Skip to main content

Geislafræði

Geislafræði

Heilbrigðisvísindasvið

Geislafræði

BS – 180 einingar

Hefur þú áhuga á mannslíkamanum og starfsemi hans? Finnst þér spennandi að vinna með tækni? Langar þig í starf sem er í stöðugri þróun?

Þá gæti geislafræði verið fyrir þig.

Skipulag náms

X

Efnafræði (GSL101G)

Farið yfir grunnatriði í almennri efnafræði, stilling efnajafna, nafngiftir, mólreikningur, leysni, styrkur.  Grunnur skammtafræðinnar og bygging atómsins er kennd sem undirstaða efnaeiginleika frumefnanna og efnahvarfa þeirra. Farið er yfir rafeindaskipan frumefnanna og myndun efnatengja. Helstu kenningar til að ákvarða byggingu og þrívíðan strúktúr sameinda og millisameindakraftar. Farið yfir grunnatriði í kjarnaefnafræði. Farið í undirstöðuatriði í lífrænni efnafræði, nafnareglur og virka hópa. Farið í grunnatriði og eiginleika fjölliða.

Kennsluaðferðir:
Fyrirlestrar, dæmareikningur og heimaverkefni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Björk Baldursdóttir
Jón Trausti Traustason
Björk Baldursdóttir
Geislafræði - BS nám

Þó að ég hafi ekki vitað mikið um fagið þegar ég byrjaði hefur það komið mér endalaust á óvart og ég er himinlifandi yfir því að hafa valið það. Námið er fjölbreytt og spennandi og við fáum mikla verklega kennslu. Myndgreining er ein af helstu undirstöðum heilbrigðiskerfisins og það er yndislegt að vera partur af því.

Hafðu samband

Skrifstofa námsbrautar í geislafræði
Stapa við Hringbraut 31, 102 Reykjavík
Sími: 525 5442
Netfang: gol@hi.is

Opið á skrifstofu samkvæmt samkomulagi.

Geislafræðin á Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.