Hugbúnaðarverkfræði
180 einingar - Doktorspróf
Námið er þriggja ára fræðilegt og verklegt framhaldsnám (rannsóknatengt framhaldsnám) í hugbúnaðarverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild.
Um námið
Námið er að lágmarki 180 einingar í doktorsverkefni. Þó getur doktorsnefnd gert kröfu um að nemandi í doktorsnámi ljúki einnig námskeiðum. Einingar fyrir námskeið bætast þá ofan á þær einingar sem gefnar eru fyrir doktorsverkefnið.
Umsækjendur þurfa að vera komnir með leiðbeinanda og hugmynd að verkefni áður en sótt er um nám.
Nánar um hæfniviðmið í kennsluskrá.
MS-próf í verkfræði eða sambærilegt. Umsækjendur í doktorsnám þurfa að vera komnir með leiðbeinanda og hugmynd að verkefni áður en sótt er um nám. Nemendum er bent á að hafa samband við námsbrautarformann og/eða deildarforseta á því fagsviði sem þeir hafa hug á í sínu framhaldsnámi.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði