Skip to main content

Inntökuskilyrði á Menntavísindasviði

Inntökuskilyrði á Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Stúdentar sem hefja nám við Menntavísindasvið þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. 

Til að hefja kennaranám skal nemandi hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla með að lágmarki 20 framhaldsskólaeiningum í íslensku og þar af 10 á 3. hæfniþrepi. Ef nemandi sem hefur lokið prófi frá erlendum skóla skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku.

Hægt er að sækja um nám á undanþágu frá stúdentsprófi fyrir haustmisseri, sjá nánari upplýsingar í kennsluskrá

Fyrir utan almennu kröfuna um stúdentspróf eru inntökuskilyrði mismunandi eftir deildum Háskólans. Ítarlegar upplýsingar um inntökuskilyrði er að finna í reglum um inntökuskilyrði í grunnnám við HÍ og í köflum fræðasviða og deilda í kennsluskrá Háskólans. Sömuleiðis eru inntökuskilyrði tiltekin í upplýsingum um hverja námsleið fyrir sig.Umsóknarfrestur í grunnnám er alla jafna 5. júní og 15. apríl í framhaldsnám. Frestur til að sækja um viðbótarpróf og örnám er 5. júní.

Auk inntökuskilyrða þurfa umsækjendur að kynna sér vel aðgangsviðmið Menntavísindasviðs áður en þeir velja námsleið.