Skip to main content
3. október 2025

Um 250 manns tóku þátt í opnunarmálstofu Menntakviku

Um 250 manns tóku þátt í opnunarmálstofu Menntakviku  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Opnunarmálstofa Menntakvika 2025 fór fram í Sögu fimmtudaginn 2. október undir yfirskriftinni: Kennaramenntun í deiglunni.

Um 150 manns mættu í Sögu og yfir hundrað manns fylgdist með í streymi. Ræddar var meðal annars um hvort til sé sameiginleg sýn á kennaramenntun, hvernig gangi að brúa bil fræða og starfs í náminu, og hvernig kennaramenntun undirbýr nýliða fyrir starf. Fjölbreytt stutt erindi voru flutt og að þeim loknum verða pallborðsumræður.

Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs hélt stutt ávarp og bauð fólk velkomið í upphafi og Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra flutti opnunarávarp. Birna Svanbjörnsdóttir, dósent við Háskólann og Akureyri, og Berglind Gísladóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, héldu stutt erindi um rannsókn sína á sameiginlegri sýn á kennaramenntun á Íslandi, erindi sem þær kynna nánar í ráðstefnuerindi Menntakviku. Signý Óskarsdóttir, doktorsnemi á Menntavísindasviði, kynnti enn fremur stuttlega rannsókn sína um tengsl fræða og starfs í kennaramenntun á Íslandi. Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, ræddi eigin sýn á hvað góður kennari þurfi að hafa og hvaða væntingar skólastjórnendur hafi til kennaramenntunar. Þá ræddi Gunnar Ásgrímsson, kennaranemi og formaður sviðsráðs Menntavísindasviðs, eigin sýn og og gaf innsýn í eigin reynslu af kennaranámi við Háskóla Íslands.

Upptöku af opnunarmálstofunni má nálgast hér að neðan.

Pallborðsumræðum stýrði Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ þar sem fram fóru gagnlegar umræður um m.a. inntak kennaramenntunar, eftirlit og eftirfylgni með hæfniviðmiðum og sameiginlega sýn á kennaramenntun. Að pallborðsumræðum loknum flutti Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, lokaávarp.

Menntakvika er stærsta menntaráðstefna landsins og er nú haldin í 29. sinn. Hátt í 240 erindi verða flutt föstudaginn 3. október í 57 málstofum. Laugardaginn 4. október verður boðið upp á nýjung á Menntakviku þarsem haldnar verða skapandi smiðjur í Sögu. Verið öll velkomin!

Gunnar Ásgrímsson, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Signý Óskarsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Berglind Gísladóttir, Birna Svanbjörnsdóttir, Ómar Örn Magnússon og Steinn Jóhannsson. MYND/Ólafur Rafnar Ólafsson.
Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni.
Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni.
Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni.
Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni.