Rannsóknarstyrkir fyrir meistaranema

Rannsóknasetri um smáríki við Háskóla Íslands var nýlega veittur styrkur frá NATO. Verkefnið er undirbúningsverkefni sem fjallar um varnarmál, utanríkisstefnu og áskoranir smáríkja í NATO og smáríkja í Austur-Evrópu, MENA og Eyjaálfu í breyttu öryggisumhverfi.
Rannsóknasetrið kallar eftir umsóknum nemenda fyrir tvö rannsóknarverkefni. Rannsakendur verða að vera á meistara- eða doktorsstigi eða nýdoktorar. Hver styrkur er 12.000 evrur sem skiptist í þrjár greiðslur á tímabilinu 1. september 2017 til 31. desember 2019. Rannsóknarverkefnin skulu vera tengd verkefnum eða rannsóknum við Háskóla Íslands á sviði alþjóðasamskipta, smáríkjafræða eða á svipuðum sviðum.
Viðtakendur styrkjanna munu taka þátt í ráðstefnu í Reykjavík í júní/júlí 2018 og helstu niðurstöður verkefnisins verða birtar í bók.
Umsóknir skuli innihalda eftirfarandi upplýsingar:
- Hugmynd að verkefni (Stutt lýsing á verkefninu, þar á meðal hvernig rannsóknaráætlunin tengist heildarverkefninu)
- Kynningarbréf
- Ferilskrá
Beiðnir um frekari upplýsingar og umsóknir skal senda til Margrétar Celu, verkefnastjóra Alþjóðamálastofnunar, á netfangið mcela@hi.is eigi síðar en föstudaginn 30. júní.
