4. maí 2015
Skiladagur MA-ritgerða í deildum Hugvísindasviðs

Skiladagur MA-ritgerða í deildum Hugvísindasviðs á vormisseri er þriðjudaginn 5. maí 2015. Ritgerðum er skilað á skrifstofu Hugvísindasviðs á 3. hæð í Aðalbyggingu. Eftir lokun skrifstofunnar er hægt að skila ritgerðum í pósthólf Hugvísindasviðs við lyftuna í Aðalbyggingu. Húsið er opið til kl. 18:00.
Nemendur í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild og Sagnfræði- og heimspekideild skila 3 eintökum.
Nemendur í Deild erlendra tungumála bókmennta- og málvísinda og Íslensku- og menningardeild skila 4 eintökum.
Með ritgerðunum skal fylgja staðfesting á að ritgerðin hafi verið vistuð á skemman.is (útprentaður tölvupóstur) ásamt útfylltu eyðublaði Háskólabókasafns um ráðstöfun ritgerðarinnar.

