölur, fylki, strengir, rökgildi, færslur), aðgerðir og innbyggð föll, vigur- og fylkjareikningur, skráavinnsla, tölfræðileg úrvinnsla, myndvinnsla. Hlutbundin forritun: klasar, hlutir, smiðir og aðferðir. Hugtök tengd hönnun og smíði tölvukerfa: Forritunarumhverfi, vinnubrögð við forritun, gerð falla- og undirforritasafna og tilheyrandi skjölun, villuleit og prófun forrita.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Kristján Ríkarður Vernharðsson
Kristján Ríkarður Vernharðsson
Nemandi í eðlisfræði

Eftir stjarneðlisfræði áfangann í MH var ég viss um að þetta væri námið fyrir mig. Ég valdi eðlisfræði með áherslu á stjarneðlisfræði vegna þess að ég hef mikinn áhuga á geimnum og þeim ótrúlegu fyrirbærum sem í honum eru. Í náminu hef ég öðlast góðan grunn víðsvegar á sviðum stærðfræðinnar og eðlisfræðinnar sem gerir mér kleift að sjá og skilja hluti með „vísindalegu auga“. Áður en ég hóf námið var ég smeykur því ég vissi að þessi námsferill krafðist mikillar stærðfræðilegrar getu (hef aldrei verið sterkasti stærðfræðingurinn). Nú er ég að klára annað ár og get staðfest að ef áhugi er fyrir hendi er stærðfræðin ekkert mál! Námið hefur verið virkilega gefandi og ég hvet alla sem hafa áhuga á eðli geimsins að velja þessa námsleið.  

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.