Inntökuskilyrði í grunnnám Nemendur sem hefja háskólanám til fyrstu háskólagráðu í Háskóla Íslands skulu hafa lokið stúdentsprófi, eða öðru lokaprófi á þriðja hæfniþrepi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla.. Ítarlegri upplýsingar er að finna í reglum um inntökuskilyrði í grunnnám við HÍ. Fyrir utan almennu kröfuna um stúdentspróf eða annað lokapróf á þriðja hæfniþrepi eru inntökuskilyrði mismunandi eftir deildum Háskólans. Ítarlegar upplýsingar um inntökuskilyrði er að finna í reglum um inntökuskilyrði í grunnnám við HÍ. Farið er eftir þessum reglum þegar umsóknir um grunnnám eru metnar. Í kennsluskrá Háskólans og á þessum vef eru upplýsingar um inntökuskilyrði að finna á síðum fræðasviða og deilda. Undanþágur frá inntökuskilyrðum í grunnnám Ákveðnar deildir Háskólans nýta heimild til að veita undanþágur frá formlegum inntökuskilyrðum í grunnnám (nám á bakkalárstigi) samkvæmt ákvörðun viðkomandi fræðasviða. Athugið að þetta á aðeins við vegna náms í sumum deildum skólans en öðrum deildum ekki. Sjá nánari upplýsingar í kennsluskrá: Yfirlit um fræðasvið og deildir og viðmið við mat á undanþáguumsóknum. Inntökupróf og fjöldatakmarkanir Í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræðum og tannlæknisfræði eru haldin inntökupróf í júní. Umsóknarfrestur er til 20. maí, sjá nánari upplýsingar á vef Læknadeildar. Í hjúkrunarfræði (BS, 240 e.), tannlæknisfræði og tannsmíði eru haldin samkeppnispróf við lok haustmisseris í desember. Í geislafræði er fjöldatakmörkun beitt við lok fyrsta námsárs og miðast við tiltekinn fjölda nemenda sem lokið hafa öllum námskeiðum fyrsta árs og hlotið hæstu meðaleinkunnirnar. Sjá nánar um fjöldatakmarkanir og fyrirvara í kennsluskrá. Inntökuskilyrði í framhaldsnám Um inntökuskilyrði í nám á meistara- og doktorsstigi gilda sérreglur deilda. Þessar reglur eru birtar í upplýsingum um einstakar námsleiðir í kennsluskrá og á vefsíðum fræðasviða og deilda. Ítarefni Grunnnám: Reglur um inntökuskilyrði Meistaranám: Viðmið og kröfur um gæði Doktorsnám: Viðmið og kröfur um gæði facebooklinkedintwitter