Skip to main content
14. janúar 2016

Ritstýrir bók um útópíu, módernisma og framúrstefnu

""

Út er komið ritið Utopia: The Avant-Garde, Modernism and (Im)possible Life sem gefið er út af hinu virta forlagi De Gruyter. Benedikt Hjartarson, prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, er einn af fjórum ritstjórum verksins. Aðrir ritstjórar eru David Ayers, Tomi Huttunen og Harri Veivo. Aðstoðarmaður ritstjóra var Þorsteinn Surmeli.

Um er að ræða fjórða bindið sem gefið er út í ritröð samtakanna EAM (European Network for Avant-Garde and Modernism Studies). Ritið geymir fjölda greina sem fjalla um margbrotið hlutverk útópískra hugmynda í módernisma og framúrstefnu í listum frá upphafi tuttugustu aldar til samtímans. Í verkinu er sjónum m.a. beint að hugmyndafræði, rökvæðingu, borgarskipulagi, útópískri samfélagsmyndun, þrá og kynferði.

Nánari upplýsingar má nálgast á vef forlagsins De Gruyter.

Bókakápa Utopia
Bókakápa Utopia