Skip to main content
16. mars 2016

Nýtt meistaranám í annarsmálsfræðum

""

Á komandi haustmisseri verður í fyrsta skipti boðið upp á meistaranám í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands. Námið er ætlað þeim sem hyggjast vinna við rannsóknir á þessu sviði, þeim sem vilja leggja fyrir sig kennslu í öðru eða erlendu máli fyrir fullorðna og þeim sem ætla að bæta þekkingu sína á kennslu tungumála fyrir fullorðna.

Nemendur fá yfirgripsmikla fræðslu um stöðu þekkingar í annarsmálsfræðum og kennslufræðum annars máls. Þeir fá einnig þjálfun í beitingu rannsóknaraðferða og æfingu í sjálfstæðum vinnubrögðum.

Nýja námsleiðin er svar við aukinni þörf fyrir góða menntun tungumálakennara á háskólastigi og þeirra sem kenna fullorðnum tungumál á öðrum vettvangi. Námsleiðinni er einnig ætlað að efla rannsóknir á sviði annarsmálsfræða og tví- og margtyngis.

Námið verður í samvinnu tveggja deilda á Hugvísindasviði, Íslensku- og menningardeildar og Deildar erlendra tungumála.

Hægt er að sækja um í framhaldsnámi við Háskóla Íslands til 15. apríl næstkomandi.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um námið í kennsluskrá Háskóla Íslands og hjá Guðrúnu Theodórsdóttur, umsjónarmanni námsins (gt@hi.is).

Fánar
Fánar