Framhaldsskólakennaranám er sérstaklega skipulagt fyrir þá sem hafa þegar lokið bakkalárgráðu og vilja afla sér kennsluréttinda í faggrein sinni. Menntun framhaldsskólakennara er þverfræðilegt samvinnuverkefni allra fræðasviða Háskólans þar sem námi lýkur með MA-, M.Ed.-, MS- eða MT-gráðu. Að námi loknu getur nemi sótt um leyfisbréf kennara. Umsóknarfrestur í grunnnám er 5. júní og 15. apríl í framhaldsnám. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er til 5. júní. Sótt er um nám á hi.is. Einnig er í boði viðbótardiplóma til kennsluréttinda fyrir þá sem lokið hafa meistaraprófi í kennslugrein framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að námið sé tekið á einu skólaári en þó er mögulegt að skipta því á tvö skólaár. Kennslufræði fyrir iðnmeistara er grunndiplóma til kennsluréttinda fyrir þá sem lokið hafa meistararéttindum í löggiltri iðngrein og langar að kenna sitt fag í framhaldsskóla. Kennslufræði verk- og starfsmenntunar lýkur með B.Ed.-gráðu og er fyrir iðnmeistara með kennsluréttindi eða stúdentspróf sem hafa áhuga á bæta við sig þekkingu í kennslufræði og ljúka bakkalárgráðu. Námið er samsett úr 120 einingum í kennslufræði verk- og starfsmenntunar og 60 eininga aukagrein. Námið veitir rétt til að sækja um nám á meistarastigi. Námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi Grunnnám Kennslufræði verk- og starfsmenntunar B.Ed. (ekki tekið inn í námið 2023-2024) Kennslufræði fyrir iðnmeistara (grunndiplóma) Framhaldsnám Menntun framhaldsskólakennara MA/M.Ed./MS/MT Menntun framhaldsskólakennara, M. Ed. Menntun framhaldsskólakennara, MA Menntun framhaldsskólakennara, MS Menntun framhaldsskólakennara, MT Menntun framhaldsskólakennara (viðbótardiplóma) Tengt efni Umsókn um nám facebooklinkedintwitter