Skip to main content
22. desember 2015

Heimspekileg samræða í menntun

Heimspekistofnun Háskóla Íslands hefur afhent Garðabæ lokaskýrslu um heimspekilega samræðu í menntun. Skýrslan byggist á rannsókn á tengslum heimspeki og menntunar í leik- og grunnskólum Garðabæjar 2013–2015. Verkefnisstjóri var Elsa Haraldsdóttir, doktorsnemi í heimspeki, en yfirumsjón hafði Henry Alexander Henrysson aðjunkt.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru að þær að mögulegt sé að auka hæfni kennara til að beita heimspekilegri samræðu í kennslu og að sú hæfni stuðli að aukinni getu nemenda til að taka þátt í uppbyggilegri, gagnrýninni og málefnalegri samræðu. Þá undirstrikar rannsóknin einnig að beiting heimspekilegrar samræðu í kennslu feli í sér tiltekið viðhorf til menntunar, viðhorf sem birtist ekki eingöngu hjá kennurum heldur einnig hjá nemendum.

Elsa Haraldsdóttir afhendir Margréti Svavarsdóttur, forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, skýrsluna.
Elsa Haraldsdóttir afhendir Margréti Svavarsdóttur, forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, skýrsluna.