Kosningaþátttaka í rektorskjöri kl. 13

Rafræn kosning til rektors Háskóla Íslands stendur nú yfir. Kosningin hófst kl. 9.00 í morgun og lýkur kl. 18.00. Kl. 13.00 höfðu ríflega 25% atkvæðisbærra tekið þátt í kosningunni en nánari sundurliðum eftir þátttöku í hópum kjósenda má sjá hér að neðan.
.
| Fjöldi | KK | KVK |
|---|---|---|
| 14.110 | 4.998 | 9.112 |
| Fjöldi á kjörskrá | KK kosið | KVK kosið | Samtals kosið | Hlutfall | |
|---|---|---|---|---|---|
| Á kjörskrá | 14.110 | ||||
| Þar af starfsmenn með háskólapróf | 1.268 | 407 | 438 | 845 | 66,64& |
| Þar af starfsmenn án háskólaprófs | 218 | 58 | 77 | 135 | 61,93% |
| Þar af nemendur | 12.624 | 968 | 1.616 | 2.584 | 20,47% |
| Kjörsókn samtals | 3.564 | 25,26% |
Þrír eru í kjöri, en það eru Einar Steingrímsson, prófessor við Strathclyde-háskóla í Glasgow í Skotlandi, Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Jón Atli Benediktsson, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands.
Leiðbeiningar um rafræna kosningu: Á heimasíðu háskólans www.hi.is og í Uglu er vefborði merktur:
„Kosningar til rektors árið 2015. Smelltu hér til að greiða þitt atkvæði.“ Með því að smella á borðann er farið beint á kosningasíðu. Kjósendur verða að nota aðgangs- og lykilorð sín að Uglu til að svæðið opnist.
Tölvuver og aðstoð við rafræna kosningu: Tölvuver 204 á Háskólatorgi er frátekið sérstaklega fyrir kjördag. Þar verður starfsmaður frá Reiknistofnun háskólans til staðar og veitir aðstoð ef tæknileg vandamál koma upp.
Að auki er Tölvuþjónustan á Háskólatorgi opin frá kl. 8.00-16.00, sími: 525-4222.
