Skip to main content

Hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf

Hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf

Heilbrigðisvísindasvið

Hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf

BS – 240 einingar

Sjö missera nám í hjúkrunarfræði fyrir þau sem hafa lokið öðru háskólanámi. Nemendur læra að meta heilsu fólks á öllum aldri og veita viðeigandi meðferð, ráðgjöf og þjónustu. Námið er fjölbreytt, krefjandi og samanþjappað. Námið veitir undirbúning fyrir hjúkrunarstörf af margvíslegum toga og stjórnunarstörf.

Skipulag náms

X

Félags- og sálfræði (HJÚ114G)

Í félagsfræðihluta: Gerð er grein fyrir hugtökunum heilbrigði, sjúkdómur, veikindi og sjúklingur. Fjallað er um virkni-, álags- og lífsstílsskýringar á heilsuvandamálum. Gerð er grein fyrir tengslum viðhorfa og hegðunar og kynnt fræðileg líkön um þau tengsl. Langvinn heilsuvandamál eru skilgreind og rætt um sálrænar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar þeirra.

Í sálfræðihluta: Fjallað verður um hvernig skilja má hugarstarf og hegðun einstaklinga og hópa út frá sjónarhorni sálfræðinnar. Kynnt eru mikilvægt hugtök, helstu kenningar og niðurstöður rannsókna. Fjallað verður um sálfræði sem vísindagrein með áherslu á gagnrýna hugsun og fagleg vinnubrögð. Markmiðið er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á mikilvægum undirstöðuatriðum sálfræðinnar og hagnýtum nálgunum innan hennar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Carolin K. Guðbjartsdóttir
Gunnhildur Gunnarsdóttir
Díana Kristín Sigmarsdóttir
Þórunn Friðriksdóttir
Rakel Haraldsdóttir
Carolin K. Guðbjartsdóttir
Hjúkrunarfræði, BS

Hjúkrunarfræðinám er gamall draumur og ákvað fara í námið þegar ég sá að það væri komi ný styttri námsleið sem hentaði mér betur en að fara í 4 ára nám. Námið er mjög krefjandi og lærdómsríkt. Gaman að kynnast nýju fólki bæði kennurum og nemendum. Námið er fjölbreytt og skemmtileg blanda af verklegum og bóklegum tímum. Fyrir þá sem eru með háskólagráðu fyrir og langar að breyta um starfsvettvang þá hentar að vera með styttri námstímabil og einnig er þetta minni hópur. Námið er skemmtilegt, fjölbreytt en um leið krefjandi nám fyrir þá sem hafa áhuga á því að vinna sem hjúkrunarfræðingar. 

Hafðu samband

Skrifstofa Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9 - 14

Við erum á Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.