Samstarf Hugvísindasviðs og Borgarsögusafns

Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Borgarsögusafn Reykjavíkur hafa undirritað samning um samstarfs á sviði menningarmiðlunar. Hugvísindasvið og Borgarsögusafn munu m.a. standa í sameiningu fyrir námskeiðinu „Menningarminjar, söfn og sýningar“ sem kennt er innan námsleiðar í hagnýtri menningarmiðlun við Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands á vormisseri 2016.
Í námskeiðinu fá nemendur að kynnast flestum þáttum safnastarfs; söfnun varðveislu, skráningu, rannsóknum og miðlun. Í hagnýtri verkefnavinnu fá nemendur tækifæri til að vinna að gerð sýningar, allt frá hugmyndavinnu til hönnunar. Borgarsögusafn Reykjavíkur er góður vettvangur fyrir nám af þessu tagi, en safnið er bæði fjölbreytt og stórt og munu ýmsir sérfræðingar safnsins taka að sér kennslu á ýmsum ólíkum sviðum.
Fengist hefur löng og góð reynslu af samstarfi á þessu sviði, en námskeið á sviði safnastarfs og sýningagerðar hafa verið haldin í sagnfræði og í hagnýtri menningarmiðlun allt frá árinu 2003 með aðkomu Árbæjarsafns sem nú er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur.

