Stúdentar sem hefja nám við Menntavísindasvið þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Hægt er að sækja um nám á undanþágu frá stúdentsprófi fyrir haustmisseri, sjá nánari upplýsingar í kennsluskrá. Fyrir utan almennu kröfuna um stúdentspróf eru inntökuskilyrði mismunandi eftir deildum Háskólans. Ítarlegar upplýsingar um inntökuskilyrði er að finna í reglum um inntökuskilyrði í grunnnám við HÍ og í köflum fræðasviða og deilda í kennsluskrá Háskólans. Sömuleiðis eru inntökuskilyrði tiltekin í upplýsingum um hverja námsleið fyrir sig.Umsóknarfrestur í grunnnám er alla jafna 5. júní og 15. apríl í framhaldsnám. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er 5. júní. Auk inntökuskilyrða þurfa umsækjendur að kynna sér vel aðgangsviðmið deilda áður en þeir velja námsleið. Sjá einnig fyrirvara í kennsluskrá. Deild faggreinakennslu Grunnnám Umsækjendur um grunnnám við Deild faggreinakennslu þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Framhaldsnám Umsækjendur um meistaranám þurfa að hafa lokið fyrstu háskólagráðu með fyrstu einkunn. Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda Grunnnám Umsækjendur um grunnnám við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Framhaldsnám Umsækjendur um meistaranám þurfa að hafa lokið fyrstu háskólagráðu með fyrstu einkunn. Deild kennslu- og menntunarfræði Grunnnám Umsækjendur um grunnnám við Deild kennslu- og menntunarfræði þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Framhaldsnám Umsækjendur um meistaranám þurfa að hafa lokið fyrstu háskólagráðu með fyrstu einkunn. Við inntöku í M.Ed.-nám í stjórnunarfræði menntastofnana er skilyrði að umsækjandi hafi bakkalárpróf eða meistarapróf á sviði kennslu, þjálfunar, uppeldis eða umönnunar ásamt kennsluréttindum, þ.e. umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til kennslu. Auk þess gerð krafa um minnst tveggja ára starfsreynslu eftir nám. Deild menntunar og margbreytileika Grunnnám Umsækjendur um grunnnám við Deild menntunar og margbreytileika þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Framhaldsnám Umsækjendur um meistaranám þurfa að hafa lokið fyrstu háskólagráðu með fyrstu einkunn. Tengt efni Reglur um inntökuskilyrði facebooklinkedintwitter