Vettvangsnám er mikilvægur þáttur í öllu kennaranámi. Kennaranemar fara á vettvang í nokkrar vikur á hverju skólaári, fá að fylgjast með kennslu reyndra kennara og spreyta sig á að prófa eigin hugmyndir í samvinnu við þá. Verkefnin tengjast sérhæfingu kennaranema, námssviðum og kennslugreinum skóla eða þeim fjölmörgu uppeldislegu viðfangsefnum sem kennarar sinna. Vettvangsnám er afar góð leið til þess að kynnast atvinnulífinu og sjá tengingu námsins við mögulegan starfsvettvang. Enn fremur er vettvangsnám vænlegt til þess að þróa tengslanet og stuðla þannig að því að nemendur fái starf við hæfi að námi loknu. Vettvangstímabil Á hverju skólaári eru tvo vettvangstímabil, annað að hausti og hitt að vori. Tímabilin eru mislöng og ráðast af vettvangseiningafjölda í hverju námskeiði fyrir sig. Á kennslualmanaki Háskóla Íslands koma fram upplýsingar um mikilvægar dagsetningar. Þar er hægt að sjá með góðum fyrirvara hvenær vettvangstímabil á Menntavísindasviði eru fyrirhugaðar. Deild faggreinakennslu - mikilvægar dagsetningar Deild kennslu og menntunarfræði - mikilvægar dagsetningar Heilsuefling og heimilisfræði - mikilvægar dagsetningar Það er 100% mætingarskylda í vettvangsnám. Ef upp koma veikindi á vettvangstímabilinu er reglan sú að vinna skal upp þann tíma sem féll niður. Það er gert í samráði við verkefnastjóra vettvangsnáms og leiðsagnarkennara og fundinn flötur á því að lengja tímabilið sem nemur veikindadögum. Handbækur Vettvangsnám í leikskóla Vettvangsnám í grunnskóla Launað starfsnám eða vettvangsnám (ólaunað) Leik- og grunnskólakennaranemar á lokaári til M.Ed. eða MT-gráðu við Háskóla Íslands geta verið í 50% launuðu starfsnámi við leik- eða grunnskóla á lokaári kennaranáms eða í vettvangsnámi (ólaunuðu). Launað starfsnám byggir á því að kennaranemi hafi sjálfur ráðið sig til kennslu við leik- eða grunnskóla og fengið samþykki umsjónarkennara námskeiðsins við Menntavísindasvið til að tengja starfið og námið. Vettvangsnám (ólaunað) er skipulagt af Menntavísindasviði sem sér um að finna skóla fyrir vettvangsnám kennaranema. Launað starfsnám Kennaranemi hefur frumkvæði að því að leita að kennarastöðu og ræður sig til starfa að fenginni staðfestingu um að staðan uppfylli skilyrði í reglum mennta- og menningarmálaráðuneytis um launað starfsnám, grein 3.5.: Kennaranemi í launuðu starfsnámi sinnir kennslu og menntun leik- og/eða grunnskólabarna á grundvelli sérhæfingar í námi, auk þess fær hann tækifæri til að takast á við önnur verkefni er tengjast kennarastarfinu. Ráðning kennaranema er alla jafna frá 1. ágúst til 31. júlí. Vettvangsnám (ólaunað) Kennaranemi sem ekki kýs launað starfsnám fer í vettvangsnám sem er skipulagt af Menntavísindasviði og sem hæfir þeirri sérhæfingu sem kennaraneminn menntar sig til. Háskólar bera faglega ábyrgð á starfsnámi kennaranema á lokaári í samvinnu við skólana þar sem þeir starfa. Markmiðið er að efla tengsl kennaramenntunar við starfsvettvang og auka færni nýrra kennara til að takast á við áskoranir kennarastarfsins til framtíðar í þágu barna og ungmenna. Hæfniviðmið í náminu ásamt námsmati eru skilgreind í kennsluskrá. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag er að finna í námskeiðslýsingum í kennsluskrá. Reglur mennta- og menningarmálaráðuneytis um fyrirkomulag launaðs starfsnáms kennaranema Nánari upplýsingar um skipulag námskeiða sem tengjast starfsnámi/vettvangsnámi á fimmta ári er að finna í kennsluskrá: KME301F Nám og kennsla - fagmennska í starfi HHE301F Nám og kennsla - vettvangsnám í heimilisfræði I ÍÞH310F Nám og kennsla - vettvangsnám í íþróttum I LSS303F Fræði og starf I facebooklinkedintwitter