Skip to main content
30. október 2015

Þingkall - norrænir leiklistarfræðingar

Ráðstefna norrænna leiklistarfræðinga verður haldin í Háskóla Íslands dagana 11.-13. mars 2016, samhliða Hugvísindaþingi. Ráðstefnan er haldin í samstarfi samtaka norrænna leiklistarfræðinga og Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands og ber yfirskriftina „Theatre and the Popular.“

Undirbúningsnefnd hefur sent út ráðstefnukall og skilafrestur til að senda inn tillögur að erindum er til 15. nóvember. Þeim ber að skila með tölvupósti á netfangið theatrepopular.reykjavik@gmail.com.

Nánari upplýsingar á ráðstefnusíðu „Theatre and the Popular" og í þessu pdf-skjali.