Skip to main content

Hjúkrunarfræði

Hjúkrunarfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Hjúkrunarfræði

BS – 240 einingar

BS-próf í hjúkrunarfræði veitir rétt til þess að sækja um starfsleyfi hjúkrunarfræðings.

Samkvæmt flokkun Shanghai Rankings (ARWU) raðast hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands í 101. til 150. gæðasæti af öllum hjúkunarfræðideildum í heiminum. 

Skipulag náms

X

Félags- og sálfræði (HJÚ114G)

Í félagsfræðihluta: Gerð er grein fyrir hugtökunum heilbrigði, sjúkdómur, veikindi og sjúklingur. Fjallað er um virkni-, álags- og lífsstílsskýringar á heilsuvandamálum. Gerð er grein fyrir tengslum viðhorfa og hegðunar og kynnt fræðileg líkön um þau tengsl. Langvinn heilsuvandamál eru skilgreind og rætt um sálrænar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar þeirra.

Í sálfræðihluta: Fjallað verður um hvernig skilja má hugarstarf og hegðun einstaklinga og hópa út frá sjónarhorni sálfræðinnar. Kynnt eru mikilvægt hugtök, helstu kenningar og niðurstöður rannsókna. Fjallað verður um sálfræði sem vísindagrein með áherslu á gagnrýna hugsun og fagleg vinnubrögð. Markmiðið er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á mikilvægum undirstöðuatriðum sálfræðinnar og hagnýtum nálgunum innan hennar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Brynja Viktorsdóttir
Birna M.G. Baarregaard
Ásta María Ásgrímsdóttir
Brynja Viktorsdóttir
Hjúkrunarfræði - BS nám

Ég valdi hjúkrunarfræði þar sem mig langaði að vinna við eitthvað sem væri krefjandi, áhugavert og sem myndi mögulega hafa góð áhrif á líf annarra. Hjúkrun er mjög fjölbreytt og þarf maður að vinna með ólíka þætti eins og sjúkdóma, mannslíkamann, samskipti og almennt um heilsu fólks á lífsleiðinni. Starfið býður upp á margvíslega starfsmöguleika hér á Ísland og erlendis og er alltaf hægt að læra meira eða breyta um svið innan hjúkrunar sem er mikill kostur. Þörfin fyrir hjúkrun verður alltaf til staðar þannig að framtíð hjúkrunarfræðinga er björt.

Hafðu samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9:00 - 14:00

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.