Gríðarlegt vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands þegar kaldavatnslögn við skólann gaf sig aðfaranótt 21. janúar. Talið er að um 2.500 af vatni hafi lekið inni í byggingarnar en Háskólatorg og Gimli urðu verst úti. Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Háskólans, fór um byggingarnar, þar sem skemmdir urðu í gær og tók meðfylgjandi myndir.
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.